Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Side 20

Alþýðumaðurinn - 21.12.1987, Side 20
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Blaðstjórn: Oskar Alfreðsson. Haraldur Helgason. Jórunn Sæmundsdottir Kaldbakur f jólaskapi: Stéttabarátta jólasveina Ein er sú starfsstétt sem sjónir manna beinast mjög að þessa dagana. Þetta eru auðvitað jótasveinarnir sem þessa dag- ana storma nú til byggða einn af öðrum, jafn ómissandi fyrir hver jól og kirkjukórarnir eða laufabrauðið. Jólasveinar eiga sér líkt og aðrir starfshópar í þjóðfélag- inu, sitt stéttarfélag, og það þótt þeir tilheyri nú einni og sömu fjölskyldunni, og nýver- ið barst Kaldbak í hendur ályktun sem aðalfundur þess samþykkti með öllum greidd- um atkvæðum gegn engu eins og vera ber í hverju almenni- legu stéttarfélagi, og gagn- stætt því sem almennt gengur og gerist ( stéttarfélögum svona yfirleitt, þá var þessi aðalfundur fjölsóttur. í þessari ályktun segir meðal annars: „Aðalfundur i stéttarfélagi Jólasveina, sem haldinn var á Miðhálendinu í byrjum desem- bermánaðar 1987, lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri skerðingu og þeim breytingum sem eru að verða á verksviði jólasveina hin síðari ár. Fyrir nokkrum árum var okkur þannig ætlað að fara að dæmi útlendra Sankti-Kláusa og setja sælgætismola í skó krakkanna, og það jafnvel áður en okkar lögskipaða vertíð byrjaði. Nú aftur á móti er svo að skilja, að við eigum alls ekki að láta neitt sælgæti í skóna, heldur einhverja pappamiða frá Háskólanum. Og það er ekki nóg með að verið sé að troða okkur inn í þetta Sankti- Kláusarhlutverk, heldur er jafnvel búið að klína á okkur Sankti-Kláusarnafninu í að minnsta kosti einum texta við jólalag á íslenskri plötu. Þá mótmælum við harðlega þeirri samkeppni sem við verðum að standa í við allskyns aðila, til að mynda þessar sextíu og þrjár persónur sem sitja í hús- inu með danska skjaldarmerk- ið við Austurvöllinn i Reykja- vík. Við hljótum að fara þess á leit, að starf okkar verði lög- verndað, eins og öll önnur störf í þjóðfélaginu eru að verða, og að okkur verði séð eins og öllum öðrum fyrir þeirri símenntun sem gerir okkur kleift að aðlagast nýjum tímum, svo við megum verða sannir jólasveinar á upplýs- ingaöld. Þá förum við þess á leit að taxtar okkar verði sam- ræmdir svo hinir og þessir spéfuglar hætti að stunda yfir- boð í okkar nafni.“ Það má vissulega taka undir margt í þessari ályktun þeirra jólasveinanna. Jólasiðir ýmsir hafa tekið svo miklum og margvíslegum breytingum hin síðari ár, að það getur reynst erfitt fyrir roskna og ráðsetta jólasveina að fylgjast með, enda upplýsingaþjóðfélagið ekki orðið sérlega þróað inni á hálendinu. Vitanlega taka jólasiðir breytingum í takt við aðrar breytingar sem á aldarfari verða, en á stundum hefur þjóðinni nú heldur brösulega tekist að tileinka sér hina nýju og oftast innfluttu jólasiði. Þannig misskildu menn nú jólaglöggið alveg herfilega, og töldu það aðeins góða afsök- un fyrir því að „detta í það“ mitt í jólaösinni, sem aftur hef- ur svo skapað vandræði sem leitt hafa til þess að farið er að reka fyrir því áróður að jóla- glöggið skuli vera óáfengt sem vitaskuid er della líka, því auð- vitað eru það hin mildu, verm- andi áhrif rauðvínsins, blönd- uð saman við piparkryddið sem gera glöggið svo þægi- legt, hið sama gildir um hið náskylda spánska Sangría, það er ekki til að verða ölvaður af heldur verma... En á móti öllum þessum misjöfnu innfluttu jólasiðum standa okkar gömlu og góðu jólasveinar og vernda þjóðleg- ar jólahefðir ásamt með þeim foreldrum sínum Grýlu og Leppalúða. Það er því fyllilega í anda íslenskrar þjóðernis- baráttu, að störf þeirra verði metin og virt sem skyldi. Nóg er að hafa klætt þá í föt Sankta-Kláusanna, þó ekki sé nú farið að ganga lengra og gefast upp fyrir þeim, þó svo vopnaðir séu Laser Taag eða öðrum vopnum tölvualdar. ÞýVLS- MÁnuf- 6KIPI SShZT" 0§77J» 2.L IZ. P^TKWJjl —■5> KtfnA-' CrUÍ> 50 ViMtXJt OT/N- «©* AHNCt frÖTC* V&SK1 » z f—? IT ÁTLÍ ate- ► TOb 4- CEsnC RCfeN toGMAt •i tiAias 9 ETue 4LLT HMP i-Ov<A 1«. « * \ »k->T ; ► 4 STÍH& LB.Í&UL HilT** ir UM TUSKH I J 9, RUnv*A V % M m 2251 » FEðTlC —/— íjj Ý ' > "" V is: 6. mi ÞesVi 1. V ' 3T4lX>- G*FT ■> , « Zl i?. Vc- 21. 22. y i 1'oÚkiZ 5SS2 L P«'A 4- T ICOMU VoLA t>jjrgW r7.T»»ifr -3» —V— \/ ff SEWH L/tTf HEft 4 6PUM m (jUíbi gMl>/ i Ib H.'oÓKÍi 5. H BM r*r ARVArA - 3. y JOKUL fA(k i T . í L 0' 25: (KffUE 'tu. ****■ ‘uAt n ■ X T r % NÍV ATHUCA StTÖ* LEi'ict' : 8. w & 1 V v SPUKN 2.óúiaé —\r Ke'iHA LE i‘Ð a 4 za ii. i 1 10 s L Á ■' 2 2 C e.’Ns* BiNS iTÚt ZL «1 * Tölustafirnir frá 1-29 mynda setningu og nægir að senda hana inn sem lausn. Veitt verða þrenn verðlaun að upphæð kr. 3000, 2.500 og 2000. Lausnir þurfa að hafa borist fyrir 20. janúar 1988. Utanáskriftin er: Alþýðumaðurinn „Jóla- krossgáta“ pósthólf 356, 602 Akureyri.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.