Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 2
2 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR Fiskislóð 1, 101 RTryggva www.ellingsen.is FULLT HÚS JÓLAGJAFA Þorláksmessa, opið 10-22 Aðfangadagur, lokað EFNAHAGSMÁL Verðtryggðar skuldir landsmanna munu hækka um þrett- án milljarða króna vegna skatta- hækkana sem samþykktar voru á Alþingi á mánudag. Alþingi samþykkti að hækka virðisaukaskatt úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent. Auk þess hækka gjöld á áfengi, tóbak, eldsneyti og bíla, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir hafa bein áhrif á húsnæðislán landsmanna. Samkvæmt útreikningum ASÍ munu þessar hækkanir leiða til um eins prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs, segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. Þetta þýðir einnig að verðtryggð húsnæðislán hækka um eitt pró- sent. Höfuðstóll lána landsmanna hækka því um 100 þúsund krón- ur fyrir hverjar tíu milljónir sem fengnar hafa verið að láni. Henný tekur fram að ekki sé búið að reikna með ýmsum öðrum verðhækkunum sem mögulegt sé að verði um áramót, til dæmis hjá sveitarfélögunum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum námu verðtryggðar skuldir íslenskra heimila um 1.175 milljörðum króna í lok síðasta árs. Nýrri tölur hafa ekki fengist, en sé reiknað með að þær hafi nokkurn veginn fylgt neysluverðsvísitölu má áætla að þær nemi nú um 1.300 milljörðum króna. Eins prósents hækkun á neyslu- verðsvísitölu mun hækka þessar skuldir um þrettán milljarða króna. - bj Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka verulega vegna skattahækkana: Skuldir aukast um 13 milljarða HÚSNÆÐI Höfuðstóll verðtryggðra hús- næðislána mun hækka um eitt prósent vegna nýsamþykktra skattahækkana að mati ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERSLUN Útsöluverð íslenskra geisladiska hefur lítið hækkað síðan árið 1991, en raunverð hefur lækkað, miðað við almenna verð- þróun. Árið 1991 kostuðu þeir um tvö þúsund krónur stykkið en í ár í kringum 2.500. Hefðu íslenskir diskar fylgt vísi- tölu neysluverðs myndu þeir kosta hátt í 4.600 krónur í ár. „Árið 1991 voru nýjar bækur og nýir diskar á svipuðu verði. Nú geturðu fengið tvær plötur fyrir eina bók, og þú lest bók- ina bara einu sinni!“ segir Lárus Jóhannesson í versluninni 12 tónum. Hljómdiskar ættu því að vera í sterkri stöðu. Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda, skýrir stöðugleika verðlags inn- lendra platna síðustu ár helst með samkeppni við ólöglegar niðurhalssíður: „Myndir þú kaupa mjólkina ef hún væri ókeypis?“ Hann tekur ekki undir að diskarn- ir hafi einfaldlega verið of dýrir árið 1991. Því fylgi mikill kostnað- ur að setja nýja plötu á markað. Í ár virðist vera svolítill sam- dráttur í plötusölu fyrir jólin, miðað við sölu þrjátíu vinsælustu titlanna. Ásmund grunar að salan dreifist á fleiri titla en áður. Baldvin Esra Einarsson, útgef- andi hjá Borginni og Kima, segir söluna góða. Sumar plötur seljist mun betur en við var búist. Hann nefnir einnig að salan sé dreifðari, jaðarplötur seljist vel. Hljómplötuframleiðendur og verslanir leggi nokkuð minna á vörurnar en áður. „Við viljum halda plötuverði þannig að fólk ráði við að kaupa þær,“ segir hann. Verð hafi hækkað um tíu til fimmt- án prósent, sem sé ekki óeðlilegt miðað við verðlagshækkanir og dýrari erlendan kostnað. Eftir gengishrun eru innfluttir diskar talsvert dýrari en innlend- ir og kosta á milli þrjú og fjögur þúsund krónur. Ásmundur Jónsson segir að í kjölfar hruns hafi innflutningur snarminnkað og innlend tónlist hafi náð um 65 prósentum af söl- unni: „Mér sýnist að það hlut- fall eigi ekki eftir að breytast erlendum diskum í vil.“ Lárus Jóhannesson segir erlenda plötusölu í sinni búð svip- aða og í fyrra. Verslun hans sé þó eilítið sér á báti, enda fáist þar tón- list sem erfitt sé að finna annars staðar. klemens@frettabladid.is Verð geisladiska hefur lítið hækkað í 20 ár Geisladiskar hafa verið á svipuðu verði síðan 1991 og seljast ágætlega fyrir jólin. Tvennum sögum fer af því hvort þeir seljast betur eða verr en í fyrra. Innlendir diskar kosta um þúsund krónum minna en innfluttir. Salan er dreifðari í ár. Guðlaugur, ert þú ekki bara með neikvæðar bylgjur? „Nei, ég er með jákvæðar jónir – aðallega róteindir.“ Guðlaugur Kristinn Óttarsson gagnrýndi í Fréttablaðinu í gær hættulegt fikt ófag- lærðra í rafkerfum og sölu á rándýrum búnaði sem draga ætti í sig rafmengun en væri aðeins verðlaust og gagnslaust drasl. BALDVIN ESRA EINARSSON Segir hljómplötuiðnaðinn halda aftur af verðhækkunum. Salan gangi glimrandi vel. LÆKKANDI VERÐ Í kringum 1991 voru geisladiskar og bækur á svipuðu verði. Nú er hægt að fá tvo diska fyrir andvirði einnar skruddu. LÁRUS JÓHANNES- SON Telur vægi íslenskrar tónlistar í heildarplötusölu vera um sjötíu pró- sent. Salan í ár sé svipuð og í fyrra. ÁSMUNDUR JÓNSSON Segir samdrátt í sölu vinsælustu platna, en líklegt sé að salan dreifist á fleiri en í fyrra. CATALÍNA Gæsluvarðhald yfir Catalínu hefur verið framlengt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSTÓLAR Catalína Ncogo verður í gæsluvarðhaldi til 12. janúar samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þá rann út fyrri úrskurður. Ákvörðunin hefur verið kærð til Hæstaréttar. