Samtíðin - 01.12.1960, Side 20
12
samtíðin
„Guð minn góður,“ andvarpar gamla
konan, „og þú segist ætla að gefa mér
aftur heilan sæludag æsku minnar — án
morguns og kvölds?“
„Og alla ævi mína i viðbót,“ svarar
gesturinn. „Ef þú vilt koma hingað út i
sólskinið, fer ég aldrei frá þér liéðan af.“
„Ég er orðin hálfhlind,“ segir hún og
her sig að rísa á fætur. „Hvar settirðu
flöskuna?“
„Við bæjardyrnar.“
„Bíddu ögn,“ segir hún. „Leyfðu mér
að hugsa í næði.“
Og hann finnur, livernig endurminn-
ingárnar þyrpast fram i huga liennar
eins og sandurinn, sem sígur gegnum öng
stundaglassins, hvernig tómleiki margra
áratuga rennur þar í gegn til að rýma fyr-
ir minningunni um eina sumarferð
hjartra dægra norður lieiðar.
„Þú ætlar að koma til mín út í sól-
skinið, Þóra mín,“ segir hann.
„Þetta er allt svo undarlegt,“ anzar
gamla konan. „Allt i einu finnst mér
þessi eini dagur, sem þú varst að tala um,
meira virði en öll eilífðin.“
„Það er satt,“ segir hann, „meira virði
en allt annað, af því að hann opnar leiðina
að dyrum Guðs.“
ÞUNGT fótatak kveður við inni i bæn-
um, og síðan er lyklum snúið í ryðguðum
skrám. Það marrar í stirðum hjörum,
hæjardyr opnast í hálfa gátt, og gömul
hönd seilist eftir flösku, sem stendur á
hellunni.
Einn teygur, og það hriktir i bænum.
Hurðir og gluggar opnast sjálfkrafa upp
á gátt, og vorblærinn feykir burt ryki
heillar mannsævi. Síðan er tómri flösku
þeytt af hendi langt út á lilað, og ung
stúlka, björt eins og vorið góða, frjáls
eins og fuglinn trúr, birtist í bæjardyr-
unum. Þyrnirósa hefur verið vakin af
áratuga svefni. Hún stendur þarna al-
búin að minnast við riddarann sinn úr
suðrinu sæla.
En niðri á þjóðveginum stendur vika-
piltur frá öðrum bæ, skyggir liönd yfir
augu og horfir agndofa á undrið heúna
við gamla hæinn. Og úti i móanum heils-
ar þrösturinn með fagnaðarkvaki þvi>
sem fyrir ber.
„Af liverju horfir pilturinn svona a
mig og hvers vegna ljóðar þrösturinn
svona glatt?“ spyr stúlkan. „Er ég virki-
lega orðin ung og fögur að nýju?“
„Ung og fögur,“ svarar gesturinn og
gengur til móts við hana.
„Og heldurðu, að öllum finnist ég lika
ung og fögur, þegar við komum niður 1
borgina á eyrinni við fjörðinn okkar?
segir hún.
„Öllum,“ svarar hann með ástarhrehn
i röddinni.
„Ég trúi þér, Jónas,“ segir hún gagn-
tekin fögnuði. „Ég hef alltaf skynjað ná-
lægð þina í myrkri langra áratuga.“
Hann vefur hana örmum, og síðan
leiðast þau fram dalinn ofar umferð og
þysi nýrrar aldar.
París, júlí 1960.
Varðveittu bros þitt, og allir rru11111
furða sig á, hvað komið hafi fyrir þl9-
„Segðu mér glæpasögu, Guðmundur.
„Hvernig í ósköpunum dettur þér 1
hug, að ég kunni nokkra?“
„Nú, hún mamma segir alltaf, að sl9
hrylli svo við þér.“
„Nú förum við fram hjá stærstu ölgerð
landsins," sagði leiðsögumaðurinn.
„Þaðg e r u m við bara alls ekki!“ &pfl
einn af íslendingunum og stökk út ur
járnbrautarlestinni. ________
SAMTÍÐIN borgar 10 kr. fyrir hvern nýj®^
áskrifanda, sem henni er sendur, ef árgja* 1
1960 (65 kr.) fylgir pöntun. Ilaldið ómak9l*un
unum eftir.