Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 31. desember 2009 11 bólan sprakk höfðu Íslendingar fengið innlendan ráðherra og stjórn landsins var flutt niður í Lækjar- götu. Þessi nýheimfluttu stjórn- völd tryggðu sér stuðning bænda með því að halda uppi óraunhæfri framleiðslu kindakjöts án sýnilegs markaðar með niðurgreiðslum, útflutningsbótum og reglulegri urðun offramleiðslunnar. Þannig leið mestur partur tuttugustu aldar. Allt of margt fé nagaði landið niður í kviku. Þar sem Íslendingar vilja ekki axla ábyrgð töldu þeir sér trú um að landið væri svona bert og illa haldið sökum þess hversu ungt það væri. Um 10.000 ár eru liðin síðan ísaldarjökullinn hopaði af land- inu. Surtsey er 46 ára og er þegar orðin iðagræn. Ekki bændur heldur hirðingjar Allir vita að fjármálaheimurinn byggir á hugsun bænda. Vextir eru akkúrat það sem orðið segir: Vöxtur búsmala eða gróðurs. Sá sem lánar bónda fyrir sáðkorni vill eiga hlutdeild í vexti kornsins fram að uppskeru. Bóndinn getur tekið áhættuna og greitt fasta vexti byggða á uppskerureynslu liðinna ára. Eða látið lánveitandann taka áhættu og gert framvirkan kaup- samning um uppskeruna á fyrir fram ákveðnu verði. Slík viðskipti heita afleiðuviðskipti. Þannig er ekkert ævintýralegt eða skrítið í heimi fjármálanna fyrir þann sem hefur reynslu af búskap. Gallinn við Íslendinga er að þeir hafa enga reynslu af búskap – ekki í venjulegri merkingu þess orðs. Af ræktartúnum bænda í dag eru gömlu bæjartúnin innan við eitt prósent. Í ellefu hundruð ár heyj- uðu íslenskir bændur því aðeins nóg til að halda búfénu á lífi í eina til tvær vikur þegar harðfrerinn var svo mikill að féð gat ekki krafs- að sig niður á einhverja tuggu. Ef vetur urðu harðir og langir drapst féð og fólkið í kjölfarið. En það varð ekki til þess að íslensk- ir bændur geymdu hey í hlöðum. Hlöður voru óþekktar í íslenskum sveitum þar til milli stríða og fjár- hús þar til eftir seinna stríð. Hefðbundinn íslenskur land- búnaður á því ekkert skylt við hefðbundna búskaparhætti í Evr- ópu eða Ameríku, þar sem bændur leggja fyrir til mögru mánaðanna og áranna. Íslenskur búskapur gengur út á að siga búfénaði á villt- an gróður og treysta því að þetta reddist einhvern veginn. Og halda í þá trú þótt augljóst sé að hún standist ekki. Hirðingjar til sjós Þrátt fyrir að vera umkringdir einum gjöfulustu fiskimiðum heims sneru Íslendingar ætíð inn til landsins. Þeir vildu borða magál, svið og lundabagga en litu ekki við gjöfum hafsins. Söfnuðu fjallagrösum en ekki þangi. Þegar fátæklingar hrökkluðust í ver tóku þeir með sér skjátur og sveitina. Engum datt í hug að draga sjávar- fang upp til sveita. Íslenskir sjó- menn tóku því með sér búskapar- hættina út á sjó. Rétt um mannsaldri eftir að Íslendingar fóru að stunda sjávar- útveg sem atvinnugrein hafði þeim tekist að eyða norsk-íslenska síldarstofninum; fiskistofni sem áður metti fátækt fólk yfir vetrar- mánuðina allt frá nyrstu byggð- um Noregs suður í Bæheim og frá Bretlandsströndum inn í mitt Rússland. Í stað þess að veiða síldina til manneldis fóru Íslend- ingar að bræða hana í dýrafóður og til áburðar. Með því að reisa mjölverksmiðjur í hverjum firði gátu þeir sótt síldina lengra út og veitt lengur úr stofninum. Í mjöl- vinnslu skipti ekki máli þótt síld- in væri úldin og ónýt. Verðmætið var hins vegar