Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Blaðsíða 26
LÍFSHÆTTIR OG HEILSUFAR Þótt heilbrigðisvísindi hafi tekið stórstígum framförum á ýmsum sviðum á síðustu áratugum eru margar erfiðar gátur óleystar. Orsakir ýmissa sjúkdóma eru óþekktar og greining alvarlegs meins er enn sem fyrr mikið áfall fyrir þann sem fyrir verður. Ekki er alltaf á vísan að róa með batann. Árið 1996 birtist í fylgiriti við Cancer Causes & Control ítarleg skýrsla um áhættuþætti og forvarnir gegn krabbameinum. Höfundar voru vísindamenn í Harvard sem nutu fulltingis sér- fræðinga hvaðanæva að úr Bandaríkjunum. Hópurinn fékk það verkefni að kanna hvað vitað væri um orsakir krabbameina og hvaða forvamir væru vænlegastar. Þetta var gert í þeirri vissu að forvarnir gætu komið í veg fyrir að krabbamein myndaðist og þannig skipt sköpum. I skýrslunni segir að til þess að árangur náist verði að upplýsa fólk um áhættuþætti og hvað það geti gert sjálft til að draga úr líkum á að fá krabbamein. Niðurstaðan var að unnt sé að koma í veg fyrir margar tegundir krabbameina og höfundarnir telja reyndar að nærri tvo þriðju dauðsfalla vegna krabbameina í Bandaríkjunum megi rekja til tóbaksnotkunar, óhollrar fæðu, offitu og hreyfingarleysis. Full ástæða sé því til að hvetja fólk til að varast reykingar, borða holla fæðu, hreyfa sig, varast sólböð og fara reglulega í krabbameinsskoðun. I skýrslu Harvardhópsins segir að almenn vitneskja um að unnt sé að koma í veg fyrir krabbamein mundi valda byltingu í hugsunar- hætti fólks. Menn hafi einblínt á meðferð í lækningaskyni en minni áhersla sé lögð á forvarnir, sem þó mundu skila miklu. Það er áhugavert að skoða lista Harvards- hópsins yfir helstu áhættuþætti krabbameina og vægi þeirra að mati hópsins. Tóbaksnotkun er talin eiga sök á 30% dauðsfalla vegna krabbameina, mataræði/offita fullorðinna 30%, hreyfingarleysi 5%, vinna 5%, fjölskyldu- saga 5%, veirur eða aðrir líffræðilegir skað- valdar 5% og ofeldi fósturs í móðurkviði og nýbura 5%. Önnur atriði svo sem þættir tengdir frjósemisskeiði og barneignum, áfengi, þjóðfélagsstaða, mengun í umhverfi, geislun, útfjólubláir geislar o.fl. eru talin hafa minna vægi. Listinn vekur m.a. spurningar um hvort lögð hafi verið of mikil áhersla á þátt erfða í tilurð krabbameina. Sú umræða kann að leiða til þess að fólki finnist það sjálft geti Ktið að gert. I umræðum um heilsufar koma oft upp dæmi um Jón og Gunnu sem reyktu eins og strompar en náðu samt háum aldri. Því er til að svara að augljóst er að sumir þola það sem öðrum verður að fjörtjóni. Rannsóknir í heilbrigðisfræðum eru oftast á hópum og talað er um líkur út frá niðurstöðum sem þannig eru fengnar. Margt bendir einnig til að líffræðin, lífshættir og umhverfi spili saman, þannig að Jóni leyfist ekki það sem séra Jón kemst upp með. MISMUNUR EFTIR STARFSHÓPUM Vitneskjan um tengsl krabbameina og starfa er ekki ný af nálinni. Italski læknirinn Ramazzini, sem gaf út fyrstu bókina um atvinnusjúkdóma árið 1700 og kallaður hefur verið faðir vinnu- verndarinnar, kom auga á ýmis slík tengsl sem sannast hafa slðar meir. Þótt tiltekin krabbamein séu algengari hjá tilteknum starfshópum er ekki þar með sagt að vinnunni sjálfri sé um að kenna. Starf manna er á hinn bóginn oft á tíðum vísbending um lífshætti hópa. 26

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.