Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 10
10 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Í
fyrra féll aldagömul goð-
sögn um Íslendinga. Um
mennina sem flúðu kúgun
og ásælni vaxandi ríkis-
valds, fólkið sem byggði
upp öflugt hámenningarsamfélag
og þjóðina sem réði ráðum sínum
á Alþingi. Ættirnar sem deildu og
misstu að lokum sjálfstæði þjóðar-
innar – hið helga gral – í hendur
útlendra. Myrkrið og bjargarleys-
ið sem lagðist yfir lýðinn niður-
brotinn, kúgaðan, skítugan, lús-
ugan... þar til þráin kviknaði og
vonin glæddist og trúin efldist;
upp úr moldarkofunum skreið
endurfædd þjóð sem braut sér leið
úr örbirgð útlendrar kúgunar og
barðist til bjargálna stoltrar sjálf-
stæðrar þjóðar. Þjóð númer eitt á
flestum sviðum sem á annað borð
eru mæld og vegin.
Á þráð skal sögu spinna
Það er flestum – öðrum en íslensk-
um samtímarithöfundum – kunn-
ugt að söguþráður heldur uppi
sögu. Einfaldur og sterkbyggð-
ur þráður getur haldið uppi mik-
illi sögu. Á slíkan þráð er hægt að
hengja hvað sem er; sálkönnun,
lífsspeki, heimsmynd og mann-
gildi. Veikir og teygðir þræðir sem
flosna upp ráða hins vegar ekki
við þynnstu frásagnir. En það er
annað mál.
Þráður hinnar íslensku goð-
sögu var sterkur og fínn bogi
sem hægt var að spenna yfir hvað
sem er. Enda upplifðu Íslendingar
sína sterku þjóðarsögu sem yfir-
sögu. Samkvæmt henni var Jesús
Kristur frá Nasaret útlendur en
Guðmundur góði rammíslensk-
ur kraftakarl sem gat klifrað í
klettum, opnað fjallvegi og aukið
umferðaröryggi, rifist við and-
skotann og á sama tíma beitt sam-
ferðamenn sína pólitískum belli-
brögðum. Ef Jesús hefði fæðst í
Norðlingaholtinu hefði hann ekki
þurft að gefa trésmíðina upp á bát-
inn til að messa á sunnudögum.
Jón prímus er endurbættur Jesús.
Að sama skapi og ekki hafði
reynt almennilega á boðskap frels-
arans fyrr en á hann reyndi við
íslenskar aðstæður; þannig var
um flest annað. Mannréttindi, lög-
mál hagfræðinnar, mannkosti hins
venjulega manns. Það var ekki
fyrr en hin óblíðu náttúruöfl hins
ósnortna lands höfðu hert fólk og
fénað að það varð almennilegt. Er
ekki útlent sauðfé hálf kjánalegt
með sín lafandi eyru? Og útlendir
hestar óþarflega stórir? Og vantar
ekki í þá einn eða tvo gíra?
En þessi öflugi sigurbogi
íslenskrar goðsögu brast við
hrunið. Söguþræðinum var gefið
á kjaftinn og hringsnerist í höfði
okkar. Hvernig gat það gerst að
hin frjálsborna þjóð á eilífri sig-
urbraut var skyndilega komin í
ræsið, athlægi annarra þjóða. Þjóð
númer eitt í heimsku og dauðasynd-
unum sjö. Hinn gullni þráður sög-
unnar var ekki lengur hin fagra og
sanna saga: Ris, fall og endurreisn.
Heldur einhver sápa: Ris, fall, end-
urreisn og síðan syndafall!? Hvern-
ig má skilja þannig sögu?
Þrenn ekki-viðbrögð við áskorun
Það var áskorun íslensku þjóðar-
innar í kjölfar hruns að endur-
skoða sögu sína og sjálfsmynd. En
það er einkenni þess árs sem nú
er að líða, að þjóðin gerði ekkert
slíkt uppgjör. Hún brást við áskor-
uninni sem væri hún ósanngjörn
krafa og leiðinleg.
Viðbrögðum fólks má skipta í
þrennt.
Fyrsti og stærsti hópurinn tók
Bobby Ewing á þetta. Lét eins
og síðustu 10-20 ár væru vondur
draumur. Hrökk upp eftir hrun,
prjónaði sér lopapeysu og hegðaði
sér eins og Vigdís væri enn for-
seti; landið, tungan, þjóðin, sagan
og allt það. Lét sem Ólafur Ragnar
væri ekki þarna. Útvarpsráð velti
fyrir sér að senda út gamla jóla-
messu með Sigurbirni biskupi með
stóru Béi og áramótaskaup með
Flosa. Eftir langa íhugun komst
ráðið að því að Spaugstofan spann-
aði hvorutveggja.
Næsti hópur lét sem engrar
endurskoðunar væri þörf og við
gætum enn notast við rembu-
tól og vænistæki goðsögunnar.
Samkvæmt því er ógæfa Íslands
útlendum mönnum að kenna og
Gordon Brown eins konar Trampe
greifi sem trampar á rétti okkar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ný
einokunarverslun og nú á að lýsa
upp götur Lundúna og Amstur-
damms með íslensku lýsi frá
Icesave.