aðeins brot af því sem hægt var að fá fyrir saltsíld til mann eldis. Sjálfsagt mætti reikna út hvað þessar aðgerðir kostuðu þjóðarbúið; að innleysa síldar- stofninn á lægsta verði í stað þess að nýta hann til lengri tíma og hæsta verðs. En enginn íslensk- ur hagfræðingur hefur sýnt því áhuga. Reyndar vilja Íslendingar ekki viðurkenna að þeir hafi eytt síldinni. Síldin kemur og síldin fer, segja þeir spekingslega. Snemma vors undanfarin ár hafa stærstu skip íslenska fiskiflotans siglt á suð-austur-útjaðar land- helginnar til veiða á makríl. Makr- íll er feitur og frábær matfiskur, eins konar súper-síld. Hann geng- ur hins vegar inn í íslenska lögsögu áður en hann kemst í form sem góðfiskur til manneldis. Íslend- ingar veiða hann samt. Og í raun skiptir ekki máli þótt makríllinn sé of magur til manneldis; það er svo langt á miðin frá Íslandi að aflinn væri hvort eð er úldinn þegar hann kæmi að landi. Íslendingar bræða því allan makríl sem þeir komast yfir. Og eru að gera þær þjóðir geð- veikar sem kunna með makríl að fara. Þær skilja ekki hvers vegna einhver vill veiða makríl og búa til úr honum 5 aura afurð þegar fá má 500 kall úr sama fiski tveimur mánuðum síðar. 200 mílur innleystar Á tæplega tuttugu ára tímabili náðu Íslendingar yfirráðum yfir öllum miðum í kringum land- ið. Fyrst var landhelgin færð út í 12 mílur, þá 50 mílur og loks 200 mílur. Lokasigur vannst árið 1976. Sjö árum síðar höfðu stjórnvöld flutt eignarhaldið á fiskistofnun- um í kringum Ísland til útgerðar- manna. Níu árum eftir það heimil- uðu stjórnvöld útgerðarmönnunum að veðsetja kvótann sinn. Með því gátu þeir innleyst allan þann hag sem þeir gátu haft af auðlindinni næstu tíu til fimmtán árin. Þeir gátu farið niður í Landsbanka og fengið fiskinn í sjónum staðgreidd- an. Það var síðan innheimtutækni- legt atriði að sækja fiskinn, verka hann og koma á markað. Þrátt fyrir rómantík og þjóð- ernisupphafningu landhelgisstríð- anna eru þau fremur saga af því þegar um hundrað manns náðu á rétt rúmum 40 árum að fá útborg- að matsvirði stærsta hluta af öllum fiskistofnum í Norður-Atlantshaf- inu. Þessi saga snertir okkur hin sáralítið eða ekki neitt. Og hún fjallar heldur ekki um fiskiveiði- stjórnun eða auðlindanýtingu. Það er löngu vitað að miklar náttúruauðlindir geta haft eyði- leggjandi áhrif á efnahag ríkja. Í gegnum auðlindirnar flæða ókeyp- is verðmæti inn í samfélagið, raska jafnvægi þess og ryðja burt allri annarri starfsemi. Innan skamms tíma getur vinnsla auðlindanna því eytt meiri verðmætum úr öðrum geirum en nemur þeim verðmæt- um sem þær skapa. Þetta hljómar öfugsnúið, en svona er þetta samt. Þau ríki sem búa að miklum auð- lindum njóta almennt minni hag- vaxtar og velsældar en ríki sem engar auðlindir eiga. Þar sem þetta er öllum ljóst hafa ríki gripið til þess ráðs að einangra áhrifin af auðlindunum. Olíusjóði Norðmanna er þannig óheimilt að fjárfesta innanlands. Hinar miklu auðlindir Norðmanna hafa Afgreiðslutími um hátíðirnar Fimmtudagur 31. des. kl. 10.00 - 13.00 nema Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 9.00 - 13.00 Föstudagur 1. jan. Lokað Laugardagur 2. jan. kl. 11.00 - 18.00 nema Reykjanesbær og Selfoss kl. 11.00 - 16.00 Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á vinbudin.is INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.