Heilbrigðismál - 01.03.1999, Qupperneq 25
Reykingar grunnskólanema
hafa heldur verið að aukast
- samkvæmt nýrri könnun héraðslækna
Um 7,8% grunnskólanema á
aldrinum 12-16 ára reykja daglega,
samkvæmt könnun sem héraðs-
læknar gerðu í fyrravor í samvinnu
við Krabbameinsfélag Reykjavíkur
og með stuðningi Tóbaksvama-
nefndar. Þetta er aukning um 0,6%
frá því fjórum árum áður. í Reykja-
vík var hlutfallið 8,6% árið 1998 en
hafði verið 22,8% árið 1974.
Könnunin, sem gerð var í aprfl-
mánuði 1998, náði til rúmlega tutt-
ugu þúsund nemenda um land allt
og var sambærileg við kannanir
sem gerðar hafa verið á fjögurra
ára fresti, á landsvísu síðan 1990 og
í Reykjavík síðan 1974.
Helstu niðurstöður fyrir landið í
heild sýna að nú reykja 8,2% pilta
og 7,4% stúlkna, og er þá miðað við
daglegar reykingar í aldurshópn-
um 12-16 ára. Ef allar reykingar eru
taldar hækkar hlutfallið í 11,2%
pilta og 11,6% stúlkna. Það sýnir að
Samanburður á reykingum
12-16 ára grunnskólanema
Daglegar reykingar 1990 1994 1998
Reykjavík 6,4% 8,2% 8,6%
Vesturland 5,2% 5,7% 6,0%
Vestfirðir 8,2% 7,2% 5,4%
Norðurland vestra 2,9% 5,5% 7,7%
Norðurland eystra 2,1% 4,4% 5,8%
Austurland 6,2% 3,2% 4,6%
Suðurland 4,2% 7,8% 7,2%
Reykjanes 6,7% 8,6% 9,4%
Állt landið 5,6% 7,2% 7,8%
Allar reykingar 1990 1994 1998
Reykjavík 10,7% 11,8% 13,1%
Vesturland 8,0% 9,6%
Vestfirðir 8,3% 7,9%
Norðurland vestra 7,6% 10,9%
Norðurland eystra 6,6% 8,9%
Austurland 5,9% 8,0%
Suðurland 12,4% 10,3%
Reykjanes 11,5% 12,6%
Állt landið 10,3% 11,4%
stúlkur fikta við reykingar fremur
en piltar.
Mest er um daglegar reykingar á
þessum aldri á Reykjanesi (9,4%)
og í Reykjavík (8,6%), síðan kemur
Norðurland vestra (7,7%), Suður-
land (7,2%), Vesturland (6,0%) og
Norðurland eystra (5,8%). Minnst
er reykt á Austurlandi (4,6%) og á
Vestfjörðum (5,4%). Frá könnuninni
fjórum árum áður höfðu reykingar
aukist í öllum kjördæmum nema á
Vestfjörðum og Suðurlandi.
Af einstökum kaupstöðum koma
Bolungarvík, Eskifjörður og Ólafs-
fjörður best út, þar reykja dag-
lega aðeins 2,5% nemenda á aldr-
inum 12-16 ára. Hins vegar er
ástandið verst á Selfossi (14,0%), í
Hafnarfirði (13,1%) og á Sauðár-
króki (12,9%). í Strandasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu sögðust
engir unglingar reykja daglega en
mest var reykt í Norður-Þingeyjar-
sýslu (12,5%) og Gullbringusýslu
(12,2%).
Eins og gefur að skilja er meira
um reykingar í eldri aldurshópun-
um heldur en þeim yngri. Innan
við 1% tólf ára nemenda reykja
daglega en 18% þeirra sem eru sex-
tán ára. Fleiri piltar en stúlkur
reykja í öllum aldursflokkum nema
þeim elsta.
Nú reyndist nær annað hvert
heimili reyklaust, það er að segja að
hvorki nemendur né aðrir heimilis-
menn reyktu. Vorið 1998 átti þetta
við um 48% heimila nemenda á
aldrinum 10-16 ára, miðað við allt
landið. Fjórum árum áður var hlut-
fallið 44% og enn lægra áður, sem
sjá má af því að árið 1974 var þetta
hlutfall 17% í Reykjavík. Ástandið í
reykingamálum virðist því fara
batnandi að þessu leyti þó að reyk-
ingar nemenda hafi heldur verið að
aukast um skeið. -jr.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 25