Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 16
16 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Upplýsingar um útsölustaði á www.raymond-weil.com Ullarjakkar Áður 19.990 Nú 14.990 Stærðir 36-48 ALÞINGI Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gær. 33 þing- menn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en 26 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjórir voru fjarstaddir. Ríkissjóður verður rekinn með 99 milljarða króna halla á næsta ári. Það merkir að útgjöldin verða 99 milljörðum króna hærri en tekj- urnar. Samkvæmt fjárlögunum verða útgjöldin rúmlega 561 millj- arður en tekjurnar tæplega 462 milljarðar. Líkt og vanalega vega félags-, trygginga- og heilbrigðismál þyngst í útgjöldunum en nú ber svo við að vaxtagjöld eru meðal hæstu liða. Ríkið mun greiða um 95 milljarða í vexti á næsta ári. 135 milljarðar fara í verkefni félags- og tryggingamálaráðu- neytisins og 95 milljarðar til heil- brigðismála. Sextíu milljarðar fara í menntamál. Halli næsta árs verður nokk- uð minni en ársins sem er að líða. Stefnir í að hann verði um 160 milljarðar. Fjárlagafrumvarpið, sem fjár- málaráðherra mælti fyrir við þingbyrjun í október, tók nokkrum breytingum í meðförum Alþingis. Voru á þriðja tug breytingatillagna lagðar fram, sumar í einum lið en aðrar í tugum liða. Er skemmst frá því að segja að flestar tillög- ur stjórnarandstæðinga voru felldar en tillögur stjórnarliða samþykktar. Meginstefið í gagnrýni stjórn- arandstæðinga á fjárlagafrum- varpið var að það væri illa unnið. Tvinnaðist sú gagnrýni á stundum við óánægju stjórnarandstæðinga með skattahækkanir stjórnvalda. Voru tekjuáformin sögð óraunhæf og ósanngjörn. Fjöldi útgjaldaliða hlaut einnig harða gagnrýni. Var stjórnarliðum raunar borið á brýn að hafa heykst á að spara nægilega í ríkisrekstrinum. Talsmenn stjórnarflokkanna vís- uðu öllum ásökunum í þessa átt á bug. Sögðu þeir frumvarpið bera vott um ábyrgan rekstur og tekju- aukann með skattbreytingunum nauðsynlegan. Við gerð fjárlaga var stuðst við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Taka þau mið af þeim markmiðum sem þar koma fram um að frumjöfnuði verði náð 2011 og að afgangur verði á ríkissjóði 2013. bjorn@frettabladid.is Hallinn á ríkissjóði verður 99 milljarðar Vaxtagreiðslur verða meðal hæstu gjaldaliða ríkissjóðs á nýju ári. 230 milljarð- ar fara í félags-, trygginga- og heilbrigðismál. Hallinn á næsta ári verður um 60 milljörðum lægri en í ár. Stjórnarandstaðan segir fjárlög næsta árs óraunhæf. FRÁ ALÞINGI Fjárlagafrumvarpið var samþykkt í gær með 33 atkvæðum stjórnarliða. 26 stjórnarandstæðingar sátu hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Þing kemur saman milli jóla og nýárs til að taka Icesave-málið til þriðju umræðu. Verður þing- fundur á mánudag og hugsanlega dagana tvo á eftir. Sjaldgæft er að þingfundir séu milli hátíða. Hefur það raunar aðeins gerst þrívegis á lýðveldistíman- um, árin 1958, 1987 og 1994. Árið 1994 voru lánsfjárlög, ráðstafanir í ríkisfjár- málum og staðfesting á stofnaðild að GATT-samn- ingnum enn óafgreidd þegar jólin gengu í garð. Bar því nauðsyn til að funda að þeim loknum og afgreiða málin fyrir áramót. Árið 1987 voru fjárlög næsta árs enn ósamþykkt fyrir jól. Fundaði þingið því 28. desember það ár. Auk samþykktar fjárlaganna voru gerðar