Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 3
Vextimir og SIS Framkvæmdarstjóri S.Í.S. sést varla svo á skjá sjónvarpsins að hann krefjist ekki gengisfellingar og lækkunar vaxta. Óskin um gengisfellingu sprettur af því að stór hluti af útflutningsvörum S.Í.S. er fiskur til U.S. A. og vör- ur til annara landa seldar í dollur- um. Þeir útflutningsaðilar sem selja á Evrópumarkaði fyrir Evrópu- gjaldmiðil kvarta ekki því að sá gjaldmiðill hefur hækkað í verði og sú hækkun mætt auknum innanlandskostnaði. Dollarinn er ekki lengur það akkeri sem hann var fyrir nokkrum árum og jafn skólaðir bisnessmenn og forstjór- ar S.Í.S., hljóta að sjá það. Fyrir um 5 árum þegar ríkis- skuldabréf voru á markaði, bundin til þríggja ára með 4% raunvöxtum, bauð S.Í.S. út skuldabréfalán til 3 ára með 5% raunvöxtum en afföllum, sem í raun gaf um 11% raunvexti. Á þessum tíma höfðu menn ekki heyrt nefnda svona háa raun- vexti, en í kjölfar S.Í.S. kom óskabarnið Eimskip og fleiri stór- fyrirtæki. Ekki er ætlast til að almenning- ur ávaxti sitt sparifé í þessum skuldabréfum, því yfirleitt eru upphæðirnar, sem hvert bréf ber, of háar og binditími of Iangur. Skuldabréf ríkissjóðs eru því besti og tryggasti kosturinn fyrir hinn almenna sparifjáreiganda, á meðan vextir á sparifé eru ýmist neikvæðir eða mjög lágir. Sparifjáreigendur sætta sig ekki lengur við að láta braskar- ana ráðskast með spariféð og skila ekki aftur nema broti af því sem þeir hafa fengið lánað. Pað er liðin tíð. Mikil var reiðin hjá S.Í.S. og L.Í.Ú. veldinu þegar Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra ákvað að hvorugur þessara aðila fengi Útvegsbankann á þeim kjörum sem fyrrverandi ríkisstjórn, ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar, hafði ákveðið. Nú er stefnt að því að almenningur þ.e. spari- fjáreigendur geti keypt hlut í þessum banka og óneitanlega eiga sparifjáreigendur frekar að eiga banka en skuldarar. Í.Á. Kaldbakur: Aumingja krónan Það blæs ekkert sérlega byr- lega fyrir blessaðri, elsku krónunni okkar þessa dag- ana. Það kemur varla sá fréttatími í Ijósvakamiðlun- um, hvort sem þeir lúta nú yfirstjórn Ingu Jónu eða Davíðs Schevings, að ekki sé leiddur fram einhver aðili til að lýsa því yfir að krónan sé allt of hátt skráð, ja, eða þá að hún sé þegar fallin, og að best sé fyrir alla að viður- kenna það strax. Og vita- skuld hafði Göbbels sálugi töluvert til síns máls þegar hann sagði, að lygin yrði að sannleika væri hún endurtek- in nógu oft. Ef krónan er nógu oft fallin eða of hátt skrifuð skráð t sjónvarpi þá verður hún vitaskuld innan skamms allt of hátt skráð úti í þjóðfélaginu. Vitanlega verður ekki fram hjá því gengið, að ýmsar greinar útflutnings okkar standa tæpt, sumpart vegna kostnaðarhækkana innan- lands sem er sjálfskaparvíti og sumpart vegna þess að Reagansstjórnin hefur misst öll tök á dollaranum vegna fjárlagahalla sem að miklu leyti stafar af gríðarlegum fjáraustri til vígbúnaðar, og jafnvel stuðningi við eitur- lyfjasala með pólitík að yfir- varpi, sem er ekki okkar höf- uðverkur, og það kann að vera að við neyðumst til að aðlaga gengi krónunnar þessum aðstæðum, en slíkt verður aó gerast í tengslum við miklu víðtækari efna- hagsaðgerðir og kjarasamn- inga sem hafa það að leiðar- Ijósi að bæta kjör þeirra sem ekki nutu góðærisveislunnar, og þar af leiðandi eru ekki haldnir timburmönnum vegna hennar. Og þeir eru fleiri en margur hyggur. En það eru ekki svona aðgerðir sem þeir eru að biðja um sem hæst góla nú í fjölmiðlunum, heldur flata kaupmáttarrýrnum jafnt fyrir forritarann og torstjórann sem fiskverkunarkonuna og roskinn iðnverkamanninn, rétt eina „íslenska" gengis- fellinguna ennþá, ásamt til- heyrandi verðbólgu. Við skulum aðeins hug- leiða það hverjir kunna að græða á slíkri „íslenskri“ gengisfellingu. Það eru ekki útflutningsatvinnuvegirnir nema til mjög skamms tíma, jafnvel aðeins nokkurra daga, vegna þess að við gengisfellingu hækkar fyrst alllur erlendur kosttnaður svo sem olía, þvi ekki mun ætlast til að olíufélögin og eigendur þeirra taki á sig skellinn, enda sumir í lykil- stöðum jafnvel hjá Seðla- bankanum. Einnig hækkar hráefniskostnaður, og inn- lendur kostnaður svo sem vextir hækkar síðar. Fleiri krónur koma í kassann en þær eru verðminni. Innlendur samkeppnisiðnaður verður mjög fljótt að hækka verð sitt til neytenda, og kjaraskerð- ingin hjá almenningi veldur lika samdrætti. Við