Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 31.12.2009, Síða 16
16 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ástand heimsins nú er nokkuð gott á heildina litið og horf- urnar einnig góðar. Svo er þrátt fyrir allt einkum fyrir að þakka staðgóðri þekkingu á efnahags- málum og getu helztu þjóða heims til að læra af fenginni reynslu langt aftur í tímann. Fyrir ári óttuðust margir, að heimsbúskapurinn myndi hafna í djúpri lægð í kjölfar bankahruns í Bandaríkjunum og víðar, jafn- vel svo djúpri lægð og langvinnri, að samanburður við heimskrepp- una 1929-39 kynni að eiga við. Óttinn greip einkum þá, sem af hugmyndafræðilegum ástæðum höfðu hafnað lækningunni, sem fannst við djúpum lægðum eftir kreppuna miklu. Lækningin er tvíþætt. Hún felst í ströngu aðhaldi og eftirliti með bönkum og öðrum fjármálastofnunum til að tryggja, að þær fari ekki sjálfum sér og öðrum að voða. Lækningin felst einnig í vilja og getu almannavaldsins til að fylla skörðin, sem einkaframtak- ið skilur eftir sig í efnahagslíf- inu, þegar það missir kjarkinn og heldur að sér höndum. Ríkið getur rétt einkaframtak- inu örvandi hönd með því að auka útgjöld og almannaþjónustu eða lækka skatta og safna skuldum um skeið. Þessi leið er fær, þegar skuldir eru viðráðanlegar. Til þessara ráða var gripið í fyrra með samstilltu átaki helztu iðn- ríkja undir forustu Bandaríkja- manna og Breta. Átakið skilaði þeim árangri, að óttinn við nýja heimskreppu hvarf. Manna mest- an þátt í þessum árangri átti löngu látinn hagfræðingur, John Maynard Keynes (1883-1946), faðir þjóðhagfræðinnar. Þessi leið er þó ekki fær þeim löndum, sem hafa haldið illa á fjármálum sínum og hafa því ekki svigrúm til að safna frekari skuldum. Þar skilur nú, eftir hrun, milli Íslands og nálægra landa. Misskipting skiptir máli Bandaríkin stóðu á barmi hengi- flugs haustið 2008. Um það mátti hafa margt til marks, þar á meðal undirmálslán ábyrgðarlausra banka til húsnæðiskaupa fólks með tvær hendur tómar. Önnur skýr vísbending var aukin mis- skipting af völdum rangsleit- innar skattastefnu ríkisstjórnar Bush forseta. Frá 1970 til 2005 hækkaði hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna í bandarískum fyrirtækjum á heild- ina litið úr þrjátíu í næstum 300. Þessi þróun hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum. Aukin mis- skipting stafar yfirleitt öðrum þræði af sjálftöku, sem er að sínu leyti ávísun á illa meðferð fjár. Aukin misskipting vestra 1920-30 var meðal fyrirboða kreppunnar miklu. Aukin misskipting hér heima 1993-2007 samkvæmt upp- lýsingum ríkisskattstjóra hefði með líku lagi átt að hringja bjöll- um, en hún gerði það ekki. Stjórn- völd og erindrekar þeirra, sem þrættu fyrir misskiptingu af völd- um kvótakerfisins, þrættu einnig fyrir aukna misskiptingu af völd- um skattastefnu ríkisstjórnar- innar, þótt rangsleitnin blasti við. Hagstofan hreyfði varla legg eða lið til að lýsa þróun tekjuskipt- ingarinnar og veitti óprúttnum stjórnmálamönnum og öðrum svigrúm til að þræta. Hagstofan óttaðist kannski að bíða sömu örlög og Þjóðhagsstofnun og Sam- keppnisstofnunin gamla, sem voru lagðar niður í viðurkenningar- skyni fyrir vel unnin störf. Kompásinn var skakkur Aukin misskipting olli ekki hruni bankanna, en ósannindi og sinnu- leysi stjórnvalda um hana voru eitt skýrasta sjúkdómseinkennið. Um þetta sagði ég í áramótapistli á þessum stað á gamlársdag 2003: „Um það leyti sem ríkisbank- arnir hér heima hættu að geta mismunað mönnum í skjóli nei- kvæðra raunvaxta, upphófst í staðinn skipuleg mismunun í gegnum kvótakerfið. Stjórnmála- flokkarnir, sem skipulögðu þessa mismunun í upphafi og höfnuðu markaðslausnum á borð við gjald- töku fyrir veiðiréttinn, hafa goldið vanrækslunnar: þeir hafa veikzt og spillzt, svo sem við var að búast. Þingstyrkur þeirra hefur aldrei verið minni en hann er nú. Kompásinn hjá þeim hefur rugl- azt, enda þótt þeir hafi á endan- um látið undan síga með því að lögfesta lítils háttar veiðigjald. Kompásskekkjan virðist hafa ágerzt með