Heilbrigðismál - 01.03.1999, Blaðsíða 18
Sigurður Stefán Jónasson
Heilbrigði og hamingja
Getur ofurtrú á heilbrigði torveldað
mönnum sýn á lífið og tilveruna?
Grein eftir Stefán Hjörleifsson
Menningaráhrif af
læknisfræðilegum hugsunarhætti
Sérhvert samfélag er nokkurs konar
hlutafélag um verðmæti. Við deilum gæð-
um náttúrunnar, eigum hlutdeild í andlegri
þekkingu og þekkingarleit, og sköpum sið-
ferðileg verðmæti og hlúum að þeim í
sameiningu. Til eru verðmæti sem eru sér-
eign hvers manns eða sameiginlegt áhuga-
mál fárra manna. Fleira er þó sameign, og
sameiginlegt gildismat manna er einn
sterkasti burðarásinn í mannlegu samfé-
lagi. Segja má að menningin sé samfelld
tilraun til að átta sig á því hvaða lífsgæði
eru í húfi í tilverunni og til að ná tökum á
þeim. Menningin er með öðrum orðum
forsenda fyrir því að lögð verði rækt við
lífsgæðin og réttlát skipting þeirra meðal
manna tryggð.
Næsta ljóst er að góð heilsa eða heil-
brigði er meðal þess sem flestir sækjast eft-
ir. Þó er ekki að sama skapi auðvelt að
henda reiður á stöðu heilbrigðisins meðal
annarra gæða sem menn þarfnast og eru í
hávegum höfð. Þótt ég sjái ekki frekar en
aðrir til botns í því torskilda fyrirbæri sem
heilbrigðið er, ætla ég að varpa fram
vinnutilgátu um tengsl heilbrigðis og ann-
arra gæða. I því sambandi er óhjákvæmi-
legt að benda á nokkur atriði sem varða
þetta hugtak.
Ég vil í fyrsta lagi biðja menn að leiða
hugann að því að heilbrigði er á vissan hátt
forsenda lífsnautnar og hamingju. Það sem
menn þurfa á að halda til að geta notið lífs-
gæða er fyrst og fremst lífsandinn sjálfur,
en í öðru lagi að vera við sem besta heilsu.
Undir þessu sjónarhorni er heilbrigðið skil-
yrði fyrir hlutdeild í verðmætum og þar af
leiðandi nokkurs konar forsenda fyrir
hamingju. Því má til sanns vegar færa að
heilbrigðið sé frumgæði sem menn hafi rík-
ari þörf fyrir en öll önnur verðmæti.
Þetta viðhorf til heilbrigðis segir þó ekki
allan sannleikann. Vanheill maður getur
vissulega átt hlutdeild í ýmsum lífsgæðum
og kann jafnvel að vera sælli en sá sem býr
við góða heilsu. Þótt líklega sé sjaldgæft að
þeir séu hamingjusamir sem þjást af alvar-
legum veikindum, og þótt góð heilsa sé
forsenda fyrir ýmsu sem menn takast á
hendur, veitir heilbrigðið enga tryggingu
fyrir því að athafnir manna færi þeim ham-
ingju.
Hér virðist vera um þversögn að ræða.
Heilbrigðið er drjúgur þáttur í því sem við
sækjumst eftir í leit okkar að hamingjunni.
Þó er engin trygging fyrir því að sá sem er
heill heilsu sé jafnframt hamingjusamur.
Hamingjan á það jafnvel til að heiðra hinn
sjúka mann með nærveru sinni, þótt eng-
inn telji hann öfundsverðan af hlutskipti
sínu.
Tilgáta mín er sú að hugsjónir manna
um heilbrigðið séu með þeim ósköpum
gerðar að sérstakrar aðgátar sé þörf til að
forða því að þær ryðji úr vegi ýmsum
verðmætum sem nauðsynleg eru í lífi
mennskra manna. Þetta er ofureinfalt - og
margir hafa haft orð á þessu á undan mér.
Ef einblínt er á lífsmörkin - á hjartsláttinn
og blóðþrýstinginn, sem gjörgæslutækin
mæla - á lífshorfurnar - á ævilengdina og
faraldsfræðina, sem landlæknarnir mæla -
og á tæknibrögðin sem beitt er til að halda
mönnum á lífi, er hætta á að menn missi
Þótt líklega sé
sjaldgæft að þeir
séu hamingju-
samir sem þjást af
alvarlegum veik-
indum, og þótt
góð heilsa sé
forsenda fyrir
ýmsu sem menn
takast á hendur,
veitir heilbrigðið
enga tryggingu
fyrir því að at-
hafnir manna færi
þeim hamingju.
18 HEILBRIGÐISMÁL 1/1999