Samtíðin - 01.03.1957, Page 13

Samtíðin - 01.03.1957, Page 13
SAMTÍÐIN 9 Presturinn og dauða höndin SKÖMMU EFTIR að lokið var miðdegisverði, baðst ungi prestur- inn afsökunar, þó að hann drægi sig í hlé og fór upp í herbergið sitt til að semja ræðu fyrir næsta sunnu- dag. Gamli pr,esturinn, sem þjónað liafði þessu litla prestakalli i Suð- ur-Englandi, hafði samkvæmt lækn- isráði tekið sér hvíld frá störfum, og því hafði biskup sent honum þennan unga prest til aðstoðar. Sóknarbörnin á þessum slóðum voru ágætt fólk, og þetta litla forn- fálega prestssetur var eins friðsæll dvalarstaður og fremst varð á kosið. Fjölskyldan var klerkur og kona bans og fjögur börn þ,eirra uppkom- in, þrjár dætur og einn sonur. Þar sem fólkið á prestssetrinu bjó við þröngan húsakost, liafði að- stoðarprestinum verið fengið her- bergi uppi á annarri liæð, og var það búið sem skrifstofa. Ef prest- ur snéri baki að eldstónni, blöstu við honum bókahillur, sex feta langar °g þriggja f.eta liáar. Fyrir neðan efstu hilluna var röð af stórum dúfnaholum. Dyrnar fram í litla anddyrið voru i hægra horni stof- unnar, og við endann á bókahill- unum var gluggi. Skrifborð var á miðju gólfi, og hjá eldstónni var hægindastóll. Ekkert rúm var í her- berginu, en meðan heimilisfólkið sat að kvöldverði, var‘ litlum bedda skotið þangað inn og hann látinn standa framan við bókahillurnar. Snéri fótagafl hans að dyrunum, en liöfðagaflinn var um það bil alin frá vegg. Á morgnana var beddinn svo lagður saman og látinn inn í lierbergiskytru við Iiliðina á vistar- veru aðstoðarprestsins. ÞAÐ VAR föstudagur, 11. desem- ber 1922, og kvöldið var ákaflega kalt. Þegar ungi presturinn kom upp í herbergi sitt, sá hann, að eld- urinn á arninum var alveg að fölskva brunninn. Undir venjuleg- um kringumstæðum mundi hann hafa flej^gt viði á eldinn úr kassan- um, sem stóð hjá arninum og eytt svo kvöldinu sitjandi í hægindastól sínum. En i kvöld kenndi hann ó- venjulegrar þreytu og tók því það ráð að ganga þegar lil sængur og hugsa heldur stundarkorn í rúm- inu. Ilann kveikti nú á lampanum, sem stóð á efstu bókahillunni, sá, að eldspýtur voru gevmdar í dúfnahol- unni fyrir neðan hana og lagðist siðan makindalega á vinstri hlið- ina með vinstri handlegg liggjandi meðfram síðunni, en lét hægri höndina hvíla á koddanum nálægt öxlinni. Meðan hann lá þannig og hugsaði um ræðuna, sem hann átti að flytja, kenndi hann undarlegrar tilfinn- ingar í hægri hendinni. Það var eins og önnur hönd hefði laumazt til að

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.