Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 04.02.1988, Blaðsíða 7
Hornrekupistill... Þegar hringt var í mig og ég beö- in að skrifa einhvern pistil fyrir Alþýðumanninn lofaði ég því einu að skamma þann sem vísað hafði á mig. Þetta gerði ég svo en hann hló bara og sagði mér að fara að setja eitthvað saman. Ég gæti það alveg þó mér fyndist annað. Áramót eru tfmi uppgjörs. Þau eru einnig sá áfangi þegar menn líta um öxl og gá að því sem gert var eða látið ógert. Mörgum eru þau stund heitstrenginga. Pétur ætlar að hætta að reykja, - Pálína fer í megrun. Nemandinn lofar að taka sig á, á næstu önn. Veðurguðirnir eru jafnvel með í leiknum. Litu þeir kannski ekki um öxl og sáu að þessi skratti dugði ekki? Þó maður skydli ætla að hlýindi væru hagstæð þjóð sem býr á okkar breiddargráðu er það nú öðru nær. - Er það ekki ein- mitt þess vegna sem dilkarnir sem nú eru kallaðir fjallalömb, þó þeir gangi undir mæðrum sínum, koma alltof feitir af fjalli? Allir upplýstir menn vita að vænt fé er lífshættulegt bæði eigendum sínum, þjóðfélaginu og ekki síst þeim sem eiga að éta það. Eða er ekki svo? Ég legg til að bændur hætti að láta lömbin ganga undir ánum sumarlangt. Þeir gætu t.d. tekið fráfærur upp að nýju. Þá fengi neytandinn a.m.k. ekta fjallalamb. „Hallarkóngarnir" kvarta und- an nísku hinna mennsku máttar- valda. Ekki fæst nóg fé til að leiðbeina sveitamanninum. Ja það var og. Ég er nú bara áhorfandi en sé og skil þetta vel. Ég hef nefnilega sjálf þurft að snúa við blaðinu eins og bændur nú. Er það nokkuð misminni að á undangengnum áratugum hafi bændur verið hvattir til að rækta land og búfé. Ráðunautar hafa ýtt bændum hærra - hærra. Kýrin þarf að hafa stærri vömb svo hún geti étið meira hey og korn og þá um leið mjólkað meira. Ærin er sædd. Nú dugar ekki gamla aðferðin. Hrúturinn sem dropinn er fenginn úr þarf að vera með breiðara spjald, þykkari læri og standa gleiðar en faðir hans o.s.frv. Ærin þarf náttúrlega að vera mjólkurlagnari en hún amma hennar svo allt smelli saman. Hvað kemur út ef þú leggur saman 2 og 2? Það mega alls ekki verða 4. Nú þurfa þeir sem bera vit fyrir bændum að búa til nýja leiðbeinendur. Það þarf að tölvuvæða kýrnar. Eða hvað? í gróandanum græða þær sig ef allt er eðlilegt, en það mega þær einmitt ekki, heldur öfugt, því þá er framleiðsluárinu að ljúka og kvótinn oft búinn. Aumingja Búkolla mín. Hvers átt þú að gjalda? Það er þó þér og henni frænku þinni „Flekku" að þakka að enn er til íslensk þjóð. Man heldur enginn lengur að það voru „jól“ í kotinu þegar kýrin bar? Fjárbændur ættu að lengja „mörsug“ fram yfir fengitíma svo rolluskjáturnar komi ekki með nerna eitt lamb hver að vori. Eins væri hugsandi að fá kínverska ráðunauta í fjárhúsin. Þeir ku vera komnir allra þjóða lengst í að láta kvenkynið ekki fjölga sér um of. Þá er það „Refur bóndi“. Hann segir sig vanta svo sem 1500 krónur á skinn til að dæmið í fyrra gangi upp. Hver sagði honum að hýsa refi? Skyldi sú leiðbeining hafa komið frá alvitr- um stjórnanda í „Höllinni". Mér finnst bændum eiga að búa með skepnur, ekki dýr. Til að leysa allan þann vanda sem sauðfjár- og refabændur eru komnir í dettur mér helst í hug, já ég held það sé óhjákvæmilegt, að sleppa bara refunum út þegar ærnar eru farnar á fjall í vor. Bændur geta svo fengið vinnu við að elta dýrbítinn uppi. Jón „fjári“ afhendir „búfjár" Jóni svo afganginn af matarskattinum sem hinn hlægilegi grátkór segir ekki svo lítinn. Bændur fá sitt. Segið svo að menn kunni ekki lengur að slá tvær flugur í einu höggi, - eða þannig! Þjóðarvandi það var og þankagangur flakkar. Bændur sker hann búss við trog brytjar svo og hakkar. Verið þið svo margblessuð. Hornreka HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 *T*: Tölvuskóli MA Námskeið í meðferð ritvinnslukerfisins OrðSnilld (WordPerfect) hefst 8. febrúar n.k. Kennslan fer fram kl. 20-22 á mánudagskvöldum og miðvikudagskvöldum í fimm vikur, samtals 30 kennslustundir. Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Menntaskólans, sími 25660. ■Bókabúðin EddaB ■■! Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■■ Meiriháttar verðlækkun vegna tollabreytinga Ljosritunarvélar Ritvélar Reiknivélar Alþýðuf lokksfó I k Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn að Strand- götu 9 mánudaginn 8. febrúar nk. kl. 20.30. Rætt verður m.a. um fjárhagsáætlunina. Stjórnin. Frá kjörbúðum KEA Bjóðum þorramat í bökkum, 2 stærðir Súrmatur í úrvali, svo sem bringur, sviðasulta, hrútspungar, lundabaggar, blóðmör, lifrarpylsa, hvalrengi og svo hákarlinn góÖi. rsljótiö þorrans á þjóÖlegan hátt. I

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.