Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.11.1941, Qupperneq 16
12 SAMTÍÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN B.Benediktsson Bjarni Benediktsson, borgarstjóri í Reykjavík, er fæddur í Rvík 30. apríl 1908. Foreldrar: Benedikt Sveinsson bókavörður og kona hans, Gu'ðrún Pétursdóttir, bónda i Engey, Kristinssonar. — Bjarni lauk studentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík vor- ið 1920 með 1. einkunn. Haustið eftir settist hann i lagadeild Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1930 með hæstu einkunn, er þá bafði verið gefin 'þar eftir þágildandi einkunna- stiga (140% stigum). Að loknu lagaprófi dvaldist Bjarni uni nærfellt tveggja ára skeið við framhaldsnáni erlendis, aðallega í Beidín, og kynnti sér þá einkum stjórnlagafræði. Hann var settur pró- fessor í lögum við Háskóla íslands árið 1932 og skipaður árið eftir. Gegndi hann því starfi til hausts 1940, er hann gerðist borgarstjóri. Bæjarfulltrúi i Rvík hefur liann verið síðan 1934 og í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur hann setið síðan 1930. Af ritverkum eftir hann liggja: Deildir Alþingis, mikið rit, er birtist 1939, sem fylgirit Árbókar Háskóla íslands, og kennslubók í isl. stjórnlagafræði. Bjarni kvænt- ist 12. okt. 1935 Valgerði Tómasdóttur, forstjóra -rilMtriTniWilTT i Tómassonar, en hún andaðist Stanwyck Herbert Stanley Morrison, ör- yggismálaráð- herra Breta, er fæddur árið 1888. Hann er af fátæku fólki kominn og naut í æsku lítillar skólamenntun- ar. Vann hann áður fyrir sér sem sendisveinn, búðarmaður og símamaður. Morrison befur setið á þingi 1923—24, 1929—31 og síðan 1935 sem fulltrúi jafn- aðarmanna. Hann er stórlega mikilhæfur maður, enda hafa honum verið falin margháttuð trúnaðarstörf. Hann liefur áð- ur verið birgðamálaráðherra og samgöngumálaráðherra. Þá hefur hann verið formaður verkamannaflokksins í Englandi og forystumaður jafnaðarmanna í bæjarstjórn- inni i London. Morrison er gætinn stjórnmála- maður, og á ræðupalli er hann skörungur mikill. Morrison Sir Alan Brooke, sem verið hefur yfirforingi alls heimahers Breta síðan i júli 1940, er 57 ára gamall og fæddur í Frakklandi. Sir Alan tók við þessu mikilvæga starfi af Sir Edmund Ironside, og var hann til þess kjörinn sakir mikilla herstjórnarhæfileika og margháttaðrar reynslu. Sir Alan hefur um margra ára skeið Brooke aflað sér þekkingar á vélahernaði. Hann tók þátt í heimsstyrjöldinni 1914—18 öll styrjaldarárin, en áður hafði hann gegnt herþjónustu í ludlandi. Hann bafði umsjón með þjálfun brezka hersins á árunum 1930—39. 11. marz 1936. — Bjarna Bene- diktssyni hafa ungum verið fal- in mikil trúnaðarstörf, enda er hann maður skarpgáfaður, lærður vel og skapfastur. Bera menn til hans mikið traust. Barbara Stanwyck, kvikmynda- stjarnan heimsfræga, er fædd í Brooklyn, New York 16. júlí 1907 og heitir réttu nafni Ruby Stevens. Hún lék fyrsta hlut- verk sitt í kvik- myndinni „The locked door“ árið 1929 hjá United Artists. Síðan hefurhún leikið í mörg- um kvikmynd- um við mikinn orðstír. Michael Ivanovitch Kalinin, forseti Sovét-Rússlands, er fséddur árið 1875. Hann er bóndasonur, en gerðist málmnemi og síðan sósíalisti. Árið 1913 var hann gerður útlægur, en slapp og tók þátt i byltingunni 1919. lvalinin er meðlimur í miðstjórn komm- únistaflokksins í Rússlandi og formaður aðalframkvæmdanefnd- arinnar þar í landi. Stalin hefur miklar mætur á Kalinin og auk jiess er hann talinn vinsæll af alþýðu manna, einkum bændum. Kalinin

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.