Samtíðin - 01.03.1957, Side 8
4
SAMTÍÐIN
Iag, sem gerir sparsemi fólksins landræka,
drýgir dauðasynd. Sama máli gegnir um
allar aðrar fornar dygðir, sem hafa verið
le'ðarljós Islendinga imi aldir. Að þeim
verður að lilúa, því að þær eru fjöregg
þjóðarinnar. I>ótt okkur hafi vegnað vel
við fjáröflun á umliðnum árum, megum
vlð ekki fyllast rembingi, því að dramb er
falli næst. Við megum ekki heldur drýgja
þá höfuðsynd gagnvart sjálfum okkur að
senda hinar fornu dygðir til fjandans, því
að laun syndarinnar er dauði.
—★—
iZiuti /tossa hcftis:
Aron Guðbrandsson: Laun syndar-
innar er dauði ................Bls. 3
Dægurlagstextarnir ..............— 4
Kvennaþættir Freyju .............— 5
Presturinn og dauða höndin (saga) — 9
Dauðinn er ekki kvalafullur ........— 12
Verðlaunaspurningarnar .......... — 15
íslenzkunámskejð Samtíðarinnar . . — 16
Þú munt verða drottning (saga) . . — 17
Guðm. Arnlaugsson: Skákþáttur .. — 20
Sonja: Samtíðarhjónin ...........— 22
Árni M. Jónsson: Bridgeþáttur .... — 25
„Við uppspretturnar" (ritfregn) . . — 28
Þeir vitru sögðu. Krossgáta o. fl.
tt)œ^ar(a^ó textar
FJÓRAR á Austurlandi skrifa: „Kæra
Samtíð. Okkur langar til að biðja þ'g að
birta fyrir okkur textann: Hljóðlega gegn-
um Hljómskálagarð. Ástarþakkir fyrir
alla skemmtunina." — Textinn er eftir N.
N. og lag eftir Oliver Guðmundsson. Sung-
ið af Hauki Morthens á H. M. V. plötu nr.
JOR 229. Gjörlð þið svo vel:
Við skulum ganga hljóðlega gegnum
hljómskálagarð —
allt er svo hljótt, höfugt og rótt.
Manstu það ei, hve siðasti dansinn drjúgur
oss varð;
dansinn frá því í nótt.
Síðasti valsinn bergmálar enn í eyrum
mér.
Eftir tónum hans svífum við í dans.
Ekkert er það í veröld, sem hrífur muna
manns
meira en lokkandi vals.
Dreymum æsku, yndi og fjör.
Lokastund balls
verður liðandi vals.
Gleymum bæði stund og stað;
stígum hinn létta dans.
Forsíðumyndin er af ROBERT TAYLOR
og ELEANOR PARKER í M.G.M.-kvik-
myndinni „Above and Beyond“, sem sýnd
verður innan skamrns í Garnla Bíó.
Kirkjukór nokkur úti á landsbyggS-
inni var á söngæfingu. Þá mælti söng-
stjórinn: „Gleymió þiS nú ekki, aö
tenórinn syngur einn, þangað til viö
komum að: HLIÐUM VlTIS, en þá
falla allir inn.“
Tízkan er á okkur bandi
Landsins beztu og fjölbreyttustu
priónavörur. Sent gegn póstkröfu.
HLÍN, Skólavörðustíg 18. Sími 2779.
L. & Á. biðja auk þess um; VORKVÖLD
Sungið af Öddu Örnólfsdóttur á H. S. H.
hljómplötu. Textinn er eftir Reinhardt
Reinhardtsson, viðlag eftir Gunnar Kr.
Guðmundsson.
Hnigin er sól, og blómið lokar brá.
Breiðir kyrrð og frið um lönd og sjá
vorkvöld blítt. Ó, vina, vak mér hjá,
veröld meðan sveipa húmtjöld blá,
þér ég blítt að barmi halla,
bjarta mey, el liverf mér frá.
Þú ert mín um eiFfð alla.
Ekkert fær skilið þær
verur, sem hvor aðra þrá.
Hnigin er sól.
Ó, vina, vak mér hjá,
veröld meðan sveipar húmtjöld blá.