Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 33
 UMFERÐARSLYS VEGNA REYKINGA Nú er farið að ræða um það í alvöru vestanhafs að banna reykingar við akstur, eins og tíðkast sums staðar varðandi notkun farsíma, til að draga úr slysahættu. Reykingar ökumanna geta truflað einbeitingu þeirra og skapað mikla hættu á slysum, til dæmis ef þeir missa logandi sígarettu. Einnig eru vaxandi áhyggjur af áhrifum óbeinna reykinga á farþega, ekki síst börn. Þess má geta að íslenskum atvinnu- bifreiðastjórum hefur lengi verið bannað að reykja við akstur og fyrir nokkrum árum voru reykingar bannaðar í leigubifreiðum og hópbifreiðum. STÓRTÓNLEIKAR TIL STYRKTAR SIGURVON Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar komu fram á tónleikum sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði 25. ágúst, til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Þetta voru Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Sign, Davíð Smári, Nine-Elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Kynnir var Steinn Ármann Magnússon leikari. Að sögn Bæjarins besta, bb.is, var mikið lagt í tónleikana og meðal annars settur upp Ijósabúnaður sem vegur 1200 kg, en það er stærsta Ijósakerfi sem notað hefur verið á Vestfjörðum. Sá sem skipulagði tónleikana var Gunnar Atli Gunnarsson, tæplega sautján ára ísfirðingur. LJÓSABEKKJUM VÍÐA ÚTHÝST Nú hafa sveitarstjórnir í Álftanesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Skagafirði ákveðið að hætta að bjóða Ijósböð í Ijósabekkjum í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Þetta hefur meðal annars verið gert að frumkvæði krabbameinsfélaga á viðkomandi svæðum. Tíðni húðkrabbameins hér á landi hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og er það meðal annars rakið til aukinnar Ijósabekkjanotkunar. Því hafa opinberir aðilar verið hvattir til að grípa til ráðstafana sem í þeirra valdi standa til að sýna gott fordæmi og bregðast við ábendingum frá húðlæknum og öðrum. ALDREI FLEIRI HÁALDRAÐIR Um síðustu áramót voru á lífi 38 íslendingar 100 ára og eldri, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á þessu ári hafa tvær konur náð 108 ára aldri, Guðfinna Einarsdóttir í Reykjavík og Sólveig Pálsdóttir í Austur- Skaftafellssýslu. Áður hafði aðeins ein kona náð svo háum aldri hér á landi, Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi, sem lifði í 108 ár og 45 daga. Metið á hins vegar Guðrún Björnsdóttir, sem fædd var í Vopnafirði og flutti fimm ára til Kanada. Þegar hún lést þar, fyrir sjö árum, var hún 109 ára og 310 daga. TIL BÓTA? Meðallegutími á bandarískum sjúkrahúsum styttist úr 20 dögum í 12 daga frá 1994 til 2001. Á sama árabili jókst hlutfall þeirra sem létust þremur til sex mánuðum eftir útskrift úr 0,9% í 4,7%. HEILSUMOLAR

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.