Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 6
Ómar Óskarsson Ásgeir Theódórs yfirlæknir telur að reynsla Krabbameinsfélagsins af leitarstarfi komi að miklum notum við væntanlega leit að ristilkrabbameini. EKKI EFTIR NEINU AÐ BÍÐA segir Ásgeir Theódórs yfirlæknir um leit að ristilkrabbameini „SKIPULEG LEIT ÁÐ ristilkrabbameini er haf- in í Finnlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Italíu, Póllandi og Tékklandi, auk þess sem Danir og Bretar eru að hugsa um að hefja leit á næsta ári. Mikil umræða fer einnig fram í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir Islendinga," segir Ásgeir Theódórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, sem hefur ásamt öðrum unnið að undirbúningi slíkrar leitar hér á landi. Á síðasta vetri lögðu Drífa Fljartardóttir og fimm aðrir þingmenn fram tillögu til þingsályktunar um að hefja ristil- krabbameinsleit um mitt ár 2006. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi og er búist við að hún verði endurflutt í haust. Ár hvert greinast um 115 ný tilfelli af ristil- krabbameini (krabbameini í ristli og endaþarmi) og eru karlar í meirihluta. Þetta er annað algengasta krabbameinið hjá körlum og hið þriðja hjá konum. Dauðsföll eru um 50 á ári. „Ein helsta ástæða þess að dauðsföllin eru svona mörg er sú að hjá meira en helmingi þeirra sem greinast nú með ristilkrabbamein hefur sjúkdómurinn dreift sér í eitla, aðliggjandi líffæri eða jafnvel önnur líffæri," segir Ásgeir. „Allt sem við gerum til að greina sjúkdóminn á byrjunarstigum, þegar hann er staðbundinn, gjörbreytir batahorfunum." Nefnd á vegum landlæknis lagði til fyrir rúmu ári að hafin yrði skimun þar sem leitað væri að blóði í hægðum á tveggja ára fresti í aldurshópnum 55-70 ára, en rannsóknin er talin einföld, ódýr og hættulaus. Mælt er með ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Þá er hægt að fjarlægja góðkynja sepa og byrjandi illkynja mein. „Þeir sem fara í slíka speglun eiga ekki að þurfa að fara í skimun næstu sjö til tíu árin," segir Ásgeir. I áliti landlæknisnefndarinnar kemur fram að niðurstöður ítarlegra og vandaðra rannsókna bendi eindregið til þess að „með slíkri leit megi fækka dauðsföllum vegna sjúkdómsins um allt að fjórðung". Áhersla er lögð á að leitin verði miðstýrð þannig að boðun, skráning og eftirlit verði á einum stað. Jafnframt hafa komið fram tillögur um samræmda skráningu þeirra sem eru í aukinni áhættu af einhverjum ástæðum svo sem vegna ættgengi eða bólgusjúkdóma í ristli. Hagfræðistofnun Háskóla Islands hefur gert skýrslu um kostnað við ristilkrabbameinsleit og metið ávinning af henni. Landlæknir hefur birt á vefsíðu sinni leiðbeiningar um leit að þessu krabbameini og eftirlit með þeim sem eru í aukinni áhættu. Þangað til leit að ristilkrabbameini hefst geta þeir sem áhuga hafa og komnir eru yfir fimmtugt snúið sér til heilsugæslustöðva eða lyfjabúða til að fá spjöld sem notuð eru til að leita að blóði í hægðum. Einnig getur fólk snúið sér til sérfræðinga f meltingarsjúkdómum varðandi frekari ráðgjöf og skoðun. Mikilvægt er að þeir sem hafa þekkta áhættuþætti séu í reglulegu eftirliti. „Spurningin er ekki hvort heldur hvenær skipulögð ristilkrabbameinsleit hefst," segir Ásgeir Theódórs. „Við Islendingar getum tekið forystu á þessum vettvangi vegna mikillar kunn- áttu og reynslu Krabbameinsfélagsins af leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum, sem fram- kvæmd hefur verið hér á landi í áratugi með einstökum árangri." JR. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR Á LANDSBYGGÐINNI Sjö þjónustumiðstöðvar Krabbameinsfélagsins eru á landsbyggðinni. Þær eru reknar af krabbameinsfélögum á viðkomandi svæðum, með stuðningi frá Krabbameinsfélagi íslands. Akranes: Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, Kirkjubraut 40, 300 Akranesi, sími 431 5115. Starfsmaður er Sigurlína Guðmundsdóttir. Skrifstofan er opin á mánudögum kl. 16-18 og fimmtudögum kl. 12-16. Netfang: akranes@krabbameinsfelagid.is Vefsíða: www.krabb.is/akranes ísafjörður: Krabbameinsfélagið Sigurvon, Sindragötu 11,400 Isafirði, sími 456 5650. Starfsmaður er Ingibjörg Snorradóttir Hagalín. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 10-12 og á fimmtudögum kl. 11-13. Netfang: sigurvon@snerpa.is Vefsíða: www.krabb.is/sigurvon Sauðárkrókur: Krabbameinsfélag Skagafjarðar, Aðalgötu 10 b, 550 Sauðárkróki, sími 453 6030. Starfsmaður er María Reykdal. Skrifstofan eropin á þriðjudögum kl. 11-13 og á fimmtudögum kl. 17-19. Netfang: skagafjordur@krabbameinsfelagid.is Vefsíða: www.krabb.is/skagafjordur Akureyri: Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, sími 461 1470. Starfsmenn eru Þorbjörg Ingvadóttir framkvæmdastjóri og Jóhanna Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur. Skrifstofan er opin frá mánudegi til miðvikudags kl. 16-18. Hjúkrunarfræðingur er til viðtals eftir samkomulagi. Netfang: kaon@est.is Vefsíða: www.krabb.is/akureyri Reyðarfjörður: Krabbameinsfélag Austfjarða og Krabbameinsfélag Austurlands, Brekkugötu 7, 730 Reyðarfirði, sími 474 1530. Starfsmaður er Kristbjörg Sunna Reynisdóttir. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16-18. Netfang: austurland@krabbameinsfelagid.is Vefsíða: www.krabb.is/austur Selfoss: Krabbameinsfélag Árnessýslu, Eyrarvegi 23, 800 Selfossi, sími 482 3301. Starfsmaður er Rannveig Árnadóttir. Skrifstofan er opin frá mánudegi til föstudags kl. 10-12 og á fimmtudögum kl. 13-16. Netfang: sudurland@krabbameinsfelagid.is Vefsíða: www.krabb.is/arnes Keflavík: Krabbameinsfélag Suðurnesja, Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ, sími 421 6363. Starfsmaður er Erna Björnsdóttir. Skrifstofan er opin á miðvikudögum kl. 13-17 og á fimmtudögum kl. 9-13. Netfang: sudurnes@krabbameinsfelagid.is Vefsíða: www.krabb.is/sudurnes 6

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.