Samtíðin - 01.03.1957, Side 14
10
SAMTÍÐIN
grípa um hana. Af einhverjum á-
stæðum virlist honum ómögulegt að
hreyfa hægri höndina, en hann fann
greinilega, að vinstri handleggur
hans hans lá enn beinn meðfram
síðunni. Hann vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð. Án þess að lita upp reyndi
hann í hægðum sínum að losa hægri
höndina, en fann þá undir eins, að
lialdið var fast um hana og hún var
óðara dregin til baka.
Fyrst flaug honum í hug, að son-
ur prestsins væri að leika á sig.
Strákur hafði sennilega falið sig
undir rúminu, en hafði nú risið upp
og gripið um höndina á honum. Hon-
um gramdist þetta, því að hann
þoldi illa glettur af þessu tagi. Hann
reis snöggt upp á hnén og reyndi
að ná taki á handlegg piltsins. Sér
til mikillar undrunar greip hann al-
veg í tómt!
Skyndilega bálaði eldurinn á arn-
inum upp, og við hjart skin hans sá
hann sér til mikillar skelfingar
hönd, sem ekki náði lengra en upp
að úlflið, halda dauðahaldi i hönd-
ina á sér!
Þetta var harnshönd með löng-
um, fögrum fingrum, og hún var
örlítið bleikari öðrum megin.
í hálfgerðu ofboði æpti hann upp
yfir sig: „Guð minn almáttugur!
Dauð hönd!“
Unv leið þreif hann um úlfliðinn
og reyndi að losa tak handarinnar.
En við það varð tak þessarar óhugn-
anlegu handar aðeins fastara! Eft-
ir annað átak tókst presti þó að
losa takið og gat fleygt höndinni frá
sér. Hún þeyttist með daufu hljóði
alla leið inn í dúfuholuna!
Prestur leið aftur yfir sig niður í
rúmið og féll í öngvit. En smám
saman, eflir því sem hann kom til
sjálfs sín, varð honum ljóst, hvílík-
ur voðalegur athurður hafði gerzt,
og þá reyndi hann að sannfæra sig-
um, að þetta hefði aðeins verið
hræðilegur draumur.
En því meira sem hann hugsaði
um þella, því dularfyllra varð það
í meðvitund hans. Sofandi hafði
hann ekki verið — það vissi hann
fyrir víst. Nú var eldurinn alveg
dvínaður, og það var koldimmt i
herberginu. Hann teygði sig eftir
lampanum lil að kveikja á honum,
en þegar hann ætlaði að seilast eftir
eldspýtunum, mundi liann a'Jlt í
einu, að hann hafði varpað þessari
draugalegu hönd inn í dúfuholuna,
þar sem eldspýturnar voru geymd-
ar. Það fór hrollur um hann, þegar
hann hugsaði til þess að eiga aftur
að káfa á þessari hráköldu hönd, og
liann hikaði við. Hins vegar var al-
veg óhugsandi að liggja þarna i
myrkrinu, svo að hann vildi heldur
eiga á hættu að snerta dauðu hönd-
ina, greip því eldspýturnar, kveikti
á lampanum og steig fram úr rúm-
inu til að kanna herbergið. Hann
lagði mikið af viði á arininn og með
tilstyrk físilielgsins tókst honum að
kveikja heilmikið bál. Svo settist
hann í hægindastólinn og fór að
reyna að komast til botns í öllu
þ,essu.
Prestur var furðu rólegur. Öll
hræðsla var nú horfin úr huga lians,
en hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Hann spurði sjálfan sig upphátt:
„Var þetta virkilega holdi klædd