Heilbrigðismál - 01.03.1999, Qupperneq 23
jarðneskt og áþreifanlegt og sérfræðingarn-
ir koma í stað guðs. Hlutverk sérfræðing-
anna er að uppræta þjáninguna - þeir leysa
sérhvern vanda. Það þýðir að allt sem
veldur mönnum áhyggjum eru „læknis-
fræðileg vandamál". Meira að segja sá
vandi sem erfiðast virðist vera að uppræta
úr mannlífinu, það er að segja dauðinn
sjálfur, er að öllu leyti í lögsögu sérfræð-
inganna. Þótt dauðinn hafi ekki verið upp-
rættur enn, hefur hann að mestu leyti verið
einangraður - hann er læknisfræðilegt fyr-
irbæri og á sér oftast stað á þar til gerðum
stofnunum, svo að segja ósýnilegur al-
menningi.
Heilbrigðistrúin hefur jafnframt þann
kost að hún gerir einstaklinginn að mið-
punkti allrar athygli. Þegar ég gengst undir
læknisskoðun skipta veikindi mín og heilsa
mín meginmáli. Þrátt fyrir allan þann
munað og frelsi sem nútíminn hefur uppá
að bjóða, er innsta eðli einstaklingsins
sjaldan sýnilegt öðrum mönnum. Tilveran
er full af skrifuðum og óskrifuðum reglum
sem valda því að fjarlægðin milli manna er
raunverulega mikil. Menn eru alltaf einir
síns liðs að leika eitthvert hlutverk. Þess
vegna líður okkur aldrei betur en þegar við
getum baðað okkur í athygli þeirra sem
þjónusta okkur og hugga í heilbrigðis- og
umönnunargeiranum. Auglýsingar um
hreinni tennur, þynnri dömubindi og
stærri vöðva, þunglyndi, fæðingarbletti,
brjóstaskoðun og beinþynningu hafa þann
ótvíræða kost fyrir móttakandann að hon-
um er sýnd athygli, einhver lætur sig vel-
ferð hans skipta og tekur ímynduð eða
raunveruleg vandamál hans alvarlega. Og
hjá lækninum get ég leyst frá skjóðunni.
Hlutverk læknisins er að hjálpa mér og
milli okkar ríkir trúnaðarsamband. Eg get
slakað á kröfunum og komið til dyranna
eins og ég er klæddur - þreyttur, óttasleg-
inn eða einfaldlega í örvæntingarfullri leit
að athygli.
Heilbrigðistrúin virðist gegna stóru hlut-
verki í tilraunum manna til að koma á
jarðnesku þúsundáraríki. Trúin á að hægt
sé að móta fyrirmyndarsamfélag með póli-
tískum aðgerðum er í fyrsta lagi undir því
komin að til séu markmið sem eru skyn-
samleg og eftirsóknarverð fyrir alla, en í
öðru lagi að til séu tæknilegar leiðir til að
ná þessum markmiðum. Mörgum virðist
sem æðstu gildi heilbrigðistrúarinnar upp-
fylli þessi skilyrði. Á dögum iðnbyltingar-
innar, þegar borgir uxu hraðar en áður, var
nýrri þekkingu á smitsjúkdómum og nær-
ingarfræði beitt með góðum árangri til að
skipuleggja hreinlæti og mataræði í borg-
Heilbrigðistrúin
virðist gegna
stóru hlutverki í
tilraunum manna
til að koma á
jarðnesku
þúsundáraríki.
Læknar eru
betur þjálfaðir
sem tæknimenn
en nokkrir fyrir-
rennarar þeirra,
en gegna í raun
hlutverki
æðstupresta í
óopinberum
trúarbrögðum
samfélagsins.
um. Allar götur síðan hafa menn lifað í
voninni um heilbrigða og hamingjusama
þjóðarsál í hraustum þjóðarlíkama.
Að svo miklu leyti sem þessi lýsing á
heilbrigðistrú nútímans á við rök að styðj-
ast, þykir mér illa vera komið fyrir sjálfum
mér og öðrum ungum læknum. Við erum
betur þjálfaðir sem tæknimenn en nokkrir
fyrirrennarar okkar, en gegnum í raun
hlutverki æðstupresta í óopinberum trúar-
brögðum samfélagsins. Okkur er kennt að
mæla sjúklinginn út og taka vandamál
hans tæknilegum tökum, en samfélagið og
jafnvel sjúklingurinn sjálfur ætlast til þess
að við hjálpum honum við að höndla ham-
ingjuna. Ekki nóg með það, heldur eru
heilbrigðisfræðin talin veita haldbestu
svörin við því hvernig samfélagið skuli
skipulagt. Mér virðist því vera hróplegt
ósamræmi milli menntunar minnar og þess
hlutverks sem læknavísindin gegna í sam-
félagi okkar. Þótt það kitli vissulega hé-
gómagirndina að fá tilboð um svo glæsi-
legt hlutverk, er ég hræddur um að hlut-
verkið sé hverjum manni ofviða og engum
í hag að þessi tvískinnungur sé látinn við-
gangast. En einmitt vegna þess að við
dýrkum öll heilbrigðistrúarbrögðin hlýtur
svona tal að hljóma eins og guðlast.
Stefán Hjörleifsson lauk BA prófi í heimspeki
frá Háskóla íslands árið 1992 og læknanámi í
Björgvin í Noregi í vetur. Þetta er hiuti afgrein
sem birtist í hausthefti Skírnis 1998.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 23