Heilbrigðismál - 01.10.2005, Side 21
TIUNDA HVER KONA FÆR
BRJÓSTAKRABBAMEIN
BRJÓSTAKRABBAMEIN er algengasta
krabbarmeinið hjá konum og er rétt tæplega
30 af hundraði allra krabbameina kvenna á
Islandi. Nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt
á síðustu áratugum. Þó brjóstakrabbamein
greinist aðallega hjá konum þá geta karlmenn
einnig fengið slík æxli. Brjóstakrabbamein hjá
körlum eru um 1 % allra greindra brjóstakrabba-
meina. I lok árs 1987 hófst skipulögð hópleit
að brjóstakrabbameini með brjóstaröntgen-
myndatöku hjá íslenskum konum, 40-69 ára.
Nú eru á lífi tæplega átjánhundruö
íslenskar konur sem greinst hafa
meö brjóstakrabbamein
Þrátt fyrir aukningu í nýgengi hefur dánartíðni
brjóstakrabbameins hjá konum breyst lítið
síðustu hálfa öld. Það er m.a. talið byggjast á
betri meðferð og fyrri greiningu sjúkdómsins.
Tíunda hver kona má búast við því að greinast
með brjóstakrabbamein einhvern tímann
á lífsleiðinni.
Brjóstvefur er gerður úr fjölda mjólkur-
kirtla þar sem móðurmjólkin myndast.
Hver kirtill tengist mjólkurgangakerfi
sem endar I geirvörtunni. Að öðru leyti
er brjóstið gert úr fitu og bandvef.
Vöxtur brjóstkirtlanna er háður næringu
og vaxtarþáttum eins og hormónum
I blóði og er þroska brjóstsins einkum
stjórnað af kynhormóninu östrogeni. Brjósta-
krabbamein byrjar í flestum tilfellum í frumum
I mjólkurgöngunum, en slík æxli geta einnig
komið frá frumum mjólkurkirtlanna eða f
einstaka tilfellum frá öðrum frumum.
LANDFRÆÐILEGUR MUNUR. Brjóstakrabba-
mein er algengast í Norður-Ameríku, Evrópu,
Ástralíu og syðri hluta Suður-Ameríku, en
sjaldgæfara í Asíu og Afríku. Brjóstakrabbamein
er ekki einungis að aukast í Vesturheimi, heldur
einnig t.d. í Japan. Landfræðilegur munur á
nýgengi og rannsóknir á hópum fólks, sem flutt
hafa milli svæða þar sem tíðni er há og svæða þar
sem tfðni er lág, benda til þess að umhverfisáhrif
hafi mun meiri þýðíngu en erfðaþættir fyrir
áhættu einstaklinga á að fá brjóstakrabbamein.
Nýgengi brjóstakrabbameins er mjög svipað hjá
öllum Norðurlandaþjóðunum.
EINKENNI. Hnútur eða fyrirferð í brjósti er
algengasta einkenni brjóstakrabbameins.
Hnúturinn er oft harður eða þéttur og ekki
aumur, en stundum eru eymsli eða sársauki
til staðar. Fæstir hnútar í brjóstum kvenna
á frjósemisaldri eru þó krabbamein, heldur
góðkynja breytingar af ýmsum toga. Önnur
einkenni frá brjóstum, sem geta verið tákn
um krabbamein eru t.d. blóðug útferð eða
graftrarútferð frá geirvörtu. Inndregin húð
eða geirvarta getur verið vfsbending um að
æxli sé til staðar, sem og exemlfkar breytingar
á geirvörtunni eða sár sem ekki grær. Einn
eða fleiri hnútar í handarkrikunum geta verið
tákn um meinvörp í holhandareitlum, en aðrar
ástæður geta líka verið fyrir stækkuðum eitlum
( holhönd.
GREINING. Meinsemd í brjósti uppgötvast
oft fyrst með því að sjúklingur sjálfur finnur
þéttingu eða hnút í brjósti við þreifingu.
Hnútar geta einnig fundist við læknisskoðun
og greina má óþreifanlegar meinsemdir með
myndgreiningu, t.d. röntgenmynd eða ómun
af brjósti. Endanleg greining á því hvort um
brjóstakrabbamein eða góðkynja breytingu er
að ræða fer fram með meinafræðilegri skoðun
vefja- eða frumusýnis frá meininu. Sýnataka úr
meinsemd til greiningar felur í sér að læknir
sogar út frumur með nál eða tekur vefjasýni
úr meininu, sem síðan er rannsakað í smásjá.
Þetta leiðir yfirleitt til nákvæmrar greiningar
og er leiðbeinandi um meðferð. Eftir brottnám
meinsins er gerð rannsókn á vefnum og marg-
víslegir þættir metnir sem geta haft áhrif á
meðferð og horfur sjúklings.
MEÐFERÐ. Meðhöndlun brjóstakrabba-
meins byggir á samvinnu þar sem ýmsir
fagaðilar koma að með mismunandi
sérþekkingu. Yfirleitt er fyrsta meðferð
skurðaðgerð og þá þarf oft að fjarlægja
allt brjóstið ásamt eitlum í holhönd en
stundum er nóg að fjarlægja aðeins
hluta brjóstsins með aðgerð sem nefnist
fleygskurður. Oftast er geislameðferð
þá beitt eftir skurðaðgerð á þann hluta
brjóstsins sem skilinn er eftir, til að draga úr
líkum á endurkomu æxlis. Auk skurðaðgerðar
á brjósti eru yfirleitt fjarlægðir eitlar í holhönd,
annað hvort einn eitill, svokallaður varðeitill,
eða nánast allir eitlar holhandar, til að rannsaka
hvort æxlisfrumur hafi náð að dreifa sér til þeirra
og þetta er einnig talið nauðsynlegt sem hluti
meðferðar. (flestum tilfellum er talið ráðlegt
að gefa eftirmeðferð í þeim tilgangi að minnka
líkur á því að sjúkdómurinn taki sig upp aftur.
NÝGENGI OG DÁNARTÍÐNI BRJÓSTAKRABBAMEINS
100 -----------------------------------------
1959-1963 1964-1968 1969-1973 1974-1978 1979-1983 1984-1988 1989-1993 1994-1998 1999-2003
Greiningarár/dánarár
HORFUR. Því fyrr sem brjóstakrabbamein
greinist, þeim mun betri eru horfur sjúklinganna.
I heildina eru horfur sjúklinga batnandi og hlut-
fallsleg fimm ára lifun er góð eða u.þ.b. 80-
85%.
Grein eftir Jón Gunnlaug Jónasson meina-
fræðing, yfirlækni Krabbameinsskrár Krabba-
meinsfélags (slands og dósent við læknadeild
Háskóla (slands. Að mestu leyti byggt á kafla
í bókinni Krabbamein á Islandi, sem kom út í
tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsskrárinnar
árið 2004. Nánari upplýsingar um efnið má fá
hjá höfundi (jongj@krabb.is).