Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 22
22 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn
er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Eiður Svanberg
Guðnason skrifar
um Lottó
Sá sem þetta skrif-ar hefur greinilega
komið við kaunin á for-
ystumönnum þeirra
hreyfinga, sem skipta
með sér Lottógróðan-
um. Þegar það var orðað
í allri hógværð fyrir nokkru, að
tímabært væri að endurskoða það
fyrirkomulag, sem verið hefur við
lýði í 23 ár um skiptingu hagnað-
arins af Lóttóinu, þá rignir inn
greinum á síður Fréttablaðsins frá
forystumönnum þeirra samtaka,
sem njóta Lóttógróðans.
Ákvörðun um það fyrir-
komulag sem nú gildir tóku
fulltrúar þriggja stjórn-
málaflokka á næturfundi í
þingflokksherbergi Alþýðu-
bandalagsins í mars 1986.
Því fyrirkomulagi var ekki
ætlað að standa til eilífðar-
nóns. Ef svo hefði verið,
hefði heimildin til að reka
talnagetraunir ekki verið
tímabundin.
Formaður Ungmenna-
félags Íslands sendir mér kveðju
í Fréttablaðinu 18. desember. For-
maðurinn svarar í engu því sem ég
hef sagt um byggingabrask UMFÍ
í miðborg Reykjavíkur.
Hversvegna þarf UMFÍ að reisa
stórbyggingu í miðborginni? Hvers-
vegna ætlaði UMFÍ í samstarf
við Icelandair þar sem fyrrver-
andi ráðherra Framsóknarflokks-
ins réði ríkjum? Þessu hefur ekki
verið svarað. Það væri gott framlag
í þessa umræðu, ef formaður UMFÍ
svaraði þessu en líklega vill UMFÍ
sem minnst um þetta ræða.
Einhverra hluta vegna kýs for-
maður UMFÍ að blanda fyrri störf-
um mínum í það sem ég hef verið
að skrifa um Íslenska getspá, Lott-
óið. Þetta tvennt er allsendis óskylt.
Það er hægt að gagnrýna störf mín
á Alþýðublaðinu, í Sjónvarpinu, á
Alþingi og í utanríkisþjónustunni.
Þau störf eru þessu máli allsend-
is óviðkomandi. Það er enn fremur
fjarri öllu lagi að ég hafi „ ráðist að
öllu því góða fólki sem hefur unnið
og er að vinna innan ungmenna-
félags hreyfingarinnar“, eins og
formaðurinn kýs að orða það. Það
er meira en langsótt, að gagnrýni
á ákvarðanir forystu UMFÍ sé að
ráðast gegn öllum sem vinna fyrir
þessa hreyfingu! Það er auðvitað
fjarstæða og til þess eins sagt að
leiða athyglina frá kjarna málsins.
Undirritaður hefur beint spurn-
ingum til forstjóra Íslenskrar get-
spár. Þeim var ekki svarað vegna
þess að Íslensk getspá þarf ekki að
svara spurningum frá „fólki úti í
bæ“. Ég sætti mig ágætlega við að
vera „fólk úti í bæ“. En ég sætti mig
ekki við að neitað sé að upplýsa um
ráðstöfun opinbers fjár.
Nú væri fróðlegt fyrir lesendur
Fréttablaðsins að heyra svör for-
manns UMFÍ við því hversvegna
ekki megi ræða það, að til dæmis
langveik börn, krabbameinssjúk-
lingar, hjartveikir, eða geðfatl-
aðir eigi sæti við borðið þar sem
hagnaði af einkaleyfisreknum
talnagetraunum er skipt.
Ef undan er skilið Öryrkjabanda-
lagið, er þetta fé þá eingöngu ætlað
fullfrísku fólki sem leggur stund á
íþróttir, til að greiða íþróttamönn-
um, innlendum sem erlendum og
þjálfurum laun og greiða niður
golfiðkan?
Nú ætlar sá sem þetta skrifar að
láta nótt sem nemur og ekki skrifa
meira um þessi mál fyrr en ef til
vill á nýju ári. Þessi skrif hafa skil-
að tilætluðum árangri. Umræðan
er rétt að byrja. Það er gott.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Fyrirmyndarlottó – fyrir hverja?
EIÐUR SVANBERG
GUÐNASON
UMRÆÐAN
Kristinn Þór Sigurjónsson
skrifar um húsaleigubætur
Fyrir 12 árum voru lög um húsa-leigubætur samþykkt á alþingi
með 58 atkvæðum. Frumvarp til
þessarar lagasetningar var sett
fram, vonandi í þeirri trú að þessi
lög myndu jafna aðgengi fjölskyldna
að hentugu húsnæði. En markmið
laganna samkvæmt 1. gr. „er að
lækka húsnæðiskostnað tekjulágra
leigjenda og draga úr aðstöðumun á
húsnæðismarkaði“. Tilgangur þess-
ara laga var því nokkuð göfugur, en
mögulega eitthvað vanhugsaður.
