Samtíðin - 01.06.1950, Page 15

Samtíðin - 01.06.1950, Page 15
SAMTÍÐIN 11 þjálfast í starfinu, hvern hóp um sig, því að bezti árangurinn næst þá fyrst, þegar samvinna þeirra og örvun af árekstum milli óhkra skoð- ana er komin á hátt stig. Hér vei’ður útbreiðslan liklega því örari sem lengur dróst að koma þessu af stað. Leikurinn er svo fræðandi og skemmtilegur i seim, að allir geta notið hans, og vandkvæðalaust að gera tilraunir með hann. Spakraspurnir eiga vel við hið skjótorða, næma og hverfula vits- munaeðli Islendingsins, þetta sem fornskáld okkar kenndu við Öðin, „geðskjótan“ og svörulan HUðskjálf- ai' harra (orð Hallfreðar). Það á vel við íslenzkt kýmniskyn að láta hina spöku og fróðu verða að athlægi, eins og við spakraspurnir hendir, en nenna ekki að níðast með shku á bjálfum, svo sem góð fyndni þykir að gera með ýmsmn þjóðum. Það er í þriðja lagi auðvelt hverjum sið- menntuðum Islendingi að taka alvar- lega í næstu andrá þá spöku memi, sem hann er nýbúinn að hlæja dátt að fyrir fákæn og vandræðaleg svör. Þrátt fyrir hið kýmilega þarf vit og alvara að ná markmiði sínu. Af þessu þrennu vona ég Islend- ingai- séu rikari en margar aðrar þjóðh’ og séu því til þess skapaðir að hafa samtímis gaman og gagn af hinum broslegu og lærdómsríku spakraspurnum. Og nóg er hér manna, sem hafa bæði heilbrigt sjálfstraust, þekking og kjaftavit til að svara, svo að úr þeim hópi má velja menn eftir fleiri eigindum til starfans. Jj^YJUNG ÞESSI á gefnar vinsældir fyrirfram, en minna vitað um þarflegan árangur. Ein er sú stofn- un, sem mest skylda hggur á og verður þegar á næsta vetri að taka forystu í málinu, halda uppi spakra spurnum, sem aðrir hafi að einhverju til fyrirmyndar. Það er ríkisútvarp- ið. Or þvi að vakið er máls á þessu og skorað á ríkisútvarpið, er mér skylt að ganga beint til verks og segja álit mitt um mannaval í þann hóp eða hópa, sem spakraspurnir leggjast fyrir í útvarpi. Dáhtil reynsla, sem ék fékk á stríðárunum við að veita útvarpssvör um íslenzkt mál, skyldar mig og til þess. Hæfilegt er að spyrja þrjá í út- varpi, eins og gert var í brezka út- varpinu á stríðsárunum. Hámark ætti að vera fjórir, nema reiknað sé með því, að einn eða tveir af mönn- unum dugi til lítils. Því fleiri menn, því vandasamara er starf spurna- meistara. En sé hann starfinu vax- inn, er honum fengið of þröngt svig- rúm með því að spyrja aðeins tvo. Andstæður og breytheiki í skoðun- um og þekkingu njóta sín þá of lít- ið. Reynandi væri að hafa tvo þriggja manna hópa, sitt kvöldið hvorn, en sama spurnameistara, og sjá, hvort samkeppnin yrði þá ekki beittur spori. Þetta starf krefst þjálfunar, svo að meginreglan ætti að vera, að þeir, sem spurðir eru, væru við það á hverju (eða öðru hverju) spurnar- kvöldi vetrarlangt eða lengur, þó aldrei mörg ár í senn, því að menn tæmast og fara í leiða hjá hlust-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.