Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 SIGURGEIR SIGURÐSSON biskup: Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð LTM LEIÐ OG Samtíðin birtir J mynd af þessu fagra Hall- grímskirkjulíkani, er mér Ijúft að rita hér nokkur orð, myndinni til skýringar. Líkanið hefur hr. Axel Helgason gert, samkvæmt teikningu próf. Guðjóns Samúelssonar, liúsameist- ara ríkisins, undir yfirumsjón lians. Kirkjan er með einum turni, 7(5 metrar á hæð að meðtöldum krossi. Hún er um 70 metrar á lengd. Vegg- liæð hennar er 18 metrar, en undir hvelfingu er hún 20 metrar. Fram- Iilið kirkjunnar er 50 metra hreið, en hæðin á hliðarálmu hennar er 5 metrar, þar sem hún er lægst, en breidd 13 metrar. Turn þessarar kirkju verður talsvert meira en helmingi hærri en turninn á ka- þólsku kirkjunni á Landakotshæð i Reykjavík, og veitir það góða hug- mynd um, hvílíkt stórhýsi hér verð- ur um að ræða. Áætlað er, að Hall- grímskirkja muni rúma um 1200 manns í sætum, en mjög rúmgott verður á gólfi hennar, og mun hún taka um 4000 manns a. m. k., ef á þarf að halda. Kirkjan er því sem næst í gotneskum stil, en þó ein- faldari en sá stíll var fyrrum og að nokkru leyti í stuðlahergs-stil, sem veitir henni sérkennilegri og ís- lenzkari svip en ella hefði verið. Bvgging Hallgrímskirkju í Reykjavík er eitt þeirra mála, sem engan dag má gleymast, þar til það er komið i örugga liöfn. Því hefur oftsinnis verið lýst í ræðu og riti, bæði af mér og öðrum, hvílik nauð- svn er á þessari framkvæmd. Ég tel engan efa á því, að hún muni ganga greiðlega, ef samhugur ríkir um málið. Uppdráttur próf. Guðjóns Samúelssonar markar mikilsverðan áfanga i Jjessu aðkallandi hygging- armáli, sem telja má saméiginlegt áhugamál allra Reykvíkinga.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.