Samtíðin - 01.12.1960, Side 22

Samtíðin - 01.12.1960, Side 22
14 samtíðin HIÐ EIGINLEGA ferðalag okkar hófst ekki, fyrr en við fóruni frá London, en þar hafði ég keypt fjögra manna tjald. Er það blásið upp á nokkrum mínútum með venjulegri bílpumpu og rís þá upp, án þess að þörf sé á súlum eða mæniás. Fyrstu nóltina gistum við i tjaldstað hjá Dover, og eftir það komum við hvergi í gistihús fyrr en þrem vikum seinna í Hamborg, eftir um það hil 5000 km bíl- ferð. Hér er ekki unnt að segja frá því, seni fyrir augun bar á leiðinni suður Frakkland, meðfram Miðjarðarhafs- ströndinni allt suður til Napólíflóa og þaðan norður Adríahafsströnd yfir Alp- ana, Austurríki og Þýzkaland. Slíkt ferða- lag verður ógleymanlegt, enda liefur manni gefizt kostur á að aka um ævin- týralega fagrar slóðir og heimsækja eftir- sóttustu staði. Þegar ekið er um sveitir, gegnum smáhæi og þorp, kynnist maður einnig af eigin sjón lífi og störfum fólks- ins miklu betur en unnt er í stórborg- unum. Þegar maður annast sjálfur alla mat- reiðslu, lærist furðu fljótt að leita fanga á torgum bæjanna, þangað sem húsmæð- urnar koma á hverjum morgni til að kaupa í matinn og spjalla við kunningj- ana. Er þetta næsta ólíkt því að ganga inn í borðsali gistihúsanna og láta þjóna- lið þeirra snúast kringum sig. En svo að vikið sé að tjaldhúðunum og lífinu þar, er fyrst að nefna, að tjöldin eru ávallt á afgirtum svæðum undir eft- irliti umsjónarmanna. Þegar komið er í tjaldstað, her fyrst að framvísa skilríkj- um þeim, sem áður getur og heimila manni aðgang, sé tjaldstæði laust. En fyr- ir getur komið, að svo sé ekki, einkum ef seint er komið í náttstað, og verður þá að leita til næsla tjaldstaðar. Bezt er að koma ekki seinna í tjaldstað en milli kl. 5 og 6 síðdegis. Rétt er að geta hér, að hjá tjaldbúðafélögum fær maður landabréf, þar sem sýndir eru allir helztu tjaldstaðir með nöfnum og upplýsingum um, hvað hver hefur upp á að bjóða. Umsjónarmenn tjaldbúðanna, sem hafa aðsetur í skrifstofum við girðingahliðin, gevma skilríki gestanna venjulega, þang- að til þeir halda burt, og er þá greitt fyr' ir dvölina. Gjaldið er svipað í flestuin löndum. Greiddi ég víðast hvar sem svar- ar 30 ísl. kr. á sólarhring fyrir okkur þi'ju’ bílinn og tjaldstæðið. Mikið kapp hefur verið lagt á að velja fagra staði fy1'11' tjaldbúðirnar. Sums staðar eru þær við kunnar baðsti’endui’, svo sem hjá Canne og Napólí. Þar ganga rnenn í baðfötum ui’ tjaldinu heint út í sjóinn. Annars staðai eru valin fögur skógaiTjóður, eins og t. d- i Boulogne-skóginum i París, þar sem tjaldað er á bakka Signu. Mikið hefur verið gert til þess að gerU ferðafólki dvölina sem ánægjulegasta 1 þessum tjaldstöðum. Hvarvetna xík11 mikil reglusemi, og umgengnismenning el undantekningarlaust á háu stigi. sjálfsögðu eru búðirnar mismunand1, hvað útbúnað snertir. AIls staðar erU snyrtiklefar fyrir konur og karla, renU" andi vatn og rafmagn, en auk þess erU víða verzlanir, þar sem hægt er að kaupa við vægu verði helztu nauðsynjar fei'ða- fólks. Gestirnir annast eldamennsk11 sjálfir, og venjulega er setið að borðhald1 úti fyrir tjalddyrum í hlíðviðrinu. Höfð' um við með okkur horð og stóla, sem flytja mátti í einu lagi sem ferðatösku- Lærdómsrikt var að kynnast margvísleS' um ferðaútbúnaði fólks frá ýmsum lönd- um. 1 þessum tjaldbúðum hittast og kyn11' ast menn af ólíkum þjóðernum. Viðnxót manna er frjálslegt og viðkunnanleg^ Hægt væri að segja frá ótal skenuntile»' um atvikum, en það yrði of langt mál- Ekki get ég stillt mig um að minnast n fyrirgreiðslu, sem veill var tjaldbúðafólk1

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.