Samtíðin - 01.06.1950, Side 27
SAMTÍÐIN
23
ur þyrluðu henni upp. Og áfram
geystumst við, knúin ofurmagni
5100 trylltra hesta, sem fólgið var í
átökum hreyflanna.
Ekki var dregin dul á neitt. öll-
um spurningum okkar viðvíkjandi
þessum nýstárlega hraðbát var svar-
að greiðlega. Hraðhreyfillinn var
knúinn hráoliu, sem brennur við 550
hitastig. Hin gífurlega loftþrýsting
gassms knýr síðan túrbínu, með 3500
snúninga hraða, en sá liraði er lækk-
aður niður í 1000 snúninga, að því
er tekur til skrúfuássins. Þegar bát-
urinn er á fullri ferð, fer hann 54
km á klst. Vélar hans eru smíðaðar
af Metropolitan Vickers Electrical
Co.
Það kostar ærið fé að setja þess
háttar bát á flot. Brennt er a.m.k.
einni smálest af olíu á klst. til þess að
framleiða aðeins 2500 hestöfl. Og
ef báturinn á að hafa fulla ferð,
rúmar hann ekki oliu til meira en
11 klst. ferðar. Af þessu má ráða, að
hér er um styrjaldarfarartæki að
ræða. Þá er aldrei spurt að því, hvað
hlutirnir kosta. En menn gera sér
vonir um, að gastúrbínan, sem hér
er notuð, tákni byltingu i notkun
véla til þess að knýja með skip. Eng-
lendingar eru þegar, samkvæmt
þeirri reynslu, er fengizt hefur af
notkun þessa báts, farnir að smíða
túrbínur, sem eru bæði léttari og
notadrýgri en áður eru dæmi til.
Hópur féerustu sérfræðinga vinnur
nú að endurbótiun á þessari nýjustu
skipsvélagerð heimsins.
Tilkynnið „Samtfðinni“, ef þér hafið bú-
staðaskipti ogf forðizt þannig vanskil.
Prentswniðjan
rún ht:
Skúlatún 2
Sími 7667
Reykjavík
PRENTAR:
BÆKUR, TlMARIT, BLÖÐ,
ALLS KONAR SMÁPRENT.
Knwnið ú Rarg
Rarðið ww Rarg
Rw'wið tw Rarg