Heilbrigðismál - 01.10.2005, Side 15

Heilbrigðismál - 01.10.2005, Side 15
Tómas Jónasson .. EKNI UM BRJÓSTA- KRABBAMEIN SAMHJÁLP KVENNA ESTÉE LAUDER KRABBAMEINSFÉLAGID FJÖLMIÐLAR. Sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðv- ar og dagblöð hafa ætíð vakið athygli á átakinu og birt myndir af mannvirkjum sem hafa verið lýst upp. Tímaritið Vikan hefur síðan 2002 helgað eitt októberblað brjóstakrabbameini, birt upplýsing- ar um sjúkdóminn og viðtöl við sjúklinga og aðstandendur. I október 2004 sýndu sjónvarpsstöðvar, án þess að taka greiðslu fyrir, nýtt myndband þar sem konur eru hvattar til að bera heilsu sína fyrir brjósti. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjósta- krabbamein og árveknisátakið hafa verið bitar á vefsíðum svo sem Doktor.is og Femin.is og haustið 2004 var opnuð sérstök vefsíða um átakið: bleikaslaufan.is. HVATNING. Árveknisátakið felst ekki síst I því að vekja athygli á þessum sjúkdómi, sem tíunda hver kona á íslandi greinist með einhvern tíma á lífsleiðinni, fræða um hann og hvetja konur til að sýna árvekni um eigin brjóst og nýta sér boð LeitarstöðvarKrabbameinsfélagsinsumröntgen- myndatöku. Konurnar hafa brugðist vel við, þvi að óvenju góð aðsókn er alltaf í október. UNDIRBÚNINGSNEFND. ( nefnd sem undir- býr átakið hverju sinni eru fulltrúar frá Artica, Krabbameinsfélagi Islands (almannatengslasviði, leitarsviði og fjáröflunarsviði), Krabbameins- félagi Reykjavíkur (fræðslu) og Samhjálp kvenna. JR. BLEIKU SLAUFUNNI HEFUR VERIÐ VEL TEKIÐ HJÓNIN Guðlaugur Kristmanns og Eva Krist- manns, sem reka heildverslunina Artica, eru með umboð á Islandi fyrir snyrtivörur frá Estée Lauder. Þau hafa haft mikil samskípti við danska umboðsmenn þessara snyrtivara og fylgdust með viðbrögðum Dana þegar bleika slaufan var kynnt þar í október 1999 með sölu á leðurhönskum til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Árið eftir ákváðu þau að leita samstarfs við Krabbameinsfélagið um árveknisátak hér á landi. „Okkur var strax tekið mjög vel," segir Guðlaugur. I samvinnu við starfsmenn félagsins og forsvarkonur Samhjálpar kvenna var farið að fræða um sjúkdóminn og selja hluti til styrktar baráttunni, einkum þar sem snyrtivörur voru seldar. „Fyrsta árið var skilningur verslunar- oigenda lítill en strax næsta ár var mun auðveldara að fá þá til liðs við verkefnið," segir Eva og Guðlaugur bætir við að nú sækist fólk eftir þvi að leggja þessu átaki lið. Eigendur Artica, Eva Kristmanns og Guðlaugur Kristmanns, ásamt Maríu Cristinu dóttur sinni. Myndin var tekin þegar kveikt var á bleikri lýsingu á Hallgrímskirkju fyrir fjórum árum. FHaustið 2000 birtust myndir I íslenskum blöðum af Skakka turninum í Pisa, lýstum upp í bleikum lit I tilefni af átaki Estée Lauder. Ákveðið var að gera eitthvað svipað hér og Krabbameinsfélagið fékk Orkuveitu Reykjavíkur til samstarfs I október 2001 þegar Hallgrímskirkja var lýst bleik I nokkra daga. Síðan hafa önnur mannvirki orðið fyrir valinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. „Þetta hefur ekki farið fram hjá neinum og nú vita allir fyrir hvað átakið stendur," segir Guðlaugur Kristmanns. Þau hjónin vilja koma á framfæri þakklæti til verslunarfólks og annarra sem hafa aðstoðað við að safna peningum til margvíslegra verkefna í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Ásíðustu fimm árum hafa safnast samanlagt um fimm milljónir króna. JR. 15

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.