erum komin inn í vítahring sem all- ir þekkja af beiskri reynslu. En þeir eru auðvitað til sem græða vel á þessarri hringa- vitleysu, og meðal þeirra eru einmitt ýmsir sem hátt hafa hrópað á úlfinn. Þar má fyrst og fremst nefna menn er hafa greiðan aðgang að gjald- eyri, því auðvelt er að skipta milli mynta eftir ástandi alþjóðlegra gjaldeyrismark- aða. Þannig geta til að mynda þeir sem verulegar tekjur hafa af hermangi skipt dollur- um sínum í evrópugjald- miðla, og væru nú ósköp grunnhyggnir ef þeir hefðu ekki gert það. Gott ef Víg- lundur Þorsteinsson er ekki í þessu. Það er eins og mann minni að hann hafi ólmur vilj- að komast í hermangið í Bol- ungarvík síðastliðið sumar, eða var það keppinauturinn Halldór Jónsson hjá Aðal- verktökum. Þá má einnig nefna sem aðila er á þessu hagnast, ferðaskrifstofur sem fá að hækka þjónustu sína allt til brottfarardags farþeganna, þó svo þær séu oft búnar að greiða þessa þjónustu fyrir löngu, jafnvel ár fram i tímann i vissum til- vikum. Flugfélögin fá að hækka millilandafargjöldin strax, jafnvel afturvirkt svo þau skaðast ekki, og að sjálf- sögðu einnig innanlandsfar- gjöldin sem kemur sér illa fyrir landsbyggðina í mið- stýrðu og stóru landi. Heild- salar, og braskarar af ýmsu tagi fitna einnig mjög oft á gengisfellingum, til að mynda bílasalar, og í heildina virðist það frekar vera Reykjavík en landsbyggðin sem græðir á þessum „ís- lensku" gengisfellingum, þó svo oft sé annað látið í veðri vaka, einfaldlega vegna þess að framfærsla landsbyggðar- innar þyngist með kostnaðar- hækkunum sem verða svo sem hækkun verðs á olíuvör- um og hækkun á flutnings- og fargjaldakostnaði sem einnig bitnar á fyrirtækjunum þegar til lengri tíma er litið. Víglundur Þorsteinsson sagði á dögunum í fjölmiðl- um, að nú þyrfti kaupmáttur- inn að rýrna. Hann er reyndar búinn að segja þetta síðan í haust. Að hann og aðrir þeir eignamenn sem grætt hafa á þenslunni gangi á undan með góðu fordæmi og rýri eigin kaupmátt hlutfallslega til jafns við aðra, til að mynda með því að gerast verkamað- ur hjá BM Vallá. Þá er ef til vill veik von til þess að hægt verði að takast á af festu við þau vandamál sem við blasa. Meðal annars fella gengið þannig að það verði að gagni fyrir útflutninginn en ekki milliliði og braskara eins og nú er. Gæslumenn Kristnesspítali óskar að ráða gæslumenn til starfa á hjúkrunardeild sem fyrst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-31100. Kristnesspítali. A söluskrá: Skálagerði: Einbýlishús á tveimur hæðum, samtals um 280 fm. Brekkugata: 3ja herb. íbúð, sér inngangur. Smáarhlíð: 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Norðurgata: 3ja herb. risíbúð sérinngangur. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Til sölu er verslun í Hafnarstræti húsnæði, nafn og lager. Strandgata 19 neðri hæð: Hentar vel sem verslunar- húsnæði eða sem aðsetur fyrir félagasamtök. Ránargata: 4ra herb. efri hæð í tvíbýlishúsi, ástand gott. Bakkahlíð: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals um 300 fm, mjög gott hús. Eyrarlandsvegur: 130 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Skipti á minni húseign. Reykjasíða: Rúmlega fokhelt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, skipti? Skarðshlíð: Lítil 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, afh. samkomulag. Draupnisgata: 100 fm iðnaðarhúsnæði. Einholt: 140 fm raðhúsaíbúð á tveimur hæðum. Hólabraut: 3ja herb. efri hæð í tvíbýlishúsi. Til sölu lítið fjölskyldufyrirtæki. Verslunar- eða iðnaðarhúsnæði til sölu í miðbænum ca. 230 fm. Höfum kaupanda að 4ra herb. raðhúsaíbúð með bílskúr, útborgun á árinu fyrir rétta íbúð. Símsvari tekur við skilaboðum allan sól- arhringinn. Athugið lengdan opnunartíma kl. 1-3 og 5-7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður Heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21B78 Utsata 20-50% afsláttur Leðurfingravettlingar: stærðir 7-9 Áður kr. 1.248.-, nú kr. 620.- Barnaflauelsbuxur: Áður kr. 998.-, nú kr. 495.- Barnastakkar: Áður kr. 1.798.-, nú kr. 899.- Barnastakkar: Áður kr. 1.290.-, nú kr. 645.- Barnagallabuxur: Áður kr. 770.-, nú kr. 385.- Barnajoggingpeysur: Áður kr. 695.-, nú kr. 345.- Barnajogginggallar: Áður kr. 1.030.-, nú kr. 515.- Þetta er aðeins smábrot af því sem er á útsölunni EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 - Simi 22275

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.