Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
Æðsta fjölskylda Bandaríkjanna
Roosevelt-f j ölskyldan
hefir reynzt blaðamönnum
Bandaríkjanna sannkölluð heillagjöf;
hún er alltaf ný og leggur blöðunum
sífellt til óþrotlégt efni í miklar grein-
ar með feitum fyrirsögnum. Er ó-
hætt að fullyrða, að engin forseta-
fjölskylda þar vestra hafi orðið hlöð-
um landsins jafn geysivinsælt og ó-
hemju drjúgt umtalsefni.
Fyrst skal telja forsetann sjálfan,
sem óþarft er að kvnna liér, og þar
næst kemur kona lians, frú Eteanor
Roosevelt. Hún er há kona, hispurs-
laus og óþreytandi starfsmaður.
Leggur hún margt á gjörva hönd og
hefur m. a. fengizt við kennslu, rit-
störf og fyrirlestraflutning i útvarp.
Ómetanlegur lífsförunautur hefur
hún revnzt manni sínum í haráttu
hans og öðrum störfum.
Anna Roosevelt er elzt af hörnum
forsetahjónanna. Hún er 34 ái’a göm-
ul, skildi við fyrra mann sinn, en er
nú gift ritstjóra blaðsins Seattle
Post-lntelligence. Sér hún jafnanum
kvennasíðuna i hlaði manns síns.
James Roosevell, næslelzla barn
forsetans, er 33 ára, kvæntur læknis-
dóttur fná Boston. Hann hefur starf-
að við vátryggingar, verið einkaritari
föður síns, en þótti ekki allsendis
lieppilegur til þess starfs og gerðist
þvi samstarfsmaður Samuel Gold-
wyns, hins heimskunna kvikmvnda-
konungs í Hollywood.
Elliott Roosevelt er þritugur. Hann
er tvíkvæntur og skildi við fyrri konu
sína. Hann er kunnur útvarps-ræðu-
maður og hefur oft gagnrýnt stjórn-
málaskoðanir föður síns á öldum
Ijósvakans.
Þá er næstur Franklin Delano
Roosevelt yngri, 26 ára gamall. Hann
kom Iiingað lil lands í för með Wins-
ton Churchill, forsætisráðherra
Breta, 16. ágúst s. 1., og þótti íslend-
ingum liann gervilegur maður á-
sýnduin. Hann hefur lagt stund á lög-
fræði við háskólann í Virginíu. Með
kvonfangi sínu tengdi hann forseta-
fjölskylduna einni af voldugustu iðn-
aðar- og vopnasmíða-fjölskyldum
heimsins, Du Ponts, sem flestir hafa
lieyrt nefnda.
Yngsta harn forselahjónanna er
Jolm Roosevelt, nýkvæntur kaup-
sýslumaður. Er það liaft eftir móður
lians, að liann hafi erft beztu eigin-
leika foreldra sinna.
Öll þessi börn eru íþróttafólk. Þau
eru miklir hestamenn, sundmenn og
kappsiglingamenn. Ivenndi faðir
þeirra þeim í bernsku sund og hát-
stjórn. Jafnskjótt og aldur leyfði,
tóku þau að aka bíl og eignuðust
Iivert sinn bil. í Hyde Park, landsetri
forsetans, vöndust hörnin snemma
liollri útivist. Synirnir þrir fetuðu að
því leyti í fótspor föður síns, að þeir
gengu í Groton-skólann, er jafngildir
á ameríska vísu hinum nafnfræga
Eton-skóla í Englandi, sem margir
kunnustú menntamenn Brela hafa
gengið i. Þaðan fóru þeir i Harvard-