Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 31.12.2009, Qupperneq 12
12 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR vissulega greitt upp skuldir ríkis- ins, haldið uppi verðmæti norsku krónunnar og tryggt norskum stjórnmálamönnum svigrúm til að kaupa sér endalaus atkvæði upp eftir dreifðum byggðum landsins með alls kyns niður-, upp- og jöfn- unargreiðslum. Eftir sem áður eru áhrifin af hinum mikla olíuauði Norðmanna hlutfallslega miklu minni á norskt þjóðlíf en til dæmis olíuauður Sádi-Araba á Arabíu. Íslendingar hafa talið að þessi lögmál giltu ekki hér. Ekkert hefur verið gert til að minnka nei- kvæð efnahagsleg áhrif af auðlind- um lands og sjávar. Þvert á móti. Stjórnvöld hafa reynt að ýkja þau sem mest. Þau létu sér ekki nægja að láta árlegan hag af auðlindunum streyma um efnahagslífið heldur bjuggu þau svo um hnútana 1992 að þá máttu útgerðarmenn steypa margra ára arði af auðlindinni í einni hendingu yfir samfélagið. Sú ákvörðun skekkti undirstöður íslensk efnahagslífs með afleiðing- um sem enn sjást og mælast. Stríðs-, saltfisks- og verðbólgu- gróði Svona má ráfa fram og til baka um sögu íslensku þjóðarinnar og rek- ast á hliðstæður við hrunið í fyrra. Í stríðslok voru Íslendingar auð- ugastir allra þjóða per haus. Auð- legðina mátti rekja til yfirverðs á fiskafurðum vegna fæðuskorts í stríðinu. Korteri seinna voru Íslendingar sú þjóð sem þáði mesta Marshall-aðstoð per haus. Það er enn verðugt umhugsunarefni hvað varð um stríðsgróðann. Þegar Íslendingar sneru sér loks að þorskveiðum í byrjun síðustu aldar voru þeir um tuttugu ár að ná um þriðjungs markaðshlutdeild á saltfiski í Evrópu. Þessi innrás á markaðinn leiddi hins vegar til um 50 prósenta verðlækkunar. Sjálf- sagt má reyna að nálgast það með útreikningum hversu miklu minna Íslendingar hefðu mátt veiða til að fá meiri hag af veiðunum. Á áttunda áratugnum streymdu um 500 til 600 milljarðar króna á núvirði frá eldri sparifjáreigend- um til Sambandsins, Kolkrabbans og yngri og miðaldra húsbyggjenda í gegnum neikvæða vexti í banka- og lífeyrissjóðakerfinu. Þetta voru afleiðingar þess að þak var sett á vexti í tíð vinstristjórnarinnar 1971-74. Það átti að vera aðgerð til að bæta fyrir afleiðingar síld- arhrunsins á fjárhag heimilanna í landinu – einskonar skjaldborg þess tíma. Frá hruni hefur helst mátt ráða af umræðunni að Íslendingum hafi verið nauðgað í svefni af geimver- um – svo vitnað sé í vinsælustu frétt News of the World. En því miður er séríslenski þáttur hruns- ins í furðu miklu jafnvægi við aðra þætti þjóðarsögunnar. Auðlind lánsfjármarkaðarins Fram yfir síðustu aldamót nutu Íslendingar einskis lánstrausts í útlöndum. Ástæðan var ekki endi- lega sú að Íslendingar væru ekki traustsins verðir heldur var landið of langt í burtu og þjóðin of fámenn til að nokkur banki sæi ástæðu til að setja sig inn í íslensk málefni. Eina bankastofnunin sem lánaði til Íslands að einhverju ráði var Ham- bros, banki danskra gyðinga sem flutt höfðu til Bretlands og sérhæft sig í lánveitingum til ríkisstjórna, banka og stórfyrirtækja í Skand- inavíu. Íslandsdeildin í Hambros var lengst af þrír menn, sem þó sinntu öðrum verkum einnig. Og það verður að segjast eins og er að þetta voru ekki bestu menn bank- ans. Það fólust skýr skilaboð um takmarkaðar líkur á starfsframa í því þegar starfsmenn voru sett- ir í