Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 18
14
SAMTÍÐIN
Daginn eftir sagði yfirlæknirinn í
sjúkrastofunni:
—■ Brandel, ég hef góðar fréttir að
færa yður. Hershöfðinginn, sem
kemur liingað á eftirlitsför, ætlar að
sæma yður heiðursmerki.
Sannleikurinn var sá, að mælt hafði
verið mjög eindregið með því, að
Brandel væri sem allra fyrst veitl
heiðursmerki, því að eftir að búið
var að taka af honum handlegginn
kvöldið áður, kom í ljós, að engin von
var til þess, að hann mundi lifa.
Brandel gat ekki svarað yfirlækn-
inum. Blóðdælan hamaðist á heitum
gagnaugum hans, Ó, Iive jætta var dá-
samlegt tækifæri! Ó, liershöfðingi!
I þrjár klukkustundir stóð atburður-
inn honum sífellt fyrir hugskotssjón-
um. Hann ætlaði að sýna þeim, að
hann væri maður til að framfylgja
skoðunum sinum. Og þegar hann
hafnaði krossinum, mundu læknarnir
verða hrifnir af framkomu hans og
kannast við, hve mikla hetjudáð hann
hefði drýgt.
Nú heyrðist mikill undirgangur úti
í húsagarðinum. Hann harst upp stig-
ana og inn eftir sjúkrahúsgöngunum.
Dyrnar opnuðust. Brandel sá, livar
læknarnir og hjúkrunarkonurnar
komu inn ásamt 5—6 hershöfðingj-
um, sem allir voru með fagurlit hönd
yfir hrjóstið. Fremstur þeirra gekk
maður nokkur, hvítur fyrir hærum,
sem kom til hans og leil hlíðlega
framan í hann.
— Þér eruð hugdjarfur maður,
mælti hann með titrandi röddu, — í
nafni lands vors flyt ég yður þakkir.
Og á hægri hönd sér (því að vinstri
handleggurinn hafði verið tekinn)
fann Brandel titrandi þrýsting kræld-
óttrar handar gamla mannsins. Her-
foringi tók kross upp úr kassa, sem
hann hafði meðferðis, og hin óstyrka
hönd festi hann á skyrtu særða
mannsins. Því næst laut hið gráa höf-
uð niður að honum, og Brandel mælti
lágt:
— Þakka yður fvrir .... foringi.
Siðan fóru þeir frá honum, en ung
hjúkrunarkona var látin vera hjá
lionum .... Hún veitti því athygli.
að hann var að gráta og settist við
rúmið hans.
— Hafið þér kvalir? spurði hún.
Hann svaraði engu, en horfði á
kalda veggina í sjúkrastofunni, og
það var eins og geðshræring hans
svifi ásamt augnaráði hans upp eftir
þessum veggjum og yrði þar að þoku
ásamt þeim, um leið og hún dó út.
Málmkrossinn lá á hjarta hans, og
þungi lians gerði hinum fárveika
manni örðugra um andardráttinn.
Það var eins og þessi litli hlutur hefði
í sér fólginn allan mannlegan veik-
leika. Unga stúlkan hafði tekið um
sjóðheita hönd sjúklingsins, en milli
þeirra var djúp staðfest. Hún fann
þetta glöggt og sat um stund þögul
og gersamlega lömuð af vanmáttar-
kennd. Alll í kringum þau var and-
rúmsloftið mettað sterkum þef af
sótthreinsunarlyfjum, og saman við
þessa megnu lykt blandaðist hryggð-
in, scm streymdi frá sálum þeirra
beggja.
Að lokum neytti stúlkan ítrustu
krafta sinna til þess að finna orð, er
megnuðu að veita honum frið, og hún
mælti: