Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI dagur til jóla1 Opið til 23 MIÐVIKUDAGUR 23. desember 2009 — 303. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 VEGAGERÐIN verður aðeins með þjónustu á jóla- og nýársdag á þeim leiðum sem hafa sjö daga þjón- ustu. Stefnt er að því að þá verði þessar leiðir almennt færar fyrir klukkan 10. Á aðfangadag og gamlársdag er gert ráð fyrir þjónustu til klukkan 14 en ef þörf krefur til klukkan 17. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 1777. „Á árinu 2009 varð ég þeirrar gæfu og ógæfu aðnjótandi að missa vinn-una tvisvar sinnum. Eftir seinna skiptið sagði ég við sjálfa mig að nú væri góður tími til að fara í ferða-lag,“ segir Halla Gunnarsdóttir blaðamaður, þegar hún er innt eftir sögu úr eftirminnilegu ferðalagi.Að sögn Höllu skorti hana þó algjörlega orku til þess að svo mikið sem skoða verð á flugmið-um. „En eftir þrjár vikur reis ég úr dvala og tilkynnti sambýlismanni mínum ð Í tvær vikur þvældust þau um landið, en ferðin varð þó styttri í kílómetrum talið en til stóð enda fengu þau öll magapínu. „Sá sex ára var hæstánægður með ferðina og eiginlega ótrúlegt hvað hann kippti sér lítið upp við það sem fyrir augu bar. Honum fannst villtu aparnir skemmtilegastir og auðvitað úlf-aldarnir, geiturnar og allar þess-ar beljur. Þreyttastur varð hanná allri athyglinni s hf hennar, hindúisma, en þar rennur Ganges-fljótið í gegn. Við vorum varla komnar til borgarinnar þegar fyrsta líkfylgdin tók fram úr okkur. Við færðum okkur til hlið-ar í þröngu strætinu og horfðum á hóp karla bera lík, hulið slæðum, á börum niður að fljótinu. Þar var það brennt og öskunni dreift yfir fljótið,“ segir HallaNið i Varð vitni að líkbrennu Halla Gunnarsdóttir ferðaðist til Indlands fyrir skömmu og þvældist vítt og breitt. Ásamt indverskri vin- konu sinni lærði hún meðal annars að þekkja muninn á lykt af brenndu líki og brenndum hnetum. Halla Gunnarsdóttir ákvað að skella sér í ferðalag eftir að hafa misst vinnuna tvisvar á stuttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNSÝSLA „Þetta er alveg borð- leggjandi,“ segir Sigurður Magnús- son, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sem krefst þess að fá greidd átta mánaða biðlaun. Sigurður tók við sem bæjarstjóri í júní 2006 eftir kosningar þá um vorið en lét af störfum í september síðastliðinn eftir meirihlutaskipti í bæjarstjórn. Samkvæmt ráðningar- samningi á hann að fá greidda tvo mánuði í biðlaun fyrir hvert hafið ár í bæjarstjórastólnum. „Hjá mér var biðlaunarétturinn stigvaxandi og gat verið aðeins tveir mánuðir ef ég hætti snemma á tímabilinu,“ útskýrir Sigurður. Biðlaun bæjarstjórans fyrrver- andi hafa verið rædd í bæjarráði og bæjarstjórn án þess að hljóta afgreiðslu. Sigurður hefur lagt fram lögfræðiálit um að hann eigi rétt á átta mánaða biðlaunum og kveðst eiga von á því að ekki verði ágreiningur um niðurstöðuna. Engu breyti um hans launamál að Álftanes sé talið komið í greiðslu- þrot. „Ég held að sveitarfélagið sé ekki með hugmyndir um að brjóta ráðningarsamninga á neinum starfsmönnum sínum þó að það sé í vandræðum. Ég held að það eigi hvorki við um bæjarstjóra né aðra millistjórnendur sem hugsanlega verður sagt upp núna – eins og ég held að sé í pípunum,“ segir hann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjar greiðslurnar til Sig- urðar eiga nákvæmlega að vera en gera má ráð fyrir að þær verði minnst 6,4 milljónir króna. „Við erum alls ekki sátt, það segir sig sjálft,“ segir Krist- inn Guðlaugsson, forseti bæjar- stjórnar Álftaness, um þá kröfu Sigurðar Magnússonar, fyrr- verandi bæjarstjóra, að fá átta mánaða biðlaun. „En það er hins vegar samningur í gildi þó svo að við höfum ekki samþykkt hann á sínum tíma.