Íslandsdeildina. Á móti kom að starfið var ekki flókið og reyndi lítt á menn. Hefð hafði myndast fyrir að Hambros lánaði aðeins íslenska ríkinu, ríkisbönkunum – og þá helst Landsbankanum, sem hafði milligöngu um lán til hinna bankanna – og síðan Landsvirkjun og Sambandinu. Annað á Íslandi var of lítið og vesælt til að starfs- menn Hambros nenntu að skilja. Þeir skildu reyndar ekki þau fyrir- tæki sem þeir þó lánuðu til. Þegar stefnumörkun stjórnar bankans lá fyrir um 10 eða 15 prósent útlána- aukningu að jafnaði hringdu starfs- menn Íslandsdeildarinnar vana- lega í fjármálastjóra Sambandsins og buðu honum ný lán. Sem hann þáði án undantekninga. Allt þar til Sambandið kafnaði af skuldum sínum. En Hambros tapaði engu á hruni Sambandsins. Íslensk stjórn- völd sáu að ef svo færi gæti þessi eina uppspretta lánsfjár frá útlönd- um lokast. Landsbankinn sá því til þess að erlendar skuldir Sam- bandsins voru greiddar. Og komst í þrot stuttu seinna. Þessi var reynsla Íslendinga af alþjóðlegri bankastarfsemi allt þar til einhver verkfræðingur í vinnu hjá stórri bankastofnun úti í heimi fann upp skuldabréfavafninginn. Skuldabréfavafningurinn frels- aði bankaheiminn frá baunataln- ingu gamla tímans. Hið hefð- bundna bankamódel gekk út á að útibússtjórinn þekkti viðskiptavini sína, gæti metið lánshæfni þeirra og lánað út í takt við það. Þetta var íhaldssamt kerfi, svifaseint en þokkalega öruggt. Með skulda- bréfavafningum gátu bankar hins vegar áframselt lánin og losnað þar með undan áhættu á að skuld- arinn stæði ekki í skilum. Þetta hljómaði vel og virkaði vel. Allt þar til í ljós kom kom að allri ábyrgð hafði verið eytt úr bankastarf- semi. Engar hömlur voru lengur á hverjir gátu fengið lán. Fólk með engar tekjur, engar eignir og enga vinnu fékk lán til húsnæðiskaupa í Bandaríkjunum. Taumlaus aðgang- ur að lánsfé spann upp eignaverð sem aftur gaf bönkum trú á aukna veðhæfni eignanna og möguleika á enn frekari lánveitingum. Og svo koll af kolli. Þar til allt sprakk í loft upp. Íslendingar nutu skuldabréfa- vafninganna á sama hátt og atvinnu- og eignalausir Banda- ríkjamenn. Þeir voru í hópi þeirra sem enginn hafði áhuga á að lána, samkvæmt hinu hefðbundna banka- módeli. Upp úr aldamótum gátu íslenskir bankar fyrst endurselt lán úr bókum sínum á alþjóðlegum mörkuðum. Sæmilegur skriður var kominn á þessi viðskipti um 2003- 04. Árið 2006 höfðu allir bankar í heiminum lokað á allar lánveiting- ar til Íslands. Íslendingar höfðu étið upp þessa nýju auðlind á aðeins rúmum tveimur árum. Eftir lánaveisluna eru 2/3 íslenskra fyrirtækja gjaldþrota vegna óhóflegrar lántöku og um 1/3 heimila. Allir bankar, Seðla- bankinn, rúmur helmingur sveit- arfélaga og orkufyrirtækin eru á hausnum. Skuldirnar sliga fjöl- miðlana, tónlistina og heilbrigðis- kerfið. Íslendingar geta ekki einu sinni farið í sund án þess að vera minntir á skuldirnar. Aðeins þeir huguðustu hafa lyst á að fara bunu í myntkörfu-rennibrautinni. Allir ljúga Þegar horft er yfir Íslandssögu er erfitt að verjast þeirri hugsun að Íslendingar kunni að vera vel gert fólk – svona einir og sér. En þegar þeir koma saman er eins og hver vitleysan reki aðra. Íslendingar virðast vera heimskur hópur. Eitt einkenni ársins sem er að líða er það sem kalla mætti Guð- rúnar-Ósvífursdóttur-isma. Úr því að Íslendingar geta ekki verið rík- astir og bestir vilja þeir vera