tímanum. Sjálftöku- samfélagið, þar sem menn skipa sjálfa sig og hverjir aðra í emb- ætti, selja ríkisfyrirtæki á undir- verði og halda ítökum sínum þar, gera vandræðalega eftirlauna- samninga við sjálfa sig og mylja undir einkavini sína og amast um leið við öryrkjum án þess að blikna og þræta svo fyrir allt saman: þessi skipan er eins og skilgetið afkvæmi siðaveiklunar- innar á bak við kvótakerfið. Myndu Bush og félagar hafa eitt- hvað við þetta að athuga? Varla. En ranglæti er eins og annað ill- gresi: það breiðist út, nema það sé rifið upp með rótum. Þarna er verk að vinna með hug og orði. Endurreisnin úr rústum hrunsins þarf að taka mið af réttum komp- ási. Enn við áramót Í DAG | Misskipting og kreppur ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um borgarmál Undarlegt er hversu margir virðast ekki skilja mikilvægi þess að eyða minna en þeir afla. Fyrir hrun átti þetta t.d. við um alla helstu banka og fjárfestingarfélög landsins en þeir sem að þeim stóðu höfðu lítinn áhuga á að halda kostnaði innan skyn- samlegra marka. Þeir trúðu að hægt væri að auka tekjur endalaust og því skipti kostnaðurinn ekki máli. Þetta reyndist rangt og því fór sem fór. Ríkisstjórn Íslands hefur að nokkru leyti tileink- að sér þetta viðhorf. Allt þetta ár hefur legið fyrir að mikill halli verður á rekstri ríkissjóðs. Líkt og bankarnir fyrir hrun treystir ríkisstjórnin á að tekjur vaxi en lætur útgjaldahliðina afskiptalitla. Þegar haft er í huga að tekjur ríkisins fást með sköttum frá einstaklingum og fyrirtækjum, og að geta þeirra til að greiða hærri skatta hefur snar- minnkað, er nánast útilokað að slík lausn gangi upp. Reykjavíkurborg horfir fram á sams konar verk- efni. Tekjur borgarinnar fást með sköttum á laun og fasteignir Reykvíkinga. Báðir þessir liðir dragast nú saman og því munu tekjur borgarinnar minnka á næstu misserum. Leið ríkisstjórnarinnar, heimfærð á borg- ina, fælist í því að hækka útsvar og fast- eignaskatta. Vinstri græn í borgarstjórn hafa nú þegar lagt þetta til. Þetta finnst okkur, sem stjórnum borginni, ófær leið á sama hátt og hún reyndist ófær hinum föllnu bönkum og mun reynast ófær í ríkis- rekstrinum. Að þessu sögðu verður borgin að reyna allt hvað hún getur til að minnka útgjöld. Þetta höfum við sjálfstæðismenn gert á kjörtímabilinu samhliða því að forgangsraða verkefnum. Við höfum einsett okkur að verja þjónustu sem snýr að velferðarmálum og börnum í borginni og horfum þá m.a. til reynslu Finna sem sýnir að langtíma áhrif kreppu felast oft í því hvernig börnum reiðir af löngu eftir að samdráttarskeiði lýkur. Velferðar- og skólamál taka til sín 60 prósent af tekjum borgar- innar og því er ljóst að þetta er verkefni sem krefst útsjónarsemi og áræðni. Krafa borgarbúa hlýtur þó að vera sú að þetta takist án skattahækkana. Höfundur er borgarfulltrúi. Ólíkar leiðir S vartur skammdegismorgunn og borgin hvílir hljóð við sundin; stundin áður en erillinn hefst. Aðeins útvarpið vakir og ef stillt er milli rása berast tíðindin misbrýn: fiðrildi í suðlægari löndum laga sig að breyttu tíðar- fari, furðurnar á þinginu eftir næturlangar þrásetur og næturfundi vekja sterka löngun um tíðindaminni daga, hvers- dagslegt amstur en ekki æ skertari hlut, æ minna vit, sanngirni og drengskap. Lengi má manninn reyna. Svo fer að birta og fólk fer á stjá, ljósin kvikna í gluggunum niðureftir götunni, við lýsum upp rýmin okkar eftir efnum og ástæðum, vitandi að bráðum víkur nóttin og það morgnar, ljósið kemur yfir fjöllin þar sem byggðin kúrir í skugganum. Og við göngum til starfa, lífið heldur áfram. Um dreifðar byggðir í borg, þorpum og sveitum gengur fólk til verka sinna. „Svo rís um aldir árið hvurt um sig / eilífðar lítið blóm í skini hreinu.“ orti Jónas Hallgrímsson einn nýársmorgun eftir dimma og erfiða hátíðardaga fyrir löngu, einstæðingur á erlendri grund, vanheill og vonlítill: „Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, / því tíminn vill ei tengja sig við mig.