Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 9
SAMTIÐIN 5 til má einkum nefna bækur síra Friðriks J. Bergmanns í Winnipeg (guðfræði). Sira Sophus Thormod- sæter, prestur í Osló, ánafnaði Há- skólanum allar sínar bækur, eða um 6500 bindi, mestmegnis guð- fræðirit. Prófessor Arwid Johann- son í Mancliester gaf hingað bóka- safn sitt eftir sinn dag. Það er um 2000 bindi, mest samanburðarmál- fræði. Finnur Jónsson, prófessor i Kaupmannahöfn, gaf allar bækur sinar, um 7500 bindi, að meðtöldum sérprentunum, Síðast en ekki sízt má nefna, að dr. Benedikt S. Þórar- insson kaupm. gaf Háskólanum sitt niikla og alkunna bókasafn. Allar þessar bækur voru sumar- ið 1940 fluttar bingað í nýju búsa- kynnin og þeim komið hér fyrir í einni heild að undanskildu safni dr. Benedikts Þórarinssonar, sem var flnlt bingað seinna, og er það varð- veitt út af fyrir sig, samkvæmt til- mælum gefandans. Háskólabóka- safnið var opnað til afnota 1. nóv. 1940. Þá var bindatala þess því sem næst «31 þúsund auk safns Benedikts Þórarinssonar. Hvað viltu segja lesendum Samtíðarinnar um söfn þeirra Finns Jónssonar og Benedikts Þórarins- sonar, sem bæði munu vera stór- merk og ágætur stofn í þessu unga bókasafni? Dr. Einar svarar: — Finnur Jóns- son átli gott safn íslenzkra bóka, einkum fornrita og rita um íslenzka tungu, bókmenntir og sögu. Hins vegar var safn hans af skáldritum og öðru frá siðari tímum ekki auð- ugt. Auk rita um íslenzka tungu og íslenzkar fornbókmenntir átti hann mikinn bókakost um Norðurlanda- mál yfirleitt. Á fyrri árum liefur liann sýnilega keypt allmikið af bók- um, en á siðari árum var honum sent alll hið merkasta, sem út kom á Norðurlöndum um þessi fræði. Það, sem hann hefur eignazt af sér- prentunum, er geysimikið. Nálega allir Norðurlandamálfræðingar, sem nokkuð kveður að, og margir aðr- ir, hafa sent lionum flest rit sín og ritlinga. Hann var tryggðavinur próf. Axels Kocks í Lundi, og með honum og próf. Adolf Noreen í Upp- sölum var einnig vinátta. Þýzku vísindamennirnir Heusler, Neckel, Vogt o. fl. sendu lionum einnig ril sin. Sérprentanir Finns Jónssonar úr tímaritum, sem ekki eru hér til. eru safninu vitanlega mjög mikils virði. Benedikt Þórarinsson safnaði öll- um islenzkum bókum, sem hann náði til, og auðnaðist lionum að draga saman mjög mikilvægt safn íslenzkra rita eða rita um ísland og íslenzk efni frá 19. og20. öld. Smælki safnaði hann af sérstaklega miklu kappi, og varð í þeim efnum vel ágengt. Hann átti einnig allmikið af eldri íslenzkum bókum. Af dýrmæt- um bókum í safni Benedikts, sem vert er að vekja sérstaklega athygli á, má nefna: Ljósprentanir af Frissbók (Heims- kringluhandriti), gei'ð í Kristjaníu árið 1864, og af elzta handriti Þið- rekssögu (Kristianía 1869). Þessar bækur keypti Benedikt, forkunnar vel bundnar, af fornbóksala í Lond- on, og voru þær úr bókasafni jarls-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.