Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.12.2009, Blaðsíða 8
8 23. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR A u g lý si n g as ím i – Mest lesið 1. Hvert er hæsta þrepið í nýju tekjuskattskerfi? 2. Hver er formaður flugráðs? 3. Hver voru útnefnd knatt- spyrnumenn ársins af hálfu Alþjóðaknattspyrnusambands- ins? SJÁ SVÖR Á BLAÐSÍÐU 42 STJÓRNMÁL Þurfi að kalla saman landsdóm til að fjalla um hugsan- leg brot ráðherra, í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, verð- ur það gert samkvæmt núgildandi reglum um skipan dómsins. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheið- ur Jóhannsdóttir, segir að ekki gef- ist tími til að breyta skipan í lands- dóm áður en skýrslan kemur út 1. febrúar. „En ég tel ástæðu til að endur- skoða þessi lög og mun setja vinnu á laggirnar til þess samkvæmt ábendingu nefndar um eftirlitshlut- verk Alþingis,“ segir Ásta. Varaþingmaður VG, Arndís Soffía Sigurðardóttir, spurði forset- ann um landsdóminn í síðustu viku, og var það í fyrsta skipti sem for- seti Alþingis fékk fyrirspurn, eftir lögum frá 2007. „Ég vildi kasta ljósi að Alþingi í þessu sjálfstæða eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu,“ segir Arndís. Mikilvægt sé að fá afstöðu forseta Alþingis fram, áður en skýrslan verður birt. Gagnrýni hafi beinst að því pólitíska ívafi sem einkenni skipan átta dómara landsdóms af fimmt- án, en þeir eru kosnir hlutfallskosn- ingu af Alþingi. Arndís tekur undir þessi sjónarmið en um leið önnur, að endurskoðun á þessum reglum gæti vakið grunsemdir um að hún færi fram, lituð af ríkjandi aðstæðum. „Ég vil koma þessari umræðu af stað svo fólk sé meðvitað um þetta. Að það ríki sátt um landsdóm, en ekki tortryggni,“ segir Arndís. - kóþ Forseti Alþingis svarar fyrirspurn þingmanns í fyrsta sinn í sögunni: Of seint er að hrófla við landsdómi FILIPPSEYJAR, AP Eldfjallið Mayon á norðanverðum Filippseyj- um er eins og tifandi sprengja þessa dagana. „Hættuleg spreng- ing gæti orðið í dag eða næstu dögum,“ segir Renato Solidum eldfjallafræðingur. Nærri allir íbúar í næsta nágrenni fjallsins, um 45 þúsund talsins, hafa nú forðað sér á örugg- ari slóðir. Flestir hafast þeir við í neyðarskýlum, skólum og íþrótta- húsum í nærliggjandi byggðum, en sumir gista hjá ættingjum og vinum. Stöðug aska streymir úr fjallinu og hraun vellur niður hlíðarnar. Jarðskjálftar mælast með stuttu millibili og telja jarðfræðingar verulegar líkur á sprengigosi. Enn eru þó um tvö þúsund manns í innan við átta kílómetra fjarlægð frá fjallinu, en það er sú fjarlægð sem miðað er við þegar fólk er hvatt til að forða sér. Hermenn og lögregluþjónar hafa verið á eftir- litsferðum um svæðið til að hvetja fólk til að fara á brott. Síðast gaus Mayon árið 2006. Þá voru 30 þúsund manns fluttir frá hættuslóðunum. Árið 1979 kostaði gos í fjallinu 79 manns lífið. Fjallið hefur gosið nærri 40 sinnum síðan 1616. Mannskæðasta gosið varð árið 1814, en þá létu meira en 1.200 manns lífið. gudsteinn@frettabladid.is Beðið eftir sprengingu Nærri allir íbúarnir í nágrenni eldfjallsins Mayons hafa forðað sér af ótta við sprengingu, sem gæti orðið hvenær sem er. Hraun streymir stöðugt úr fjallinu. ELDFJALLIÐ MAYON Hefur gosið nærri 40 sinnum síðustu fjórar aldirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari fór ekki fram á framlengingu á farbanni yfir Jóni Þorsteini Jóns- syni, fyrrverandi stjórnarfor- manni Byrs, en bannið rann út í fyrradag. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir Ólafi Þór Haukssyni að rannsókn- arhagsmunir hafi ekki kallað á framlengingu farbannsins. Rannsóknin snýr að sölu stofn- fjárbréfa í Byr fyrir milljarða króna til félagsins Exeter Hold- ing. Meðal seljenda voru Jón Þor- steinn og MP banki. Meðal þeirra sem eru með réttarstöðu grunaðra í þessu máli er Jón Kr. Sólnes, stjórnarmaður í Byr. Rannsókn á Byrsbréfum: Ekki framlengt á Jón Þorstein VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.