Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 17
Tómas Jónasson - Magnús Ólafsson (Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar)
Þekkingar-
þraut
1. ÞýSing á hverju er eyjavaki?
□ a. Antigen.
□ b. Hormon.
□ c. Insulin.
2. Hvenær voru landssamtökin
Hjartavernd stofituð?
□ a. Árið 1961.
□ b. Árið 1964.
□ c. Árið 1967.
3. Hver er lækningaforstjóri Sjúkra-
húss Reykjavíkur?
□ a. Jóhannes M. Gunnarsson.
□ b. Jóhannes Pálmason.
□ c. Sigríður Snæbjörnsdóttir.
1. c. í bókinni íslensk læknis-
fræðiheiti eftir Guðmund Hann-
esson er orðið insulin þýtt sem
eyjavaki, en algengara er nú að
nota orðið insúlín. Þetta er horm-
ón (vaki) sem framleitt er í Lang-
erhanseyjum í brisinu og stjórnar
nýtingu líkamans á sykri og öðr-
um kolvetnum.
2. b. Hjartavernd, samtök hjarta-
verndarfélaga á íslandi, voru
stofnuð 25. október 1964. Rann-
sóknastöð Hjartaverndar tók til
starfa árið 1967.
3. a. Jóhannes M. Gunnarsson
skurðlæknir er lækningaforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jóhann-
es Pálmason er hins vegar for-
stjóri sjúkrahússins og Sigríður
Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfor-
stjóri.
4. Hve mikið má borða afharðfiski á
dag til að saltneysla verði ekki meiri
en ráðlagt er?
□ a. 85 grömm.
□ b. 850 grömm.
□ c. 985 grömm.
5. Hve mikið fé er samkvæmt fjár-
lögum ríkisins fyrir árið 1996 ætlað
til heilbrigðis- og tryggingatnála í
heild?
□ a. Um 30 milljarðar króna.
□ b. Um 40 milljarðar króna.
□ c. Um 50 milljarðar króna.
6. Oft er talað um að íslenska þjóðin
eldist hratt en hve stór hluti hennar
er nú 65 ára og eldri?
□ a. Um 6%.
□ b. Um 11%.
□ c. Um 16%.
4. b. í hverjum hundrað grömm-
um af harðfiski eru 0,9 grömm af
matarsalti. Manneldisráð hvetur
til þess að dagleg neysla á salti sé
ekki meiri en 8 grömm. Það fæst
úr 850 grömmum af harðfiski,
360 grömmum af fiskfarsi eða 47
grömmum af saltfiski og er ann-
að salt úr fæðu þá ekki talið með.
5. c. Heildarútgjöld ríkisins eru
um 124 milljarðar króna. Utgjöld
til tryggingamála eru 29 milljarð-
ar og til heilbrigðismála 21 millj-
arður, eða alls 50 milljarðar, en
það samsvarar um 190 þúsund
krónum á hvern Islending.
6. b. Af tæplega 268 þúsund ís-
lendingum um síðustu áramót
voru rúmlega 30 þúsund orðnir
65 ára og eldri, eða 11,3%. Karlar
voru 13.646 og konur 16.750.
7. Hvað er fólínsýra?
□ a. Fitusýra.
□ b. Mjólkursýra.
□ c. Vítamín.
8. Hvenær er blóðþrýstingur skil-
greindur sem ofhár?
□ a. Þegar efri mörkin eru 120.
□ b. Þegar efri mörkin eru 140.
□ c. Þegar efri mörkin eru 160.
9. Hvaða sjúkrahús var vígt 27. jiílí
1898?
□ a. Holdsveikraspítalinn.
□ b. Landakotsspítali.
□ c. Vífilsstaðaspítali.
10. Hvert þessara lyfja er elst?
□ a. Aspirín.
□ b. Penisillín.
□ c. Prozac.
7. c. Fólínsýra (fólasín) er eitt
af B-vítamínunum. Hún er í
korni, grænmeti, lifur o. fl. Æski-
legur dagskammtur fyrir full-
orðna er 300 míkrógrömm en
þunguðum konum hefur verið
ráðlagt að taka stærri skammta.
8. c. Ef efri mörk blóðþrýstings
eru 160 eða meira og neðri mörk
95 eða meira er það nefnt há-
þrýstingur.
9. a. Holdsveikraspítalinn í
Laugarnesi var vígður þennan
dag. Spítalinn var gjöf til land-
stjórnarinnar frá Oddfellowregl-
unni í Danmörku. Húsið brann
vorið 1943.
10. a. Aspirín (acetýlsalisýlsýra)
var fyrst notað til lækninga árið
1899 og er talið mest notaða lyfið.
Hin eru mun yngri. -jr.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 17