Samtíðin - 01.12.1960, Qupperneq 29

Samtíðin - 01.12.1960, Qupperneq 29
samtíðin 21 / Ingólfur Davíðsson: *— Ur rílu nátlúrunnar — 9. cjrein LALFS OG BLOIVIA NÁTTÚRAN hefur „hamskipti“ á úaustin. Laufvindar hlása. En fyrir lauf- fallið skrýðist skógur og lyngbreiður l auðum, gulum og brúnum litum. Heilar Ijallahlíðar loga i undursamlegu lit- skrúði. Sjáið dimmrautt lyngið, ljósgullna 'iðirunnana og „þúsundlitan“ skóginn. k!öð fífunnar — hrokið — fara snemma í úaustbúninginn og kallast þá rauðbreysk- lngur. Svo kemur hver af öðrum. Reyni- herin roðiia, lauf bjarkanna verða gul- ráu, flekkótt og rauð, ribsið gulgrænt, ávönnin fölhvít, sigurskúfurinn blóð- rauður, hin stóru blöð Alaskaaspanna galbleik og oft með svarta jaðra. Innan Um standa algræn tré. Valda því jarðvegs- skilyrði o. fl. aðstæður. Gömul hlöð gulna J’rst, en unga laufið næst endum grein- anna helzt lengst grænt. Laufið spring- Ur út á vorin, fagurgrænt og frísklegt. að gegnir hlutverki sínu að vinna kol- efm úr loftinu allt sumarið. • En þegar 'ulnar og hausta tekur, verður breyting U' Næringarstarfsemin minnkar, mikil- efni flytjast úr laufinu, án þess að ■jafnmikið komi í staðinn. Þá koma haust- U'nir í ljós, aðallega rauðir, gulir og 1 únir. Ber oft mikið á rauðu haustlit- JjUUni, áður en hinir gulu láta að sér , J eða. Ekki myndast samt rauð litarefni löðum allra trjáa og runna, en allt lauf Suinar að lokum. . ^ái’lega mikið her á rauðu litunum eft- 1 fl'ostnætur, en í votviðrum öllu meir ahinum gulfölu og brúnu. I kulda breyt- lsl Uokkuð af mjölvi laufsins í sykur, og j.etur þá rauður litur komið í ljós. Síðan ^zf svkurinn burt úr blöðunum, sem gulna þá og visna. Hinir algengu hrúnu haustlitir orsakast af efnabreytingum i dauðu laufi. Þetta er sams konar breyt- ing og þegar sundurskorin kartafla eða epli dökknar vegna áhrifa súrefnis lofts- ins. Oft eiga mörg litarefni þátt i litbrigð- unum á haustin. Gangið sjáandi um gróðurinn. Njótið litanna í görðum, hraunum, móum og hlíðum. Já, og allra „Kjarvalslitanna“ i mosanum. — Er nokkuð gagn að öllum þessum litum? Um suma þeirra er það augljóst. Græni gróðrarliturinn er ekki aðeins fallegur, heldur einnig bráðnauð- synlegur, því að án blaðgrænu geta plönt- urnar ekki unnið kolefni úr loftinu. En margt er á huldu um haustlitina. Mörg aldin fá fagra liti við þroskunina. Þetta er beita fyrir ýmis dýr, sem éta ald- inin og dreifa um leið ósjálfrátt fræjun- um. Hafa vísl margir séð hrafn á berja- mó. Blómin skarta margvíslegustu litum. Þau halda sér beinlínis til fyrir skor- dýrunum. Það er eins og þau segi: „Hér er ég. Komdu og fáðu þér hunang.“ Og skordýrin koma og éta angandi hunangið. Þau borga máltíðina með þvi að bera utan á sér frjóduft milli blóm- anna og stuðla þannig að fræmyndun og fjölgun þeirra. Líldega vita skordýrin ekkert um, hvaða gagn þau gera með þessu, en það gerir heldur ekkert til. Nátt- úran veit sínu viti, og tilganginum er náð. Litfögru blómin og skordýrin eru sem sköpuð hvort fyrir annað. Hin litdaufu blóm grasa, stara o. fl. jurta bjarga sér á annan hátt. Þau láta frjókorn sín berast á vængjum vindanna. Þau eru ósjáleg, hun-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.