Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.09.1942, Blaðsíða 35
SAMTlÐIN 31 ÞEIR VITRIJ -----—----------------— SÖGÐU: Ef þú færð manni meira verk að vinna en hann getur af hendi leyst, mun hann gera allt, sem í hans valdi stendur, tii að ljúka verkinu. Ef þú segir honum hins vegar að vinna auðvelt verk, mun hann ekki gera neitt. — Kipling. Tónlist er eina tungumál í veröld- inni, þar sem ekki fyrirfinnst auð- virðileg né níðangursleg tjáning. — John Erskine. Það skemmtilegasta, sem til er í lífinu, er annað hvort ósiðsamlegt, ó- löglegt eða of fitandi. — Alexander Woollcott. l»að er ómögulegt að njóta iðju- leysis til fullnustu nema við sjáum ekki út úr því, sem við höfum að gera. — Jerome K. Jerome. Rejmsla er ekki það, sem fyrir menn kemur, heldur það, sem þeir skapa úr því, sem fyrir þá kemur. — Aldous Huxley. Allar langar til að skilja list. Hví ekki að reyna til að skilja fuglasöng- inn? Hvers vegna elska menn nótt- ina, blómin, allt, sem er í kringum l>á án þess að reyna til að skilja það? En þegar um málaralist er að ræða, verður fólk að s k i 1 j a. Það verð- Ur að skilja það, að listamaður vinn- ur af nauðsyn, að hann sjálfur er að- eins örlítil ögn í tilverunni ekki vit- und eftirtektarverðari en svo margt nnnað, sem við höfum gaman af, þó að við skiljum það ekki. Fólk, sem reynir að skýra myndir, færist venju- *ega of mikið í fang. — Pablo Eicasso. Nýjar bækur Stefan Zweig: Brazil. Þelta er síðasta bók þessa vinsæla höfundar, þar sem hann segir sögu lands og þjóðar frá því er Evrópumenn nániu þar fyrst land, lýsir viðskipt- um og menningu þjóðarinnar, stærstu borgum landsins o. m. fl. 282 bls. Verð innb. kr. 24.00. A. J. Cronin: The Keys of the Iving- dom. Skáldsaga frá Kína. 344 bls. Verð innb. kr. 20.00. Louis Bromfield: Wild is the River. Skáldsaga. 320 bls. Verð innb. kr. 20.00. Ernest Hemingway: For wbom llie Bell Tolls. Skáldsaga. 371 bls. Verð innb. kr. 22.00. Pearl S. Buck: Figbting Angel. Ævi- saga föður höfundarins í skiáld- söguformi. 302 bls. Verð innb. kr. 4.00. Steinbeck: Tbe Moon is Down. Skáld- saga. Verð innb. kr. 16.00. W. Somerset Maugham: Up at tlie Villa. Skáldsaga. 209 bls. Verð innb. kr. 14.00. Winston Churchill: Blood, Sweal, and Tears. 462 bls. Verð ib. 24.00. Höfum nýlega fengið úrval bóka frá Ameriku, þ. á. m. flestar af bókum hinna þekktari nútímahöfunda t. d. Maxwell Anderson, Bromfield, Pearl Buck, Caldwell, Hemingway, Lewis, Maugham, Sandburg, Sarayan, Stein- beck o. fl. —— BÓKABÚÐ MÁLS O G MENNINGAR. Laugavegi 19. Reykjavík. Sími 5055. Pósth. 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.