Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 40
36 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR LOKAÐ Í DAG OPNUM ANNAN Í JÓLUM GLEÐILEG JÓL! SJÁUMST Í JÓLASKAPI FRUMSÝND ANNAN Í JÓLUM SAMbíóin eru lokuð í dag Þorláksmessu OPIÐ FYRIR SÖLU Á GJAFAKORTUM FRÁ 11 - 17.00 Í ÁLFABAKKA OG 11 - 23.00 Í KRINGLUNNI OPNUM AFTUR 2. Í JÓLUM MEÐ JÓLAMYNDUNUM Í ÁR GLEÐILEGA HÁTÍÐ NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 Sesselja Magnúsdóttir, eða Sessý, hefur verið iðin við að búa til umhverfisvænar jólagjafir upp á síðkastið. Gjafirnar hefur hún bæði selt á jólamörkuðum og á Facebook, en kveikjan að handverkinu er bæði áhugi Sessýjar á umhverfisvernd og þörfin til að ná endum saman fyrir jólin. „Ég er búin að skrautskrifa frá því að ég var krakki, en það var Birta Björnsdóttir, æskuvinkona mín og fatahönnuður, sem kenndi mér skrautskrift þegar ég var tólf ára,“ segir Sessý, spurð um hand- verksáhugann. „Mamma mín rak innrömmunarfyrirtæki í mörg ár og þar var afgangspappír þegar kartonið var skorið fyrir mynd- irnar. Mér fannst agalegt að því væri hent svo ég fékk alltaf kart- on hjá henni sem ég skrautskrifaði á og fór svo að gata og setja borða í til að búa til sæt kort,“ bætir hún við. Einhverjir muna eflaust eftir Sessý úr fyrstu Idol-seríunni, en hún er söngkona og kennir söng auk þess sem hún er í kennara- námi við Háskóla Íslands. Gjaf- irnar gerir hún í frístundum sínum til að endurnýta heimilis- úrgang og skapa sér aukatekjur, en fyrir utan jólakortin selur hún meðal annars segul sem festa má á ísskáp, heimabakað speltbrauð, hummus og skartgripi. „Þegar ég var að selja hrísgrjónahitapoka sem ég saumaði á jólamarkaðnum í Heiðmörk síðustu jól bauð ég upp á brauð og hummus sem sló alveg í gegn. Ég hef svo þróað uppskrift- ina og bætt ýmsu út í hana. Annars er ég mikið að dansa salsa og er alveg salsasjúk. Þar er krafturinn og litagleðin ríkjandi svo ég fór að leika mér að búa til litríka skart- gripi út frá því,“ útskýrir Sessý sem leggur jafnframt áherslu á að breiða út kærleiksboðskapinn. „Ég er ekki tengd neinum trúar- brögðum heldur er ég bara aðdá- andi kærleiks og umburðarlyndis. Eftir að ég byrjaði í tólf spora- kerfinu fyrir um tveimur árum féll ég alveg fyrri þeirra lífspeki. Ég hef lært margt síðan þá sem getur hjálpað manni, sérstaklega á krepputímum,“ segir hún og viðurkennir að það sé erfitt að ná endum saman í dag. „Ég er einstæð móðir svo maður er alltaf að reyna að ná jafnvægi fjárhagslega. Ég var ekki með nein gjaldeyrislán og lifði mjög hógværu lífi, en ég mátti ekki við þessari verðbólgu og er virkilega að finna fyrir kreppunni núna. Þótt ég skammist mín ekki almennt fyrir að leita mér hjálpar vildi ég prófa að sjá hvað ég gæti gert áður en ég færi að leita til Fjölskyldu- hjálpar og sækja mér matarkörfu,“ segir Sessý. „Án þess að vera nei- kvæð finnst mér ganga mjög langt hvað við neytum mikils og sköpum mikið rusl á plánetunni okkar. Við erum svo ofboðslega mikið neyslu- þjóðfélag og að því leyti finnst mér kreppan jákvæð. Undanfarna mán- uði hef ég verið að geyma dót til að föndra úr og það hefur veitt mér ánægju að búa til verðmæti úr ein- hverju sem er til án þess að kaupa meira,“ segir Sessý, en vörurnar má sjá á Facebook undir Sessý‘s market. alma@frettabladid.is IDOL-STJARNA SELUR HAND- VERKIÐ SITT Á FACEBOOK UMHVERFISVÆNAR JÓLAGJAFIR Sessý endurnýtir meðal annars heimilisúrgang til að búa til jólagjafir, en kveikjan að handverkinu er bæði áhugi Sessýjar á umhverfisvernd og þörfin til að ná endum saman fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.