Samtíðin - 01.03.1957, Page 16

Samtíðin - 01.03.1957, Page 16
12 SAMTÍÐIN William Wallace: Ott inn vií dau&i auoann er minlu œyilecjn en hann ijalfur hc, Dauðinn er ekki kvalafullur RÁTT FYRIR mjög almennan ótta við dauðann er hann í sjálfu sér hvorki ægilegur né kvalafullur. Mikill þorri manna stígur algerlega sársauka- og óttalaust yfir þrösk- uldinn, sem skilur okkur frá dánar- heimum. Dauðinn kemur eins og líknarhönd, sem lætur menn gleyma öllu og hressir þá jafnvel líkt og deyfilyf. Því til staðfestingar höf- um við vitnisburði lækna, er staðið hafa við fjölda dánarbeða og horft á viðskilnað sjúklinga, svo að hundruðum skiptir. Hér koma einn- ig til greina frásagnir manna, sem sjálfir hafa blátt áfram lcomizt í opinn dauðann. Heilan áratug eða meira hafa læknar dælt lyfi, er nefnist adrena- lin, beinlínis inn í hjörtu sjúklinga, sem hafa verið komnir i opinn dauðann, manna, sem hafa verið dauðir frá vísindalegu sjónarmiði. Margir þessara manna, sem hljóta að hafa átt i sér fólginn einhvern lífsneista, enda þótt liann væri jafn- vel færustu læknum hulinn, hafa aftur vaknað til lífsins og komizt til heilsu. Meginþorri þeirra, sem ekki misstu algerlega meðvitund, segja, að vitundin um hráðan dauða hafi alls ekki verið þeim ógeðfelld og ekkert í líkingu við hinn sífellda ótta, sem þeir höfðu þjáðst af árurn saman vegna hins hættulega hjarta- sjúkdóms síns. Einn hinn fyrsti sjúldingur, sem adrenalin var dælt inn í, hafði hnig- ið niður við vinnu sína vegna hjarta- bilunar. Læknir, sem var nærstadd- ur, taldi hann dauðan. Hjartað var hætt að slá, öndunin var hætt, aug- un voru brostin, og andlitið hafði fengið á sig hinn öskugráa lit dauð- ans. Læknirinn dældi inn í likama sjúklingsins kynjalyfinu adrenaiin, og sjá: manninum batnaði. Seinna gat þessi maður ekki lýst líðan sinni á dauðastundinni nánara en svo: „Það eina, sem ég man, er, að mér leið eins og liðið hefði yfir mig og ég hefði síðan vaknað við á ný.“ Sextug kona hafði lengi þjáðst af hjartasjúkdómi. Hún var nú undir læknisliendi i sjúkrahúsi i Boston og var talið, að liún ætti örskammt eftir ólifað. Skyndilega var lækni hennar tilkynnt, að hún væri dáin. Eftir nokkra athugun kvaðst lækn- irinn hvorki verða var við, að hún andaði né að hjartað bærðist. Kon- an var því talin önduð, og staðfestu tveir aðrir læknar, að svo væri að sjá. Því næst var konunni gefin adrenalin-sprauta, og lifnaði hún þá við. „Það var allt svo slcritið,“ sagði hún daginn eftir, (en þá var liún enn það slöpp, að ekki þótti ráðlegt að segja henni, að þrír lækn- ar hefðu sagt hana dauða). „Ég man þetta allt ósköp óglöggt. Stundum finnst mér ég muna eftir einslökum

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.