Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 16
reykbindindi. Af þessu má ef til vill draga þann lærdóm að unglingar sem byrja að reykja í því augnamiði að halda þyngdinni í skefjum eru að gera mikil mistök, því þegar þeir síðan hætta (og hver segir ekki að hann ætli að hætta þessu fyrr eða síðar), eru þeir komnir í sér- stakan áhættuhóp fyrir offitu. Það er því full ástæða til að end- urskoða mataræðið þegar hætt er að reykja. Rauði þráðurinn í þeirri endurskoðun er lystugur og hollur matur með miklu af grænmeti og ávöxtum en minni fitu og sykri. Þessi atriði skipta þá mestu máli: • Borðið reglulega, morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Athugið að það er yfirleitt betra að borða fleiri litlar máltíðir, jafnvel fjórar eða fimm, heldur en fáar stórar. • Reynið nýjar, girnilegar upp- skriftir með minni fitu og færri hitaeiningum, t.d. úr bókinni „Af bestu lyst". • Borðið mikið af grænmeti og ávöxtum, bæði með máltíðum og á milli mála þegar nartlöngunin segir til sín. Gott er að hafa með sér ávexti og/eða hrátt grænmeti í vinnuna til að grípa til um miðjan morgun og síðdegis. Grænmeti er góð byrjun á máltíð, ávextir eru vel til þess fallnir að ljúka máltíð. • Veljið fituskertar mjólkurvörur, td. léttmjólk á morgunkorn eða sýrða léttmjólk með múslí. Þeir sem drekka mjólk ættu tvímælalaust að velja undanrennu eða fjörmjólk en alls ekki nýmjólk. • Smyrjið brauðið lítið eða ekkert og veljið fituskert viðbit. • Drekkið vatn eða ósæta drykki með mat og á milli mála. (Athugið að hreinn ávaxtasafi er jafnsætur og gosdrykkur og veitir jafnmargar hitaeiningar.) • Sykurlausar töflur geta komið sér vel, en annars er um að gera að borða ekki sætindi milli mála. • Njótið þess að borða góðan mat! Bragðskynið eykst og maturinn verður gómsætari þegar reyking- arnar verða ekki til að slæva skynj- unina. Munið þó að gæði eiga að skipta meira máli en magn. Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræðingur, Ph. D., er forstöðumaður Manneldisráðs íslands. Hún hefur áð- ur skrifað í Heilbrigðismál, meðal ann- ars um hollustu grænmetis og ávaxta (1/1995) og um pasta (3/1995). ofy cuwocii unnwc ueqna Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa. Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Það er auðveldara en þú heldur að ná 5 skömmtum á dag. Þú getur til dæmis fengið þér einn ávöxt eða ávaxtasafa að morgni og grænmetissalat með hádegismatnum, annan ávöxt síðdegis og soðnar kartöflur og grænmeti með kvöldmatnum. Skammtarnir eru orðnir fimm - og þar sem engin ástæða er til að hætta að svo komnu máli geturðu fengið þér ferska ávexti í eftirrétt. 16 heilbrigðismál 1/1996

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.