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn segir rannsóknar- hagsmuni kalla á aukið gæslu- varðhald. Catalína var handtekin 3. desember grunuð um aðild að mansali og milligöngu um vændi. Skömmu áður var hún dæmd í fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl. Friðrik segir rannsókninni miða vel. Allmargir hafa verið yfir- heyrðir, þar á meðal nokkrir „við- skiptavinir“ Catalínu. - óká Verður í haldi til 12. janúar: Kærði úrskurð til Hæstaréttar EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,48 pró- sent frá því í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,63 prósent milli mánaða, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Mestu mun- aði um 25,5 prósenta hækkun á flugfargjöldum til útlanda, sem hækkuðu vísitöluna um 0,2 prósent. Vísitalan hefur hækkað um 7,5 prósent síðustu tólf mánuði, eða 11,3 prósent séu breytingar á húsnæðisverði ekki teknar með. - bj Vísitala neysluverðs hækkar: Mestu munar um flug og bíla Mennirnir tveir sem létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðar- vegi á föstudag hétu Sæmundur Sæmundsson og Björn Björns- son. Sæmundur var 59 ára að aldri, til heimilis í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig sex upp- komin börn. Björn var 62 ára og einnig til heimilis í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig tvö börn og tvö fósturbörn. Þriðji maðurinn, Hrafnkell Kristjánsson íþróttafrétta- maður, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Lögregla vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins. Létust í slysi við Arnarnesbrú Skinfaxi 100 ára Skinfaxi, blað Ungmennafélags Íslands, fagnar merkum tímamótum í sögu blaðsins um þessar mundir, en 100 ár eru síðan fyrsta blaðið var gefið út. Frá því að fyrsta blaðið kom út í október 1909 hefur það verið gefið út óslitið, og ekki fallið út einn árgangur. FÉLAGSSTÖRF ÖRYGGISMÁL Bæjarstjórn Grundar- fjarðar mótmælir fjórðungs fækkun í löggæsluliði yfir vetr- artímann. Segir í ályktun bæj- arstjórnarinnar að í ljósi þess hversu víðfeðmt landsvæði er um að ræða, minnki öryggi íbúa svæðisins, ekki síst þar sem við- bragðstími lögreglunnar leng- ist verulega. Bæjarstjórnin telur að nú þegar sé allt of langt gengið í niðurskurði á löggæslu á svæðinu. Bæjarstjórnin ítrekar fyrri ályktanir og mótmælir því að nið- urskurður á þjónustu hins opin- bera skuli fyrst og fremst verða á landsbyggðinni. - shá Bæjarstjórn Grundarfjarðar: Mótmæla fjórð- ungs fækkun KÍNA, AP Francois Fillon, forsætisráðherra Frakk- lands, krefst þess að kínversk stjórnvöld sýni vest- rænum lýðræðishefðum umburðarlyndi, en tók jafnframt fram að Frakkar vildu alls ekki móðga Kínverja. „Kína er stórt land sem þarf að leysa sín eigin vandamál upp á eigin spýtur,“ sagði Fillon, sem var í heimsókn í Peking. „Á hinn bóginn er Frakk- land gamalt lýðræðisríki. Við erum með málfrelsi og allir geta sagt það sem þeir vilja. Þetta er okkar hefð og Kínverjar ættu að skilja það.“ Kínversk stjórnvöld tóku það óstinnt upp að útlægir Tíbetar og aðrir mótmælendur trufluðu hlaup íþróttamanns með Ólympíukyndilinn í París á síðasta ári. Ekki hresstust þau þegar Nicolas Sar- kozy Frakklandsforseti tók upp á því að hitta Dalai Lama, leiðtoga Tíbetbúa, og eiga við hann gott spjall. Samband ríkjanna hefur þó skánað á ný eftir að Sarkozy hitti Hu Jintao, forseta Kína, á leiðtoga- fundum í apríl og september á þessu ári. Tilgangur ferðar Fillons til Kína er að styrkja tengslin enn frekar, og á blaðamannafundi í Peking sagðist hann telja að sér hefði tekist það. - gb Forsætisráðherra Frakklands segir Frakka ekki vilja móðga Kínverja: Krefst skilnings af Kínverjum TÓKUST Í HENDUR Francois Fullon, forsætisráðherra Frakk- lands, og Hu Jintao, forseti Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Icelandic Group fékk tæpa 27 milljarða króna kúlulán frá Landsbanka Íslands skömmu eftir bankahrunið í fyrrahaust. Landsbankinn var þá kominn í hendur ríkisins. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi. Sagði í umfjölluninni að útgerð- arfélögin Brim og Hraðfrysti- hús Gunnvarar í Hnífsdal hefðu stofnað fyrirtækið IG ehf. og flutt skuldir Icelandic Group yfir í hið nýstofnaða félag til að lag- færa skuldastöðu Icelandic. Kúlulánið frá Landsbankanum er með veði í hlutabréfum Ice- landic og áhætta félagsins er því lítil sem engin. - sh Icelandic Group bjargað: Fékk milljarða lán eftir hrun SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.