Samtíðin - 01.03.1957, Page 22
18
SAMTÍÐIN
vegna þess live atvinnuliorfur Napó-
leons voru lélegar, virti Desirée ást-
leitni lians að vettugi og fór í þeim
efnum að ráðum móður sinnar, sem
var hagsýn kona. Loks hvarf svo
Napóleon til Parísar í atvinnuleit.
Hann hélt áfram sífelldum bréfa-
skriftum til Desirée frá Paris. Snort-
in af ást hans gerðist stúlkan ástúð-
legri og ástúðlegri í svarbréfum sin-
um, en gætti þess þó að sniðganga öll
ákveðin hjúskaparáform. Allir vinir
Desirée Clary og Napóleons um þær
mundir litu á það sem sjálfsagðan
hlut, að þau yrðu lijón.
Þá var það, að hamingjuhjól Napó-
leons tók að snúast með undrahraða.
Innanlandsherinn þurfti á færum
stjórnanda að halda, og hann varð
fyrir valinu. Þegar hann var 25 ára
gamall, var hann yngsti hershöfðingi
landhersins. Þá hafði hann hralcið
Breta fi’á Toulon og frelsað borgina.
Foringjalaun hans leyfðu honum nú
að fá sér glæsilega ibúð. Fagrar kon-
ur eltu hann á röndum. Bréf hans til
Desirée urðu nú styttri og færri en
áður.
Ástæðan fyrir þessum sinnaskipt-
um Napóleons var lostasöm kyn-
blendingskona, ljósbrún á liörund,
sem hét Jósefína Beauharnais. Hún
var ekkja, tveggja barna móðir, en
gædd miklum lífsþrótti og kynþokka
og mátti segj a, að listin að elska væri
ein af sérgáfum hennar. Hálfum
mánuði eftir að fundum þeirra Napó-
leons bar fyrst saman, var liún orðin
lagskona hans.
I Marseille sat Desirée, óróleg í
lijarta sinu, og ræddi viðhorfið við
móður sina, sem ráðlagði henni að
tala í fullri einlægni við Napóleon.
En þegar Desirée koin til Parísar, fór
liún fyrst á fund Lenormard, sem
Napóleon hafði farið mjög lofsam-
legum orðum um. Að fundi þeirra
loknum liélt Desirée rakleitt heim til
Marseille, án þess svo mikið sem hitta
Napóleon. Bréfaskipti þeirra strjál-
uðust nú og urðu svo að engu, og 9.
marz 1796 kvæntist Napóleon Jóse-
fínu.
Þau Jósef og Júlia Bonaparte höfðu
sámúð með Desirée og huðu henni
því í fjölda samkvæma á heimili sínu.
Og þar kynntist hún föngulegum og
ágætum hershöfðingja, Jean Baptiste
Bernadotte. Eftir stutt og laggott
hónorð voru þau Bernadotte og
Desirée gefin saman i hjónaband 24.
júní 1798.
Ef Desirée liefur nokkuð munað
eftir hinum furðulega spádómi ung-
frú Lenormards, hefur hún ekki get-
að varizt þvi að brosa, því að Berna-
dotte var af fátæku bændafólki kom-
inn og sjálf var hún dóttir silkikaup-
manns. Hvorugt þeirra var liklegt til
að setjast á veldisstól.
En framvinda örlaganna var ó-
sveigjanleg. Napóleon lagði undir sig
Evrópu. Ilinn 18. maí 1804 var liann
krýndur Frakklandskeisari.
Þegar li'ér var komið sögu, var Jean
Baptiste Bernadotte yfirliershöfðingi
alríkishers Napóleons. Þrátt fyrir
hernaðarstörfin var liann hægur, góð-
látlegur maður og nýtur stjórnandi.
Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá
Nordisk Brandforsikring A/S.
Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7.
Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.