Samtíðin - 01.05.1958, Side 13

Samtíðin - 01.05.1958, Side 13
SAMTÍÐIN 9 232. SAGA SAMTÍÐARINNAR féögnvaldur £A mgóóon, [/ idiuo Váu LÍFTAUGIN Niðurl. ÞAÐ VAR komin Þorláksmessa. Veður hafði verið stillt og þurrt, en frost mikið. Fjallið var orðið mjög bólstrað og býsna hættulegt. Þurfti ég því að liugsa vel um féð. Mér leið lika alltaf bezt, þegar ég var einn úti við og hafði um nóg annað að hugsa en alla þessa heimskulegu afbrýði- semi. Ég varð þá að minnsta kosti ekki sjálfum mér til skammar eða skapraunar með bannsettu snuðrinu og njósnunum. Ég kom alltaf heim um hádegis- bilið til að borða, og að lokinni máltið gekk ég inn i herbergi mitt og reyndi að líta í bók. Húsmóðirin vildi aldrei, að ég færi aftur á beitarhúsin, fyrr en ég hefði fengið kaffi, þar sem ég kom þaðan mjög seint á kvöldin. Er ég hafði staldrað við alllanga stund inni hjá mér, fór ég fram í eld- hús. Þar var enginn. Þó greip mig þessi hræðilegi grunur. Hvers vegna hafði Helga ekki komið inn til mín eins og oft áður? Ég vissi raunar of- hoð vel, að hún hafði nógu öðru að sinna rétt fyrir hátíðina en að vera að hanga yfir mér. Samt læddist ég fram að dyrunum á stofunni. Þar hlaut kennarinn að vera. Kennslu var nú lokið, því að jólaleyfið var byrjað. En kennarinn ætlaði að dvelj- ast í Hlíð um hátíðarnar. Ég lagði við hlustirnar, en heyrði ekkert. Þá opnaði ég dyrnar hljóðlega og skyggndist inn í stofuna. Og þar sá ég það, sem ég hafði lengi þráð af brjálæðiskenndri, ógnþrunginni tilhlökkun. Undir glugganum stóð kennarinn með Helgu í örmum sin- um. Hún sleit sig i ofboði af hon- um, þegar hún sá mig, eða stóðst það á endum, að hún var einmitt að því, þegar ég opnaði dyrnar. Þá lirópaði ég og lagði þá fyrirlitningu i rödd- ina, sem ég átti til: „Svona ertu þá!“ Síðan rauk ég á dyr. Ég lieyrði, að Helga kom þjótandi á eftir mér, heyrði hana kalla til mín grátklökkri röddu og biðja mig að finna sig, en ég lét sem ég heyrði ekki. Hún skyldi fá að vera hjá honum fyr- ir mér. Mig gilti einu, þótt samvizk- an þjakaði hana örlítið. Hún var vel að þvi komin. Svo hélt ég af stað til beitarhús- anna. Hugur minn var í þvílíku upp- námi, að fyrst í stað gat ég ekkert hugsað í samhengi. Mér var það ljóst, að öll lífshamingja mín hafði nú brugðizt mér fyrir fullt og allt. Héð- an í frá mundi lífið mér óbærilegt. En var það ekki einmitt þetta, sem ég hafði alla tíð búizt við og jafnvel vonað? Nei, nei. Ég botnaði ekkert í sjálfum mér, vissi bara það eitt, að hér gæti ég elclci haldizt við deginum lengur, úr því sem komið var. En hvert gæti ég farið ? Það mundi verða lagt mér fallega út eða hitt þó heldur, ef ég hlypi úr vistinni á miðj- um vetri! Ég yrði hvorki meira né minna en ofsóttur af öllum rógtung- um sveitarinnar, og þær voru furðu margar. Og hvar mundi ég svo fá vinnu eftir annað eins athæfi? Nei,

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.