“ Viljum við ekki kannast við þessa tíma, þekkja þá sem okkar, þegar þeir vitja okkar dagarnir fullir af geig og óvissu? Argaþrasið sífellt og margvíslegt, tíðindi full af mótsagnakenndu málastappi, hverjum má trúa? Skal rofið milli valdastéttanna og alþýðu manna enn dýpka, sárið í vitund samfélagsins stækka og dýpka, sársaukinn verða ríkari svo vit- undin deyfist, þrengir enn hringinn um það sem við vitum og viljum kannast við sem bjargráð og trú okkar til að halda áfram, halda samfélagsgerðinni saman? Sést brátt til sólar? „Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, / hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, / er himin sér, og unir lágri jörðu, / og þykir ekki þokan voðalig.“ yrkir hann enn: máttur okkar er samur þó í dvala sé, höggdofa, og brátt rís ný sól og verkin kalla. Einhverjum verður það til lífs áfram að halda til streitu sjónarmiðum í valdaþrefi. Fjöldinn mun finna sviðann lengi og fátt bendir til nokkurra sátta í samfélaginu svo mörg sem álitamálin verða og hart tekist á um skuldaskil hjá háum og lágum, þeim sem hæst hreyktu sér og mest misstu í fallinu, jafnvel það sem brothættast er, æruna, eins og hinum sem voru trúir yfir litlu og misstu mikið samt. Fjár- skaða má bæta og lifa við, en mannskaða bætir ekkert. Okkur er hver hönd dýr og nú þurfum við síst iðjulausar hendur. Því það er verk að vinna: „Ég man þeir segja: hart á móti hörðu, / en heldur vil eg kenna til og lifa,/ og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði, …“ Aflabrestinn þekkjum við, aflsbrestinn verðum við nú að þola, sem er slæmt þegar við verðum að taka okkur tak. Aftur hljóma orð skáldsins: „en liggja eins og leggur upp í vörðu, / sem lestastrákar taka þar og skrifa / og fylla, svo hann finnur ei – af níði.“ Ekkert er óhollara en ganga inn í nýtt ár, erfiðan tíma, bjartari tíma en með hugann fullan af heift og meinbægni. Gefum okkur þá óskastund að okkur auðnist að fara mót erfiðleikum og mótdrægni með góðan vilja og bættan styrk sem veganesti. Og farsælt ár veitist okkur þannig. Hinsti dagurinn: Svo rís um aldir árið hvurt um sig PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Mikið stjóraval Skattar á áfengi og tóbak hækka núna um áramótin og því þarf að breyta allri verðlagningu á þessum vörum. Það hefur líklega ekki reynst erfitt verk fyrir hið góða starfsfólk Vín- búðarinnar. Í það minnsta bendir allt til að verkinu hafi verið mjög vel stýrt. Þegar listi yfir starfsfólk skrifstofu Vínbúðarinnar er skoðaður kemur nefnilega í ljóst að þar er mikið stjóraval. Af 45 starfsmönnum skrif- stofunnar eru nefnilega 12 stjórar af öllum stærðum og gerðum. Forstjóri, aðstoðarforstjóri, innkaupastjóri, fjármálastjóri, mannauðsstjóri, mark- aðsstjóri, skjalastjóri, vöruhússtjóri, öryggisstjóri, aðstoðar- framkvæmdastjóri og tveir framkvæmdastjórar. Mér finnst sandur vondur Fréttavefurinn AMX kallar sig fremsta fréttaskýringavef landsins og stóð sannarlega undir þeirri hógværu nafngift þegar hann gróf nýverið upp að Þorsteinn Pálsson hefði skipt um skoðun varðandi Evrópusambandið. Hann hefði nefnilega einu sinni verið því andvígur – nánar tiltekið árið 1994. Að fimmtán árum síðar væri hann á annarri skoðun þykir ritstjórn AMX fréttnæmt. Í því ljósi vill undir- ritaður taka það fram að yfirlýsing sem gefin var á Dalvík árið 1976 um að mér þætti sandur góður stendur ekki. Mér finnst sandur vondur. Nýr framkvæmdastjóri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og félagar í Framsóknarflokknum réðu nýjan framkvæmdastjóra til flokksins í fyrradag. Sá heitir Hrólfur Ölvisson og er viðskiptafræðingur sem hefur lengi starfað í flokknum og verið nákominn S-hópnum. Hann sat í fjáröflunar- nefnd flokksins og var með Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra og fleirum í fulltrúaráði Eignarhalds félags Sam- vinnutrygginga. Þar var sýslað með fé án hirðis í félaginu Gift, sem tapaði millj- örðum á hlutabréfakaupum í Kaupþingi og Exista. Hrólfur var lengi stjórnarformaður Vinnumálastofnunar meðan framsóknarmenn réðu í félagsmálaráðuneytinu. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.