Heilbrigðismál - 01.03.1999, Síða 33
Rapsolía
Nýr kostur við matargerð
Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur
Nýir og vinsælir réttir ættaðir úr
öðrum heimshomum hafa orðið til
að auka notkun olíu í stað smjörlík-
is hér á landi því víðast hvar utan
Norður-Evrópu og Ameríku er
smjörlíki nær óþekkt í matargerðar-
list. Þar við bætist að heilsunnar
vegna er gjarnan mælt með olíum
í staðinn fyrir smjör eða smjör-
líki, þar sem olíumar hækka ekki
kólesteról í blóði eins og flest önnur
fita.
Ólívuolían hollust?
En olíur eru margar og mismun-
andi að gerð og því vaknar óneitan-
lega sú spurning hvaða olía sé best
og hollust. Margir, þar með taldir
vísindamenn og læknar, hafa sér-
staka trú á hollustu ólívuolíu og
styðjast þar við fjölda rannsókna
sem sýna að með því að nota ólívu-
olíu lækkar LDL-kólesteról (það
vonda) en HDL-kólesteról (það
góða) lækkar ekki að sama skapi.
Olívuolían hefur auk þess þann
ótvíræða kost að það er mikil og
góð reynsla af notkun hennar. Frá
alda öðli hefur ólívuolía verið helsti
fitugjafi meðal Miðjarðarhafsþjóða
I og eru hjartasjúkdómar fátíðir þar
| sem hún er mikið notuð. Þetta á
| ekki síst við í Grikklandi, þar sem
| neysla olíu er meira en hálfur desi-
a lítri á mann á dag, smjörneyslan
Af íslenskum ættum
Rapsolía er unnin úr repjufræjum en
fepja er skyld rófum og fóðurkáli.
Þessi planta hentar vel til ræktunar í
Ranada og þar var þróað það afbrigði
sem nú er notað til vinnslu matarolíu
sem hefur heppilega samsetningu fitu-
sýra. Frumkvöðull rannsóknanna var
Raldur Stefánsson prófessor, en for-
eldrar hans voru íslenskir.
innan við eitt gramm á dag og
smjörlíkisneyslan nánast engin.
Þama er borðuð mikil fita, en hún
er þeirrar gerðar að hún skaðar
ekki æðakerfið.
í ólívuolíu er mikið af einómett-
aðri fitu en lítið af mettaðri fitu og
að flestra dómi er þar fólginn helsti
lykillinn að hollustu olíunnar.
Auk þess er að finna heilsusamleg
andoxunarefni í grænni jómfrúar-
olíu.
í Frakklandi er olíuneyslan hins
vegar nokkuð önnur. Þar er minna
notað af ólívuolíu en þess í stað eru
sojaolía og sólblómaolía ríkjandi
tegundir. Þessar olíur hafa að
geyma meira af fjölómettuðum
fitusýrum sem lækka kólesterólið,
þær hafa meira af E-vítamíni en
ólívuolían og þar er líka sérstök
tegund ómega-3 fitusýru sem hefur
greinileg vemdandi áhrif gegn
hjartasjúkdómum. Allar tegundirn-
ar þrjár, ólívuolía, sojaolía og sól-
blómaolía, eru því hver á sinn hátt
ákjósanlegur fitugjafi, ekki síst fyrir
þá sem vilja halda kólesterólinu í
skefjum.
Rapsolían vinnur á
En nú er ný tegund olíu að ná
vinsældum á markaðnum bæði í
Evrópu og Ameríku. Sú nefnist
rapsolía á íslensku en ýmist canola
eða rape-seed olía á ensku. Rann-
sóknir sýna að þessi olía hefur ekki
síður æskileg áhrif á kólesteról og
gegn hjartasjúkdómum en fyrr-
nefndar tegundir, þar sem hún
sameinar ýmsa kosti ólívuolíu og
sojaolíu, auk þess sem hún hefur
þann ágæta kost að vera tiltölulega
ódýr. Samsetning rapsolíu er
óvenjuleg. Þar er ekki aðeins lítið af
mettaðri fitu og mikið af einómett-
aðri fitu, heldur er þar líka að finna
mun meira af æskilegu fitusýrunni
omega-3 en í nokkurri annarri al-
gengri jurtaolíu. Þessi ágæta olía
fer nú nánast sigurför um Norður-
Evrópu og Ameríku, en af einhverj-
um ástæðum hefur lítið farið fyrir
henni í íslenskum verslunum, enda
hefur hún lítið verið kynnt eða
kostir hennar tíundaðir.
Hins vegar er framleidd fremur
óvenjuleg vara úr rapsolíu hér á
landi, en það er fljótandi smjörlíki,
gert úr óhertri rapsolíu. Þetta
smjörlíki er gjörólíkt öðrum smjör-
líkistegundum sem notaðar eru til
baksturs eða steikinga. Það inni-
heldur lítið af mettaðri fitu og enga
trans-fitu og því er það kjörið fyrir
þá sem hugsa um heilsuna en vilja
nota smjörlíki í stað olíu, til dæmis
í bakstur. Smörlíkið er þykkfljót-
andi og því selt í brúsum en þykkt-
in fæst með því að blanda þykki-
efnum í olíuna í stað þess að herða
fituna eins og um er að ræða í flest-
um öðrum smjörlíkistegundum.
Við herðingu myndast gjarnan
óæskilegar trans-fitusýrur auk
mettaðrar fitu og því er síður mælt
með hertri fitu, sérstaklega ef fólk
er með hækkað kólesteról. Fljótandi
smjörlíki hentar ágætlega í ýmiss
konar bakstur en er ekki ætlað til
að smyrja brauð.
Laufey Steingn'msdóttir er næring-
arfræðingur og forstööumaóur Mann-
eldisráðs.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1999 33