Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4
Leiklist Ur þjóðar- sálinni Leikfélag Akureyrar: Piltur og stúlka. Leikgerð og tónlist: Emil Thoroddsen byggt á skáldsögu ións Thoroddsens. Leikmynd og búningar: Örn Ingi. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlistarstjórn: Jón Hlöðver Áskelsson. Lcikstjóri: Borgar Garðarsson. Skáldsaga Jóns Þórðarsonar Thoroddsen „Piltur og stúlka“, var allt þar til fyrir aðeins fáein- um vikum álitin fyrsta íslenska skáldsagan í nútímamerkingu þess orðs, og þetta lærði maður í bókmenntasögunni sinni í menntaskóla, en ekkert annað. Nú hefur þessu verið hnekkt, en því á maður einhvernveginn svo bágt með að trúa, einfaldlega sakir þess sess sem þessi róman- tíska raunsæissaga úr íslenskri sveit, úr íslenskri þjóðarsál skip- ar í huga hvers íslendings. Svo sem við mátti næstum búast leið ekki á löngu frá því sagan kom fyrst úr árið 1850, þar til reynt var að gera eftir henni sviðsverk, svo sem leikrit það sem sýnt var á Akureyri árið 1862 og nefndist Búrfellsbiðillinn. Og alls munu leikgerðir sögunnar hafa orðið að minnsta kosti fimm. En það er fyrst árið 1934 sem leikgerð þessarar sögu nær að „slá i gegn“, en þar var að verki sonarsonur söguhöfundar, og hefur síðan ekki verið reynt að gera nýja leikgerð eftir þess- arri sögu. Það eru sjálfsagt margar ástæð- ur fyrir því að einmitt þessi leik- gerð Emils Thoroddsens hefur náð að festast í sessi umfram hin- ar fjórar. Pað er þannig alls ekki svo einfalt mál að setja þessa margslungnu og stundum allt að því langlokukenndu sögu á svið án þess að úr verði margra klukkustunda endaleysa. Petta hefur þó höfundi merkilega vel tekist, þökk sé oft á tíðum skemmtilegri persónusköpun, og ekki síst tónlistinni sem vafalítið hefur átt sinn þátt í vinsældum verksins Sígildar, melódískar flugur sem hvert mannsbarn kann og hefur unun af. Ekki er þetta ágæta og vinsæla leikhús- verk þó með öllu gallalaust. Margar af persónunum eru dálít- ið ýktar, og töluvert „svartar" og „hvítar" ekki ólíkt því sem gerist í bandarískum framhaldsþáttum á borð við Dallas, og annað svo- lítið Dallaslegt er hinn langloku- kenndi síðari hluti sem samt er Úr sýningu Leikfélags Akureyrar. svo endaslappur að Kaninn hefði án efa eki staðist freistinguna, að búa til framhald með enn nýjum og óvæntum raunum fyrir elskendurna, að sjálfsögðu með dyggri hjálp Gróu og Möllers kaupmanns. Úr þessu hráefni hefur Borgar Garðarsson skapað sýningu sem í flestu fer troðnar slóðir. Hér er þó undanskilin leikmynd Arnar Inga sem ásamt góðri og áhrifa- mikilli lýsingu Ingvars Björns- sonar skapar vissa umgjörð tíma- leysis utan um sýninguna, en þar sem allt annað til að mynda bún- ingarnir, er í raunsæislegum nítj- ándu aldar stíl, þá finnst manni dæmið ekki fyllilega ganga upp, sem ef til vill er miður, því margt í þessu verki á fyllsta erindi við okkur í dag, til að mynda ádeilan á undirlægjuhátt okkar gagnvart erlendum áhrifum án nauðsyn- Guðmundur Einarsson: Var sjálfselskan að sigra? Öll eigum við vini eða skyldfólk sem ekki getur af eigin rammleik olnbogað sig að allsnægtarborð- inu. Við teljum það aðalsmerki siðmenntunar að þeim sé engu að síður tryggð hlutdeild í gæðunum og hamingjusamt líf. Pess vegna hefur íslenska þjóðin byggt upp félagskerfi sitt og þess vegna greiðum við skatta. A