Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 11
SAMTIÐIN Guðm. E. Geirdal : Bessastaðir Einn um sitt i vesturvegi vakir tiginn Snæfells-ás. Ofar Faxa bylgju-byggðum breðinn fastur er í rás. Yzt við hafi öiulvert spyrnir, eldar leika um brynju og sverð. Þúsund ára verndarvættur ■ verður lengst af einn á ferð. Vígðum stödd á vegamótum vaknar sál við aldahljóm. Það er eins og Álftanesið opni fornan helgidóm. Allt er sveipað sumarljóma, sólargulli drifin jörð. Bænarhljóðir heiðavindar lwísla lofs- og þakkargjörð. Iíeilir vafinn blálofts blæjum, blasir við í suðurátt. Himinlyftum hamraörmum heiðbrýnd Esja milt og láugt blessar Ingótfsbæ í norðri, bíður þess í helgri ró, að frá sólu árþeyr greiði ólánsský, er fyrir dró. Saga ypptir aldatröfum, ár og dagar líða hjá. Leiftra myndir liðins tíma, tjós og myrkur skiptist á. Staður Bessa í stormi tíða stendur enn á traustri rót, speglar þil í lygnum legi, lyftir burstum himni mót. • Yfir stóð svo öldum skipti ólík glíma á Bessastað: Danska valdið, vopnum búið, varnarlausum sótti að. Hér á Islaiul margs að minnast — margt er þjóðar tjón og lán. Tímans skola öldur yfir æðstu tign sem lægstu smán. Önnur minning yljar taugum, eins og rísi úr hafi sól: Hér slóð vagga helgra dóma, hrelldra sádna traust og skjól. Hér stóð arinn æðstu fræða —• orkugjafi i dagsins raun. Þjóðin sá, að mennt var máttur — menning greiddi hæstu laun. Guðum svarnar verndarvættir vaka lwerju býli hjá. Stíga á blómum vikivakann, vængja lýðsins fremdarþrá. Gliti ofnum reflum reifa ríkisstjórans höfuðból. — Aldagifta um það lyki eins og himinblámi um sól. (Ort í ágúst 1941).

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.