“ - gar / sjá síðu 4 Milljóna biðlaun frá fjárvana bæjarfélagi Þótt sveitarfélagið Álftanes sé komið í þrot vill fyrrverandi bæjarstjóri fá um- samin átta mánaða biðlaun. Erum alls ekki sátt en samningurinn gildir, segir forseti bæjarstjórnar. Átta mánaða biðlaun yrðu minnst 6,4 milljónir króna. HVER ER SVONA LÍTIL OG SÆT? ESSASÚ? Vodafone-froskurinn lagði leið sína á Barnaspítala Hringsins í gær og heilsaði upp á börnin sem þar dvelja. Rósalind Óskarsdóttir var ekki hið minnsta hrædd við froskinn enda engin ástæða til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HALLA GUNNARSDÓTTIR Fylgdist með lífi og dauða við Ganges-fljót • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Hljómsveitin Bloodgroup Lenti í kröppum dansi í Hollandi. Varð næstum því eftir í Am- sterdam. FÓLK 42 JÓLAKVEÐJUÞULIR RÁSAR 1 Halda sér gangandi með konfekti Komast í jólaskap með lestrinum FÓLK 42 Tveir er rokk Henrik Björnsson er á plötum með Hank & Tank og The Go-Go Darkness. FÓLK 34 FÓLK „Hann er náttúrlega einn allra besti lagahöfundur lands- ins,“ segir Magnús Geir Þórðar- son borgarleikhússtjóri, sem er að undirbúa söngleik með lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Það eru flottar sögur í mörgum lögunum hans og við teljum að það sé þarna efni í virkilega flotta sýningu.“ Maggi Eiríks er þegar búinn að undirrita viljayfirlýsingu um að söngleikurinn verði gerður og að sögn Magnúsar Geirs er stefnt á að setja hann á fjalirnar á næsta ári. „Boltinn er hjá honum,“ segir tón- listarmaðurinn snjalli um Magnús Geir. - fb / sjá síðu 42 Borgarleikhúsið á næsta ári: Söngleikur með lögum Magga MAGNÚS EIRÍKSSON Söngleikur með lögum Magga Eiríks er í bígerð í Borgar- leikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gott að fá mömmu Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson heldur ís- lensk jól í Edinborg með foreldrum sínum. ÍÞRÓTTIR 39 Áfram svo, koma svo „Áfram svo, koma svo.“ Þetta er herhvötin sem ég þekkti í íþrótt- unum í gamla daga, þegar á móti blés,“ skrifar Ellert B. Schram. Í DAG 20 Dekur gjöfin hennar Gjafakort handa stóru ástinni í lífi þínu Dregur úr vindi Í dag verða víða norðan eða norðaustan 5-10 m/s, en strekkingur NV-til. Éljagangur norðanlands og við suðurströnd- ina síðdegis. Frost víðast 1-10 stig. VEÐUR 4 -4 -5 -5 -6 -4 DÓMSMÁL Tekist verður á um það fyrir dómi á næstunni hvort athafnamaðurinn Jón Ólafsson hafi átt heima á Íslandi eða í Bretlandi frá árinu 1998. Ríkisskattstjóri úrskurðaði árið 2003 að Jón hefði frá árinu 1998 átt svokallaða heimilisfesti á Íslandi og að hann bæri því fulla skatt- skyldu hérlendis. Jón hefur nú stefnt ríkisskattstjóra og fjármála- ráðherra fyrir hönd íslenska ríkis- ins vegna þessa úrskurðar. „Ég flutti úr landi í september 1998 með konu og börn. Þau fóru í skóla þar, við festum kaup á húsi og ákváðum að búa í Englandi. Ég vil bara fá viðurkenningu á að svo hafi raunverulega verið,“ segir Jón. Í kjölfar úrskurðar ríkisskatt- stjóra hefur Jóni verið gert að greiða á fjórða hundrað milljónir í skatta hérlendis og sótt hefur verið að honum fyrir dómi vegna meintra skattsvika. Því máli hefur verið vísað frá vegna formgalla. Vinni Jón málið „þá er ljóst að skattayfirvöld höfðu ekki lögsögu yfir mér þegar þau fóru í mig,“ fullyrðir hann. Með því væri sá möguleiki fyrir hendi að fá ákvörð- unum sem byggja á úrskurði ríkis- saksóknara hnekkt. - sh / sjá síðu 4 Vill viðurkenningu á að hann hafi ekki þurft að greiða fulla skatta hér: Jón Ólafsson stefnir ríkinu BANDARÍKIN Hayden Wright var nýlega tekinn fyrir drykkjulæti í heimahverfi sínu í Chatanooga í Bandaríkjunum. Hann var klædd- ur í kjól sem hann hafði stolið úr jólapakka nágranna síns og var með bjórdós í hendi. Ekki væri þetta frásögur fær- andi nema ef væri að Hayden varð nýlega fjögurra ára. Móðir hans, hin 21 árs gamla April Wright, vaknaði um nóttina og saknaði snáðans. Hún fann hann eftir stutta leit og tjáði blaða- manni Daily Telegraph að sá stutti reyndi ítrekað að brjóta af sér til að komast til föður síns sem nú situr í fangelsi. Í þetta skiptið hafði hann stolið fimm jólagjöfum frá nágrannanum. - shá Hayden Wright, fjögurra ára: Stal gjöfum til að hitta pabba

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.