Samtíðin - 01.06.1950, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
skulum ganga út í garðinn. Loftið er
svo tært og hressandi eftir þrumu-
veðrið í nótt.“
„Nei, systir, mig langar til að vera
einsömul stundarkorn. Ég ætla að
hvíla mig uppi í herbergi mínu og
skal finna þig á eftir.“
Sir Tristram fylgdi henni fram
eftir löngum ganginum og virti hana
fyrir sér, þar sem hún gekk upp
stigann. Því næst gekk hann út í
garðinn til frú MacGill.
„Hvað heldurðu, að sé á seyði, Sir,
Tristram?“ spurði hún. „Er hún
Nicola veik? Hefur nokkuð þjakað
hug hennar upp á síðkastið? Ég hélt,
að við mundum hafa reglulega gam-
an af að koma hingað, en nú hefur
Nicola spillt allri ánægjunni með
þessum undarlegheitum. Það er ekki
líkt henni. Hvað á allt þetta annars
að merkja?“
Framh. í næsta hefti.
G. K. CHESTERTON, sem, eins og
margir vita, var manna feitastur,
hitti eitt sinn horkrangann Bernard
Shaw i samkvæmi. Þá sagði Chester-
ton:
„1 hvert sinn sem ég sé yður,
finnst mér, að hungursneyð muni
vera skollin á í veröldinni.“
Shaw anzaði samstundis: „Og
hvenær sem ég sé yður, flýgur mér
í hug, að þér séuð orsök hennar.“
Eiginkonan: „Guð minn góður,
petta er ekki barnið okkar. Þetta er
allt annar barnavagn.“
Eiginmaðurinn: „Hafðu ekki hátt,
góða. Þetta er miklu betri vagn en
ökkar."
Bréfadáihurinn
(JAMTÍÐIN hefur fengið eftirfar-
andi bréf frá forseta Í.S.Í., Bene-
dikt G. Waage:
Herra ritstjóri.
í sambandi við samtal okkar í 7.
hefti „Samtíðarinnar“ sl. ár um
málvöndun ípróttamanna, minntist
ég á, að okkur vanhagaði enn um
haganlegt orð yfir pað, sem kallað
er á öðrum málum athletik (fri
idrott, fri idrœt), en pað hefur ver-
ið nefnt á íslenzku frjálsar ípróttir
eða frjálsípróttir.
Nú hefur mér dottið í hug, hvort
ekki mœtti nefna pessa grein íprótt-
anna f j ölípr óttir og pann, er
leggur stund á pœr fjölíprótta-
mann. Ef pér líkar petta nýyrði,
vænti ég pess, að pú stuðlir að pví,
að pað verði tekið upp og minnir
menn pá jafnframt á nauðsyn mál-
hreinsunar og málverndunar.
Þinn einl.
Ben. G. Waage.
jÞRÓTTAMENN hefur vanhagað
mjög um nýyrði um framangreint
hugtak og er pess að vœnta, að for-
seti í. S. í. hafi nú bœtt úr peirri
pörf, svo að vel verði við unað.
Ritstj.
Lystugt smurt brauð.
Ljúffengur veizlumatur.
KJÖT & GRÆNMETI h.f.
Snorrabraut 56. — Simi 2853.