Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
11
um og fálmaði út í loftið. Um leið og
ég sentist fram af berginu, greip ég
hrísluna dauðahaldi. Á því andartaki
þráði ég lífið. Og þessi einstæðings
hrisla varð líftaug min.
Ég stöðvaðist á fluginu. Andartak
húkti ég á bergbrúninni. Svo brölti
ég á fætur og skjögraði nokkur skref
í áttina til lífsins. Þá var kröftunum
lokið. Ég bné niður og missti með-
vitund.
Ekki vissi ég, hve lengi ég lá þarna,
en nokkurn tíma befur það verið.
Þegar ég raknaði við, var tekið að
rökkva. I fyrstu fannst mér Helga
hvíla i örmum mínum, titrandi af
beiskum grátekka. En þá tók ég eftir
hrislunni og áttaði mig.
Féð var á beit skammt frá berg-
brúninni, og ég drattaðist á eftir því
til beitarhúsanna. Það tók langan
tinia, og var orðið mjög áliðið kvölds,
er ég hélt lieimleiðis. Þegar ég kom
heim undir bæinn, sá ég, að ljós log-
uði í stofunni. Og enn greip mig sami
hrseðilegi grunurinn og áður, en ég
hratt honum frá mér. Samt gat ég
ekki annað en gægzt inn um glugg-
ann, þegar ég gekk framhjá honum.
Kennarinn var háttaður og var að
iesa í bók. Mér létti við að sjá það.
Eg snaraðist inn í bæinn og opnaði
eldhúsdyrnar. Helga kom á móti mér
öll útgrátin. Hún fleygði sér í faðm
niér og stundi:
>,Guði sé lof, að þú ert kominn
heim! Ég var orðin svo hrædd um,
að eitthvað voðalegt hefði komið fyr-
E þig. En þú mátt ekki lialda, að
ég ..
Meira gat liún ekki sagt fyrir grát-
ekka, en hjúfraði sig titrandi að mér.
Aldrei hef ég skammazt mín eins,
hvorki fyrr né síðar. Ég stóð þarna
eins og jarðfastur steinn og gat engu
orði upp komið. Eftir nokkra stund
sagði Helga:
„Hann bað mín og ætlaði að kyssa
mig, en ég sagði NEI og sleit mig af
honum, einmitt í því að þú opnaðir
dyrnar. Ég sá, að þú varst reiður og
treystir mér ekki, sem ekki var von.“
„Segðu það ekki, elskan mín,“
sagði ég.
„Svo hljóp ég upp í herbergið mitt,“
liélt hún áfram, „fleygði mér upp í
rúm og grét. Ég hef sjálfsagt blund-
að rétt sem snöggvast, því mig
drevmdi, að ég þóttist sjá einhverja
ófreskju. Ég vissi, að það var dauð-
inn. Hann hélt í fæturna á þér og
glotti svo hræðilega til mín. Um leið
ln-eiddi ég faðminn og hrópaði á þig.
Siðan bef ég verið svo hrædd um, að
eitthvað hafi komið fyrir þig, en nú
er allt gott aftur. Nú ertu hjá mér.“
Og hún þrýsti sér að mér.
„Geturðu fyrirgefið mér, ástin mín,
allt, sem ég lief gert, allt vantraust-
ið? En ég fæ bara ekki skilið, að þú
skulir heldur taka lionum en mér.“
„Æ, þú ert flón, elskan mín. Við
skulum gleyma þessu,“ sagði bún og
kyssti mig. „En ég skal segja þér
gleðitíðindi. Pósturinn kom áðan með
hringina okkar. Við getum selt þá
upp um jólin.“
VORIÐ EFTIR tókum við við búi í
Illíð. Eitt það fyrsta, sem ég gerði,
var að hlaða varnargarða á Reitar-
húsahjallanum, til þess að litlu ang-
arnir, sem spruttu þar upp af fræ-