Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN kornum líftaugar minnar, gætu vax- ið í friði, henni til ánægju. Tengdaföður mínum fannst þetta mjög einkennilegt tiltæki og fárán- legur hugsunarháttur að fara að rækta skóg og eyða í það bæði dýr- mætum tima og verðmætu beitilandi. En Helga mín var ánægð yfir þessu. Hún elskaði allt, sem fagurt var — nema eitt.“ Meðan afi hafði talað, liafði Hildur fært sig nær mér og hvíldi nú með höfuðið á öxl mér. Ég leit til hennar. Tár hlikuðu í augum hennar, en hún brosti til mín, og það bros varð ekki misskilið. Það átti ég einn og enginn annar. Afi liélt enn í höndina á Hildi, en nú lagði hann liana í hönd mér og sagði: „Það, sem Guð hefur samtengt, mega mennirnir ekki sundur skilja — vegna duttlunga eða skammsýni.“ Stúli:<i var að segja vinkonu sinni frá því, hvers vegna hún hefði ekki haldizt lengur við í seinustu vistinni. „Hjónin voru alltaf að rifast,“ sagði hún. „Það hlýtur að hafa verið óhuggu- legt,“ sagði vinkonan.• „Ja, hvort það var. Ef frúin var elcki að skammast við mig, þá var húsbóndinn að því.“ Höfum ávallt fyrirliggjandi allan ferða- og skíðaútbúnað. MÁTTUG ORÐ 4 Sá, sem nýtur frelsisins og finnur ekki til ábyrgðarinnar, sem fylgir því, hefur áður en varir fyrir- gert frelsinu. Hann verður fyrst sjálfs sín þræll og siðan annarra. — Þórarinn Björnsson. 4 BÖRN OG HUNDAR læra ein- ungis af þeim mönnum, sem þau geta litið upp til. — C. A. Magee. 4 ÉG HEF aldrei látið skólalær- dóm minn spilla menntun minni. — Mark Twain. 4 ÞEGAR SANNLEIKURINN er fyrir þér, ertu á villigötum. 4 FYRSTA atriðið í sjálfsvörn er að setja upp gleraugu. Mundu9 uö .... • ÞVÍ meira sem þú talar, því minna man fólk af því, sem þú sagðir. • MAÐUR, sem þekkir sjálfan sig ekki, hefur oft farið furðu litils á mis. • KREPPA er ástand, sem veld- ur því, að við verðum að neita okk- ur um stöku hluti, sem afi okkar og amma mundu aldrei hafa látið sig dreyma um. • ASTIN snýr jörðinni ekki um möndul sinn, þó að okkur gæti stund- um virzt það, af því hvað okkur sundlar af henni. • EINA ráðið til að endurnýja heiminn er að gera það, sem hendi er næst, en vera ekki alltaf að seilast til allt of fjarlægra viðfangsefna. Austurstræti 17. Sími 13620.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.