þjáð- astir og verstir. Þeir hafa nú gengið um grenjandi í 15 mánuði, sann- færðir um að enginn eigi bágara en þeir. Samt bendir margt til að samdráttur landsframleiðslu verði aðeins rétt undir meðaltali helstu nágrannaríkja. Skuldsetning þjóð- arbúsins eftir uppgjör á þrota búum banka og stórfyrirtækja verði undir meðaltali samanburðarríkja, atvinnuleysi harla lítið og ástand- ið almennt ekki svo slæmt. Hluta- bréfavísitalan íslenska hrundi vissulega neðar en annars staðar þekkist, en það var vegna þess að bankar og eignarhaldsfélög höfðu hrakið alla mikilvæga starfsemi út úr Kauphöllinni. Hrun vísitölunnar segir því fátt um stöðu almennra atvinnufyrirtækja. Svipaða sögu er að segja um fasteignaverð. Það er ekkert annað en gleðiefni að það lækki duglega frá vitleysisverðinu 2007. Ef það gerðist ekki værum við í virkilegum vanda. Með þessu er ég ekki að segja að enginn sé vandinn. Þvert á móti glímir margt fólk við alvar- lega skuldsetningu frá bólutíman- um. Skuldirnar hækka og eigna- verð lækkar, tekjurnar minnka og skattarnir hækka. Fyrir þá sem hafa spennt bogann er þetta ömur- leg blanda. En það bætir ekki að þurfa að hlusta á þá sem hafa lagt allt undir mála skrattann á vegg- inn og þykjast síðan vera að glíma við hann. Þekkja hefur mátt gamalkunna veikleika íslensks samfélags í opin- berri umræðu eftir hrun. Sá aug- ljósasti er að umræðunni er ætíð beint að manninum en ekki því sem hann segir. Leiðarahöfundur Moggans – sem þó er Íslandsmeist- ari í íþróttinni – líkti þessu við að fara í manninn en ekki boltann. Þeim sem það gerir í fótbolta er vísað af vellinum. Og þannig er það víðast erlendis. Þar fær fólk ekki birtar eftir sig greinar sem eru vangaveltur um mannkosti manna og ástæður þess að þeir haldi fram tilteknum skoðunum. Það tíðkast heldur ekki að stilla slíkum ummælum fram fremst í fréttatíma eða á forsíður blaða. Hér á landi er þetta hins vegar megininntak allrar umræðu og frétta. Það er varla hægt að lesa blöð og enn síður hlusta á umræð- ur í þinginu – hvað þá að lesa blogg – fyrir endalausum blammeringum og skítkasti manna í millum. Eftir hrun hefur þessi ósiður magnast svo mjög að nú ganga flestir þeirra sem enn hanga í umræðunni út frá því að allir aðrir séu að ljúga. Auðvitað er það svo að enginn mælir fram sannleikann hreinan. En það hefur ekki aftrað fólki hingað til frá því að eiga sam- skipti. Þegar við gerum ráð fyrir að allir ljúgi er hvergi haldfesti og umræðan sekkur einfaldlega til botns í drulluna. Og það er ef til vill vegna þess hvert umræðan er sokkin að okkur finnst ekkert hafa þokast og ekkert hafa breyst. Áður stærði fólk sig af því sem það átti en nú kvartar það yfir því sem það hefur misst. Rembingsleg sjálfsmynd Íslend- inga, sem án efa dró þá lengra út á foraðið en aðrar þjóðir, er enn helsta viðmið umræðunnar. Ofan á þá vitleysu hefur bæst almennt vantraust gagnvart náunganum, illmælgi og ásakanir sem haldið er á lofti í nafni aukins siðgæðis og réttlætis. Þess vegna er eðlilegt að enda þetta á að spyrja hvort Guð ætli þá ekki að blessa Ísland! ÞORSKAR Á ÞURRU LANDI „Þegar Íslendingar sneru sér loks að þorskveiðum í byrjun síðustu aldar voru þeir um tuttugu ár að ná um þriðjungs markaðshlutdeild á saltfiski í Evrópu. Þessi innrás á markaðinn leiddi hins vegar til um 50 prósenta verðlækkunar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.