síðustu árum höfum við átt bestu góðæri íslandssögunnar og velferðarþjónustan hefði því átt að blómstra. Staðreyndin var þó sú að aldrei gekk verr að afla fjár til þessara verkefna. Ríkissjóður réði aðeins við brýnustu verkefn- in og safnaði stórskuldum á feitu árunum. Var ástæðan sú að sjálfselskan væri að sigra, eða voru aðferðirn- ar ónýtar? Seinni skýringin er sú rétta. Allt tekjuöflunarkerfi ríkisins var ónýtt. Tollabáknið var dýrt, úrelt og flókið. Söluskattskerfið var uppspretta misferlis og tekju- skatturinn var undirrót ójöfnuðar og tortryggni. Gegn þess hefur nú verið ráðist. Alþýðubandalagið - bormenn íslands Um langt árabil hafa allir verið sammála um að skattakerfið væri í rúst. Þegar loks er nú tekið á málunum, vill stjórnarandstaðan ríghalda í þetta spillta kerfi og úthrópar breytingarnar, án þcss að hafa nokkuð uppbyggilegt til málanna að leggja. Það er ekki hægt að fylgjast með skilum á söluskatti nema með því að fækka undanþágum. Pað er heldur ekki hægt að tryggja réttláta álagningu tekju- skatts nema að einfalda hann. Á síðustu árum hafa stjórnmála- menn og þrýstihópar stöðugt bor- að fleiri göt á skattakerfið. Möguleikar til skattsvika hafa stóraukist. Þetta vilja þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki leið- rétta. Þeir vilja bora fleiri göt, enda hefur það verið eina fram- lagið frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins til skattamála í mörg ár. Þeir eru bormenn íslenska skattakerfisins. Norðurlönd skattleggja matvæli Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að skattaálagning á mat væri vond jafnaðarstefna og nán- ast séríslenskt fyrirbæri. I Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð hafa jafnaðarmenn lengst af farið með völd. í þessum löndum er virðis- „Peir sem neita að taka þátt í að stoppa upp í götin og fylla upp í smugurnar eru e.t.v. óafvitandi að gæta hagsmuna svik- aranna. “ aukaskattur á matvæli með einu skatthlutfalli. Hann er 22% í Danmörku, 23,5% í Svíþjóð og 20% í Noregi. Sænska fjármálaráðuneytið og verkalýðshreyfingin létu nefnd kanna hvort Svíar ættu að fella niður þennan skatt. Niðurstaðan varð sú að slíkt yrði til tjóns fyrir barnafjölskyldur og láglauna- hópa, en hinir betur settu myndu græða. Sænskir jafnaðarmenn vildu ekki auka ójöfnuð og fjölga smugum sem eru gróðrarstía undandráttar og skattsvika. Það var niðurstaða heiðarlegra félags- hyggjumanna. Þetta ættu svo- kölluð félagshyggjuöfl í stjórnar- andstöðu á íslandi að athuga. Hverjir gæta hagsmuna skattsvikaranna? Þeir sem svíkja undan skatti þekkjast ekki á götu. Þeir senda börnin sín í skóla eins og hinir og þeir leggjast á spítala eins og hinir. En þeir borga ekki sinn skerf. Það er ekki sjálfsbjargar- viðleitni að svíkja undan skatti. Það er siðleysi. Það er skylda stjórnmála- manna að setja réttlátar reglur um skatta og það er líka skylda þeirra að sjá um að hægt sé að fylgja þeim reglum eftir. Þeir sem neita að taka þátt í að stoppa upp í götin og fylla upp í smugurnar eru e.t.v. óafvitandi að gæta hagsmuna svikaranna. Skattabyltingin betra yfirlit Breytingarnar hafa verið stór- kostlegar. Staðgreiðsla tekju- skatts og útsvars tóku gildi um áramót. Álagning tekjuskatts er mun einfaldari en áður og eftirlit verður betra.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.