Þriðji flokkurinn vildi beita
Sturlungu og sá þá hvernig óein-
ingin og flokkadrættirnir, stór-
bokkahátturinn og höfðingjasleik-
irnir höfðu spillt samstöðunni. Á
Íslandi rúmast bara ein fylking,
ein kjör, ein mállýska og einn mál-
staður. Lærdómur Sturlungu er að
við viljum frekar samstöðuna og
friðinn en ósættið, Eddurnar og
Sögurnar. Þess vegna bönnum við
ættarnöfn og fólk með hærri laun
en forsætisráðherra. Við erum ekki
bara komin af þeim sem skrifuðu
Sögurnar heldur líka þeim sem átu
handritin.
Allir þessir hópar eiga það
sammerkt að þeir líta á hrunið út
frá goðsögninni um Íslendinga.
Það sem okkur langar hins vegar
að gera er að líta yfir sögu Íslend-
inga frá sjónarhóli hrunsins.
Landeyður
Það tók Íslendinga ekki nema um
120 ár frá landnámi að eyða öllum
skógi af landinu með þeim afleið-
ingum að um helmingur af allri
gróðurmold fauk á haf út. Ísland
er í raun stærsta manngerða eyði-
mörk í heimi. Það mætti setja land-
ið sem heild á minjaskrá UNESCO,
sem stærsta umhverfisslys sög-
unnar, og flytja hingað skólabörn
hvaðanæva að svo þau mættu líta
á og læra af.
Íslendingar eru, ásamt Rapanui-
fólkinu, útdauðri þjóð Páskaeyja,
þekktasta tilfellið af fólki sem er
fyrirmunað að aðlagast umhverfi
sínu. Landnemar Íslands komu
hingað með búskaparhætti Norð-
manna, ráku fé til skógar og beittu
svínum á ræturnar. Sá var hins
vegar munurinn á Íslandi og fjörð-
um Noregs að íslenski skógur inn
náði ekki að endurnýja sig jafn
hratt og heima í Noregi og gaf
eftir undan beitinni. Í stað þess að
draga úr beit eða fækka svínum
gerðu Íslendingar ekkert. Þegar
síðasta svínið hafði grafið upp
síðustu rótina var það étið og liðu
nokkur hundruð ár þar til pöru-
steik var aftur snædd á Íslandi.
Eftir húkti féð á veikburða gróður-
skáninni sem eftir var.
Með jafnri og stöðugri ofbeit,
þannig að landgæði héldust ætíð
í lágmarki, réð landið ekki við
fleiri en um 400 þúsund fjár. Það
var fjöldinn við kristnitöku og allt
fram að iðnbyltingunni í Bretlandi.
Þá hafði fólki fjölgað svo í borg-
um og bæjum á Bretlandseyjum að
þarlendar sveitir réðu ekki leng-
ur við að brauðfæða allt þetta fólk.
Þá auðguðust Jótar á að selja Bret-
um beikon, sem þeir gera enn. En
þörfin fyrir mat handa verkafólki í
borgum Bretlands var svo mikil að
hingað upp til Íslands komu menn
að kaupa sauðakjöt. Sauðirnir voru
seldir á fæti um borð í skip á leið
til Skotlands.
Íslenskir bændur höfðu ekki séð
peninga í um 500 ár þegar sauða-
salan hófst um miðja nítjándu öld.
Úr varð mikil bóla. Á örfáum árum
fjölgaði fé úr 400 þúsund í hátt í
700 þúsund. Allir vildu græða á
sauðasölunni. Margir keyptu sér
farseðil til Ameríku loks þegar
þeir fengu eyri milli handanna. En
þessi peningainnspýting varð líka
lyftistöng fyrir sveitirnar. Sauða-
salan gat af sér fyrstu kaupfélög-
in og síðar ungmennafélögin. Allt
virtist á uppleið þar til einhverjir
menn fundu leið til að hraðfrysta
kjöt og flytja það frosið langar
leiðir. Þá hættu Bretar að kaupa
íslenska sauði og keyptu þess í
stað nautakjöt frá Argentínu. Þá
blómstraði argentínskt efnahags-
líf en dróminn lagðist aftur yfir
íslenskar sveitir.
Fjölgun sauðfjár úr 400 þúsund í
700 þúsund gekk hins vegar nærri
þeirri litlu gróðurskán sem eftir
var á landinu. Það gerði síðan illt
verra að um það leyti sem sauða-
INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009
Drög að endurskoðaðri Íslandssögu
MANNGERÐ EYÐIMÖRK „Það tók Íslendinga ekki nema um 120 ár frá landnámi að eyða öllum skógi af landinu með þeim afleiðingum að um helmingur af allri gróðurmold fauk á haf út. Ísland er í raun stærsta mann-
gerða eyðimörk í heimi.“ SAMSETT MYND/KRISTINN
Íslendingar hafa aldrei
kunnað með verðmæti
að fara og hliðstæður
við bankahrunið í
fyrra má finna víða í
sögu landsins. Gunnar
Smári Egilsson kemst
að því að óskynsamlegt
hafi verið að kynna
skuldabréfavafninga
fyrir heimskri þjóð.
Gunnar Smári
Egilsson hefur
starfað um árabil
við blaðamennsku
og útgáfumál.
Innlendir vendipunktar 2009
Fréttablaðið gerir upp árið með
greinum um innlenda vendi-
punkta eftir valda höfunda. Vendi-
punktarnir snúast um markverðar
fréttir og atburði sem gerðust á
árinu og gætu haft áhrif til fram-
búðar á Íslandi.