Ef litið er til þróunar húsaleigu
á almennum markaði frá gildis-
töku laganna verður það skýrt
hverjum sem það vill sjá að þess-
ar bætur renna ekki til tekjulágra
fjölskyldna. Þess í stað færist hluti
af skatttekjum hins opinbera í
vasa þeirra efnameiri. Leiguverð
á almennum markaði hefur hækk-
að hlutfallslega meira á umræddum
tíma en þær vísitölur sem helst er
hægt að miða við. Á þessum tíma
hefur byggingavísitala hækkað um
121%, vísitala neysluverðs til verð-
tryggingar hefur hækkað um 96%
og fasteignaverð í Reykjavík hefur
hækkað um 207%. Við gildistöku
laganna var meðal leiga á 3 her-
bergja íbúð í Reykjavík um 33.000
og ef hún myndi fylgja ofangreind-
um vísitölum ætti sambærileg leiga
í dag að vera á bilinu 65-100.000 kr.
Samkvæmt lauslegri könnun telst
meðalleiga á 3 herbergja íbúð í
dag vera um 120.000 kr. sem er 20-
55.000 (20-85%) krónum umfram
rökstudda hækkun. En af hverju
hefur húsaleiga hækkað svona
umfram það sem eðlilegt getur tal-
ist? Einn þáttur sem undirritaður
telur að eigi þátt í þessari þróun
er sú staðreynd að á sama tíma
hefur „innkoma“ leigutaka hækkað
sem nemur húsaleigubótum. Húsa-
leigubæturnar
fara með öðrum
orðum beina leið
til leigusalans.
Þannig er í raun
ekki verið að
aðstoða leigutak-
ana og enn síður
verið að jafna
aðstöðumun. Í
raun var búið til
kerfi sem hækk-
ar greiðslugetu eftirspurnarhluta
leigumarkaðarins til hagsbóta fyrir
framboðshlutann. Þannig hefur
lagafrumvarp sem var sett fram í
þeim tilgangi að jafna hlut tekju-
lágra hækkað leigu á almennum
markaði. Eftir sitja þeir sem eru á
leigumarkaði og fá ekki fullar húsa-
leigubætur og þurfa því í raun að
greiða hærri leigu en eðlilegt getur
talist.
Ég ætla ekki að fara djúpt í það
hvað eðlilegt leiguverð ætti að
vera því ég tel best að framboð og
eftirspurn ráði þar mestu óafskipt
af hinu opinbera. Til viðmiðunar
er ágætt að hugsa sér hver eðlileg
ávöxtunarkrafa á fjárfestingu í fast-
eign sé. Ef litið er til langs tíma (20-
30 ár) hækkar fasteign að jafnaði
um 1-2% umfram verðlag. Ef miðað
er við 5% ávöxtunarkröfu á 20 millj-
óna fjárfestingu í 3 herbergja íbúð
í Reykjavík væri húsaleigan 80-100
þúsund að meðtöldum u.þ.b. 14.000
kr. í fjármagnstekjuskatt, sem er
efni í aðra grein. Það lætur nærri
að segja að meðalleiga á almenn-
um markaði sé í dag þessi upphæð
að viðbættum húsaleigubótunum.
Sama hefur gerst þar sem hið opin-
bera er að blanda sér með styrkj-
um í það sem ætti að vera unnið á
markaðslögmálum og ber þar helst
að nefna vaxtabætur sem ganga
beint inn í greiðslumat og leiða þar
með til hærra fasteignaverðs.
Höfundur er véltæknifræðingur
og leigutaki.
Fyrir hverja eru
húsaleigubætur?UMRÆÐAN
Berglind Kristinsdóttir skrifar
um Ljósið
Ljósið endurhæfingar- og stuðn-ingsmiðstöð fyrir krabba-
meinsgreinda og aðstandendur
þeirra á Langholtsvegi 43, hefur
nú verið starfrækt í 4 ár. Þar sem
áður var útibú Landsbankans er
nú starfræktur „Gleðibankinn“.
Lítið hefur farið fyrir starfi okkar
í fjölmiðlum enda starfar þar fólk
sem ekki er að berja sér á brjóst,
né að upphefja sig á nokkurn hátt.
En orðrómur metnaðarfulls og
faglegs starfs Ljóssins hefur bor-
ist manna á milli, þá sérstaklega
þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu
þess á einhvern hátt.
