Heilbrigðismál - 01.03.1999, Side 31
í góðum félagsskap
Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Islenskar
rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu
stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-
phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar,
lofthræðslu og innilokunarkenndar. Fjórða hver íslensk kona og tí-
undi hver karl segjast alltaf eða oft finna til hræðslu eða ótta við að
fljúga. Flestir eru slegnir ótta þegar flugvél lætur illa á flugi vegna
ókyrrðar í lofti en einnig valda flugtök og lendingar ótta hjá mörg-
um.
Af þekktu erlendu fólki sem er flughrætt má nefna söngkonurnar
Cher og Arethu Franklin, tónlistarmanninn Michael Jackson, leik-
konuna Glendu Jackson, knattspyrnumanninn Dennis Bergkamp og
hnefaleikakappann Muhamed Ali. Nokkrir íslenskir landsliðsmenn
í íþróttum hafa lýst því að þeim sé illa við að fljúga og nýlega sagð-
ist þekktur tónlistarmaður kjósa heldur áætlunarbíl en flugvél til
ferðalaga milli landshluta.
indum sem fylgja löngum ferðalög-
um.
Að lokum má mæla með því að
fara í heitt bað á ákvörðunarstað,
að minnsta kosti fyrsta kvöldið, til
að ná góðum svefni.
Nokkur lykilatriði
Til að ná tökum á flughræðsl-
unni er gott að átta sig á nokkrum
atriðum þegar verið er að undirbúa
flugið, komast um borð í flugvél-
ina, meðan á flugi stendur og eftir
að komið er heim úr fiugi.
Við undirbúning flugsins verður
hinn flughræddi að vera ákveðinn
að reyna sitt besta til að forðast ótt-
ann og mæta neikvæðri hugsun
með rökrænni og jákvæðri afstöðu.
Á leið í flugvélina og við flugtak
skiptir máli að ætla sér að slaka á
og beina athygli hugans að ein-
hverju sem stuðlað getur að því.
Hafa má í huga að hræðslutilfinn-
ing og kvíði fjarar alltaf út.
Meðan á flugi stendur er rétt að
vænta hins besta vegna þess að það
eru hverfandi líkur á því að það
sem fólk óttast muni eiga sér stað.
Gott er að fylgjast með því sem er
að gerast inni í vélinni og heita
sjálfum sér því að takast á við erfið-
leika hvað sem á dynur. Ágætt er
að hafa í huga að flugmennirnir
hafi jafn mikinn áhuga á að komast
á ákvörðunarstað og farþegarnir.
Að loknu flugi má líta yfir farinn
veg, leggja á minnið það sem vel
tókst og lofa sjálfum sér að gera
betur næst.
Þess má geta að hér á landi hafa
verið haldin námskeið fyrir flug-
hrætt fólk. Tveir sálfræðinemar
unnu verkefni þar sem árangurinn
var metinn. Haft var samband við
þá sem setið höfðu námskeiðin og
spurt um atferli tengt flugi þann
tíma sem liðinn var frá því nám-
skeiðinu lauk. Kannaður var árang-
ur af námskeiðunum, bæði til
skamms tíma og lengri tíma.
Reyndist hann mjög góður.
Heimildir:
1. Eiríkur Örn Arnarson og Ása Guðmunds-
dóttir: The Prevalence of Fear of Flying
amongst Icelanders. Proceedings of the 7th
International Symposium on Aviation Psycho-
logy, 26.-29. apríl 1993, Ohio, USA, Vol 2, 620-
623, R.S. Jensen og D. Neumeister (Ritstj.).
2. Eiríkur Örn Arnarson, Ása Guðmunds-
dóttir og Greg Boyle: Six-Month Prevalence of
Phobic Symptoms in Iceland: An Epidemio-
logical Postal Survey. The Journal of Clinical
Psychology; 1998, Vol. 54 (2), pp. 1-9.
3. Einar Baldvin Þorsteinsson og Nanna
Herborg Tómasdóttir: Hefur flugfælninám-
skeiðið „Njótið þess að fljúga" langtímaáhrif?
B.A. verkefni í sálarfræði. Félagsvísindadeild,
Háskóla íslands, júní 1991, nr. 545.
Eirtkur Örn Arnarson, Ph. D., er
yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítal-
ans. Eldri greinar eftir hann í Heil-
brigðismálutn fjalla um svefnleysi
(3/1980), matarvenjur (2/1984), fælni
(3/1984), streitu (3/1985), tímastjórn-
un (3/1987), sjúkrahúsdvöl (2/1989),
koffein (4/1990), lystarstol og lotu-
græðgi (3/1996) og váktavinnu
(2/1997).
HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 31