breyting- ar á lögum um stjórn fiskveiða og söluskatt. Tvö mál voru rædd á þingfundi 29. desember 1958. Voru bæði tilkomin vegna óafgreiddra fjár- laga. Annað snerist um bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði en með hinu var ráðherra veitt heim- ild til að fresta ákvörðun framlaga og iðgjalda til almannatrygginga þar til fjárlög hefðu verið sett. Icesave-málið var afgreitt úr fjárlaganefnd í gær. Ósamkomulag er milli stjórnarliða og stjórnar- andstæðinga og því allt eins viðbúið að umræður um málið taki drjúgan tíma. Þingsköp koma þó í veg fyrir að ræðumenn geti talað að vild. - bþs Þingfundir hafa þrisvar sinnum verið haldnir milli hátíðanna á lýðveldistímanum: Icesave á dagskrá á mánudag ANDSTAÐAN Stjórnarandstaðan hefur barist gegn samkomu- lagi stjórnvalda um Icesave. STJÓRNMÁL Áformað er að setja reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna inn í þingsköp Alþingis á næsta ári. Sem stendur hafa þær einungis verið eins konar vinnureglur, sem skrifstofa Alþingis hefur mælt með að þingmenn fari eftir. Þegar reglurnar voru samþykktar síðastlið- ið vor var rætt um að gera þær síðar meir að lögum. Þannig mætti skylda þingmenn til að skrá upplýsingar um sig. Einnig mætti refsa þeim fyrir brot á lögunum. Með því að setja reglurnar í þingsköp verða þær að lögum. Hins vegar eru engin refsiákvæði innan þingskapalaga. Spurð hvort eftirlit verði haft með því að þingmenn skrái satt og rétt hags- muni sína og trúnaðarstörf segir Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, það óákveðið. Þetta skýrist þegar lagabreytingin verður gerð. Spurð hvort rætt sé um að gera um lögin einhvers konar refsiramma, sem er til dæmis sex ár í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, segir Ásta ómögu- legt að vita hversu langt verði gengið. Það skýrist í vinnunni fram undan. Hún segir að litið sé til Svíþjóðar í þessum efnum, þar sem reglurnar eru einnig lögbundnar. Reglurnar tóku gildi 1. maí og kveða á um að þingmenn skrái upplýsingar um fjárhag sinn og störf utan þings. Upplýsingarnar birtast á vef Alþingis. - kóþ Forsætisnefnd skyldar kjörna fulltrúa til að upplýsa um fjárhag sinn: Þingmannareglur að lögum ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Forseti Alþingis hugar nú að hertum reglum um þingmenn, þannig að þeir verði skyldaðir til að birta upplýsingar um fjárhag sinn og trúnaðar- störf utan þings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Rekstur Slipps- ins á Akureyri hefur ekki gengið betur frá því nýir eigendur tóku við árið 2005. Starfsmönnum fyr- irtækisins hefur verið fjölgað um 25 á árinu og eru nú tæplega 130. Til viðbótar hafa um 30 starfs- menn undirverktaka verið við vinnu þar undanfarna mánuði. Slippurinn festi kaup á hús- eignum Loftorku í síðustu viku. Einnig var húsnæði bátasmiðj- unnar Seiglu tekið yfir nýlega. Þó stendur ekki til að hefja skipa- smíði á ný í slippnum, að því er fram kemur í máli Antons Benja- mínssonar framkvæmdastjóra á síðunni vikudagur.is. - þeb Slippurinn á Akureyri: Ekki gengið betur í mörg ár TÍGRISDÝR AÐ MOKA Maður klæddi sig upp sem tígrisdýr þegar hann tók til hendinni í Kænugarði fyrir skömmu. Maðurinn ákvað að bregða á leik fyrir ljósmyndara nokkurn sem tók myndir fyrir nýtt dagatal sem á að koma út á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.