Samtíðin - 01.03.1957, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
2.2.0. SAGA SAMTIÐARINNAR
Albert Brandt:
Saga 2)eiiree (((ary uar aft/eg far&uteg
Þú munt verða drottning
EINN AF FURÐULEGUSTU spá-
dómum, sem rætzt hafa nákvæmlega,
var kveðinn upp árið 1794. Hann var
í níu greinum, sem allar rættust. Spá-
konan hét Anna-María Lenormard.
Hún var Parisarbúi og heimsfræg fyr-
ir skyggnigáfu sina.
Ungfrú Lenormard bjó í gömlu,
hrörlegu húsi á Tournon götu 53. Á
vegg hússins hafði af ásettu ráði ver-
ið sett villandi skilti, sem á stóð: Bók-
sali.
Til þessa húss streymdu viðskipta-
vinir af öllum stéttum: aðalsmenn,
stjórnmálamenn, kaupmenn, óham-
ingj usamir eiginmenn og eiginkonur,
iðnaðarmenn og verkamenn, því að
ungfrú Lenormard hafði á sér al-
menningsorð fyrir frábæra ná-
kvæmni.
Viðskiptavinur hennar þessa stund-
ina var laglegheita stúlka frá Mar-
seilles, 21 árs gömul, Desirée Clary
að nafni. Desirée var grátandi, því að
ungur hershöfðingi í her uppreisnar-
manna hafði nýlega svikið hana i
tryggðum; hann hét Napóleon Bona-
parte.
„Þú hefur misst manninn, sem þú
elskar,“ sagði ungfrú Lenormard blíð
lega við stúlkuna. „Hann mun ganga
að eiga roskna konu úr fjarlægu
landi. Með hana við hlið sér verður
hann keisari Frakklands. Hann mun
ieggja undir sig Evrópu. En þú skalt
ekki syrgja hann um of. Þú munt
sjálf verða drottning og sitja að völd-
um lengi eftir að maðurinn, sem hef-
ur svikið þig í tryggðum, hefur verið
ofurliði borinn og hrakinn frá keis-
aradómi.“
Desirée Clary ralc upp tryllings-
legan hlátur. Allt þetta var hlægileg
vitleysa, sem ekki náði nokkurri átt,
hugsaði lnin. Frakkland var lýðveldi.
Hvernig gat Napóleon ungi orðið
keisari. Hvernig gæti fátæk stúlka af
borgaralegum stigum orðið drottn-
ing?
Hún skrifaði spádóminn í dagbók-
ina sína þá um kvöldið og gleymdi
honum síðan að heita mátti.
Desirée Clary var yngri dóttir auð-
ugs silkikaupmanns, sem missti bæði
aleigu sína og lífið í stj órnarbylting-
unni. Móður hennar til mikillar hugg-
unar kynntist Júlía, systir hennar, og
giftist síðan herforingja, sem hét
Jósef Bónaparte.
Napóleon ungi kom á heimili þeirra
Jósefs og Júlíu Bernadotte i Mar-
seille. Hann var þá liðlega tvitugur,
lágur vexti, renglulegur, kinnfiska-
soginn og átti ekki grænan eyri. Enda
þótt liann hefði gegnt foringjastarfi
í hernum, var liann atvinnulaus, því
að stjórnin liafði losað sig við liann
vegna „lióflausrar metorðagirndar
hans“.
Napóleon varð ástfanginn í Desirée.
Hann lét rigna yfir hana eldheitum
ástarbréfum og samdi jafnvel ástar-
sögu, „Eugenie og Clisson“, þar sem
hann úthellti ást sinni til hennar. En