Að taka virkan þátt í lífinu
Þeim fjölgar dag frá degi sem
komast í kynni við Ljósið, því
þriðji hver landsmaður greinist
með krabbamein einhvern tím-
ann á lífsleiðinni. Þegar það ger-
ist verður umbylting á daglegri
iðju einstaklingsins og fjölskyldu
hans, en þá sem aldrei fyrr reyn-
ir á stuðning frá umhverfinu og
endurhæfingu. Að greinast með
krabbamein setur af stað ákveðið
breytingarferli hjá einstaklingn-
um. Hver og einn þarf að laga
sig að breyttri lífssýn. Í Ljósinu
gefst einstaklingum kostur á að fá
stuðning við það, bæði frá fagað-
ilum Ljóssins og frá öðrum Ljós-
berum (þeir sem taka þátt í starf-
inu). Að hafa tækifæri til að taka
virkan þátt í lífinu þrátt fyrir
veikindi eða örorku er skilgreint
sem heilsa samkvæmt Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni. Ljósið
veitir krabba-
meinsgreindum
einstaklingum
þetta tækifæri.
Hinn 29. nóv-
ember síðastlið-
inn var haldin
handverkssala í
Ljósinu á Lang-
holtsvegi 43.
Ég, ásamt fleiri
Ljósberum, var
svo heppin að taka þátt í þessum
skemmtilega degi. Salan fór fram
úr björtustu vonum. Þegar ég lagð-
ist til hvílu um kvöldið gat ég ekki
sofnað því djúpt frá hjartarótum
fann ég fyrir svo mikilli gleði,
þakklæti og stolti yfir þessum frá-
bæra degi. Ég fann mig knúna til
að skrifa í Fréttablaðið því allir
landsmenn verða að fá að vita af
þessu merka starfi. Jákvæðnin,
samheldnin og velvildin var nán-
ast áþreifanleg þennan dag og
langar mig sérstaklega að þakka
öllum Ljósberum og velunnurum
sem allir gáfu vinnu sína, hand-
verk og/eða mættu með kökur á
söluna. Að hugsa til allra Ljósber-
anna og velunnara sem hver og
einn voru með ákveðið hlutverk,
lögðu sitt af mörkum til að gera
daginn ógleymanlegan.
Með viljann að vopni
Við Íslendingar erum ótrúlega
öflugir, þrautseigir, magnaðir og
getum lyft grettistaki með viljann
að vopni. Allt þetta fallega hand-
verk sem unnið var í endurhæf-
ingunni með það að markmiði að
efla sig og styrkja var nú komið á
flottasta handverksmarkað sem ég
hef séð. Kvennakór Kópavogs söng
fyrir okkur og kvartett frá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands gerði stemn-
inguna enn hátíðlegri. Allir þessir
aðilar trúa á mátt Ljóssins og vilja
hjálpa að halda lífi í Ljósinu, að
láta Ljósið skína. Ég er stolt af því
að taka þátt í þessu frábæra starfi
sem Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi
er hugmyndasmiður að. Starfsemi
Ljóssins er byggð á hugmynda-
fræði iðjuþjálfa. Starfsemin á sér
ekki fyrirmynd í heiminum og
erum við því sannir brautryðjend-
ur og fyrirmynd annarra þjóða að
viðlíka starfi, íslenskt hugvit. Að
vera brautryðjandi og frumkvöð-
ull getur oft á tíðum reynst erfitt
og mörg ljón verða á veginum, en
þeim mun sætari eru sigrarnir.
Þegar maður upplifir að öflug
hugmyndafræði iðjuþjálfa á borð
við valdeflingu þar sem styrk-
leikar hvers og eins eru nýttir á
árangursríkan hátt, virka ekki
bara í orðum heldur líka í gjörð-
um, getur maður ekki annað en
verið mjög stoltur. Að vinna að eld-
móði að því sem maður gerir dags
daglega og finna að byrinn er með
manni er magnað.
Höfundur er iðjuþjálfi og starfar
hjá Ljósinu.
Ljósið í myrkrinu
KRISTINN ÞÓR
SIGURJÓNSSON
Að hafa tækifæri til að taka
virkan þátt í lífinu þrátt fyrir
veikindi eða örorku er skil-
greint sem heilsa samkvæmt
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni. Ljósið veitir krabba-
meinsgreindum einstaklingum
þetta tækifæri.
BERGLIND
KRISTINSDÓTTIR
HE IÐMÖRK V IÐE Y
Handprjónuð dömu húfa úr 100% Merino ull.
húfa húfa
Kláð
afrí
ull
V ÍK
Léttir og liprir Power stretch® hanskar.
Handprjónuð herra húfa með vindþéttu eyrnabandi að innan.
Einnig fáanleg í svörtu, gráu og hvítu.
vettlingar
Verð: 5.700 kr. Verð: 5.500 kr. Verð: 5.800 kr.Stærðir:
XS-XL