Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 8
8 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hversu margir þingmenn verða í nefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? 2. Hvað heitir fráfarandi for- sætisráðherra Finnlands? 3. Hvað heitir utanríkisráð- herra Írans? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 FÓLK „Það verður kalt og stillt og ágætis flugeldaveður á gamlárs- kvöld,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Að sögn Þorsteins er veðurútlitið gott alla helgina. Frost verður mest inn til landsins fyrir norðan og austan, allt að fimmtán stig. „En það verður aðeins farið að hvessa úr norðri á sunnudagskvöld,“ segir hann. Svo vill til að jólatunglið að þessu sinni verður einmitt fullt í kvöld. Þá verður einnig deildar- myrkvi á tungli. Þótt myrkvinn leggist aðeins yfir um átta prósent af tunglinu verður hann samt sýni- legur, að sögn Þorsteins Sæmunds- sonar stjörnufræðings. Eins og alltaf verða áramóta- brennur víða um land. Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfsvæði sínu. Kveikt verður í þeirri fyrstu klukkan þrjú í dag. Það er lítil brenna á vegum Fis- félagsins. Hún er við Úlfarsfell skammt ofan við byggingu Bau- haus. „Þetta er fyrst og fremst félags- brenna fyrir Fisfélagið en við bjóð- um alla velkomna sem vilja vera með okkur,“ segir Árni Gunnars- son hjá Fisfélaginu. gar@frettabladid.is Geirsnef 20.30 KJALARNES Gufunes 20.30Ægisíða 20.30 Suðurhlíðar 20.30 Suðurfell 20.30 Fylkisbrenna 20.30 Laugarásvegur 20.30 Sjávargrund/Arnarnesvogur 21.00 Skerjafjörður 21.00 Valhúsahæð 21.00 Kópavogsdalur 20.30 ELLIÐAVATN MOSFELLSBÆR Ullarnesbrekka 20.30Boðaþing 20.30 Kléberg 20.30 HAFNARFJÖRÐUR Tjarnavellir 7 20.30 Á bökkunum við Tröð 20.30 ÁLFTANES ÚLFARSFELL Fisfélagið 15.00 ÁRAMÓTABRENNUR Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU ÁRAMÓTIN 2009-2010 Brennur og flugeldar á fullu tungli Veðurútlit er afar gott fyrir áramótabrennur og flugelda í kvöld. Kalt verður í veðri en stillt og bjart um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sautján brennur. Jólatungl verður í fyllingu á austurhimni. HEILBRIGÐISMÁL Fólk á að láta bólusetja sig gegn H1N1-inflúensuveirunni, sem einn- ig er kölluð svínaflensa, þótt faraldurinn sé nú í rénun hér á landi. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Segja má að flensan sé að fjara út þótt hún greinist ennþá,“ segir Haraldur. Skráning hjá læknavaktinni og hjá heilsugæslunni sýni að enn séu að koma upp tilvik þar sem fólk hefur veikst af svínaflensu. „Það er kannski á annan tug tilvika,“ segir hann, en það sé lítið miðað við þau þúsund sem veikst hafi áður. „Við erum hins vegar bara í hálfleik. Heimsfaraldurinn sem slíkur er langt því frá búinn,“ segir Haraldur og kveður þekkt að flensufaraldrar sem þessi gangi alltaf í bylgj- um. Því sé mikilvægt að þeir sem enn eiga eftir að láta bólusetja sig við flensunni geri það. „Flensan á eftir að snúa aftur, en hvort það verður í vor eða haust vitum við ekki.“ Haraldur segir nýjustu tækni hafa bjarg- að mjög miklu í þessum inflúensufaraldri. Þannig hafi mikið af því fólki sem lagðist inn á gjörgæslu vegna inflúensunnar ekki lifað af nema fyrir þá tækni sem læknar hafi nú aðgang að. Þannig hafi fjórir til fimm þurft að fara í nýja gerð lungnavéla þar sem blóð- flæði er tekið út úr líkamanum og mettað með súrefni í vélinni. „Það er gert þegar önd- unin bregst algjörlega,“ segir hann. Þá hafi allir sem lögðust inn á gjörgæslu þurft að fara í hefðbundnar öndunarvélar. Hér á landi eru tvö andlát sem staðfest er að rekja má til flensusmit. „Það eru þau sem við vitum um með vissu. Við höfum grun un um að þau séu fleiri, en getum ekki sannað það.“ - óká Allir sem leggja þurfti inn á gjörgæsludeild með svæsna svínaflensu þurftu að fara í öndunarvél: Vænta næsta svínaflensuskots í vor eða haust BÓLUSETNING Svínaflensan virðist að mestu gengin yfir hér á landi í bili. Beðið er annarrar umferðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að skoðað verði til hlítar hvaða leiðir séu færar til að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að gögnum og upplýsingum hjá hinu opinbera. Hefur hún, í því skyni, skipað starfshóp til að endurskoða upplýsingalögin. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrir- spurn Davíðs Stefánssonar VG. Á starfshópurinn meðal annars að skoða hvort upplýsingalögin geti náð til hlutafélaga og sam- eignarfélaga sem alfarið séu í eigu hins opinbera. - bþs Aðgangur að upplýsingum: Upplýsingalögin endurskoðuð JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Það verður kalt og stillt og ágætis flugeldaveður á gamlárskvöld. ÞORSTEINN JÓNSSON VEÐURFRÆÐINGUR Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki til framhaldsnáms erlendis. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Tveir styrkjanna gera kröfu um nám á sviði upplýsingatækni. Skilyrði styrkveitinganna er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi. Hver styrkur er að fjáhæð kr. 350.000 og verða þeir afhentir á Viðskiptaþingi, 17. febrúar 2010. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu Viðskiptaráðs Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. janúar 2010. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Viðskiptaráðs, www.vi.is. NÁMSSTYRKIR VIÐSKIPTARÁÐS Laxafl ök Beinlaus og Flott. Opið í dag til klukkan 14.00 Humar 2.000 kr./kg Risarækjur með skel og án skeljarRisahörpuskel Súper góður í tartarlettur, beint á pönnuna, eða í súpuna. Skelfl ettur Humar Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.