Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 22

Fréttablaðið - 31.12.2009, Page 22
22 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR N ú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka! Sjálfsagt er ekki til ófrum- legri byrjun á áramótagrein, en mörgum mun eflaust þykja þetta brot úr ljóð Valdi- mars Briem hafa jákvæðari merkingu núna en oft áður. Líklega vilja fæstir fá þetta erf- iða ár aftur. Það er eins og hafís hafi legið við strendur landsins. Eilífur kuldi, engin spretta og engin uppskera. Var eitthvað hægt að gera kunna margir að segja, var ekki allt hrunið, gátum við gert betur, eitt- hvað öðruvísi? Já. Þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur hafi verið hægt að gera betur. Mun betur. Það hefur verið gæfa Íslendinga, allt frá upphafi byggðar, að þrátt fyrir marga kalda vetur og vot sumur hefur uppgjöf ekki verið valkostur. Sá baráttuandi sem landið og aðstæður þess hafa blásið íbúunum í brjóst hefur alltaf haft sigur. Þennan eiginleika verður að virkja við þær erfiðu aðstæður sem uppi eru. Gefa verður fólki trú á, að það sem verið er að gera muni skila sér í bætt- um hag til skemmri og lengri tíma litið. Það hefur ekki tekist sem skyldi. Tökum tvö dæmi; sáralítið hefur verið komið til móts við fólk sem lenti í gífurlegum hækkunum lána vegna aðstæðna sem það ber ekki ábyrgð á, á sama tíma og fjármagnseigend- ur héldu öllu sínu. Það var gott að vernda sparifjáreigendur, en ósanngjarnt að fórna þeim skuldsettu. Í öðru lagi má nefna að sú tilfinningin bærist með mörgum að stjórn- völd hafi í raun ekki lagt sig öll fram við að halda sjónarmiðum Íslendinga á lofti í deil- unni um ríkisábyrgðina á Icesave-reikning- unum. Bretar og Hollendingar, með fulltingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sóttu að Íslend- ingum með niðurlægjandi hætti. Nota hefði átt andstöðuna við þetta mál hér innanlands, til að sameina þjóðina. Vekja þá von í brjósti að verið væri að berjast fyrir hennar hag. Það var slælega gert. Stjórnvöld hafa barist fyrir því að fá óréttlætið samþykkt á Alþingi og lögum sem Bretar og Hollendingar í raun sömdu, er þvingað í gegnum þingið. Þetta misbýður réttlætiskennd fólks og einnig hvernig að öllu þessu vonda máli var staðið. Það er gott að vera Íslendingur og oftast gaman. Landið mótar lífsviðhorf okkar og af landinu hefur þjóðin lifað. Svo mun verða áfram og tækifærin hafa kannski aldrei verið eins mörg og nú um stundir. Gæði okkar eru eftirsóknarverð; mannauðurinn, fiskurinn, orkan, hugvitið, kalda vatnið, heita vatnið, hreina loftið, það er sama hvar okkur ber niður. Í raun eru kostir landsins ótrúlega margir þrátt fyrir allt. Verkefni stjórnmálamanna er að sjá til þess að fram- taksamir einstaklingar fái notið sín til heilla fyrir þjóðina. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða hvað fólk tekur sér fyrir hendur, heldur setja almennar reglur um hvernig hlutirnir eru gerðir, þannig að allir sitji við sama borð. Það er nóg til af fólki á Íslandi sem vill láta til sín taka, það þarf bara að skapa umgjörðina svo þetta fólk komist af stað. Það verður ekki gert með stórfelldum skattahækkunum eða innbyrðis deilum í ríkisstjórn um, hvað má og hvað má ekki. Þjóðin þarf að finna það og sjá að verið sé að berjast fyrir hagsmunum hennar. Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeim efnum hafi ríkisstjórnin brugðist. Ekki af því að hana skorti viljann, heldur af því að hún fór ranga leið. Stjórnin telur að sín leið muni skila sér eftir langa mæðu, og við skulum vona að svo verði, en hefðbundin ráð vinstri manna munu ekki nú frekar en endranær færa okkur þá hagsæld sem að er stefnt. Sagan hefur kennt okkur að öfgarnar til hægri og vinstri eru varasamar. Það á sér- staklega við um Íslendinga. Það er hrein- lega andstætt eðli þeirra að láta yfirvöld gína yfir öllu, stóru smáu, og skammta sér úr hnefa. Íslendingar hafa ríka sjálfsbjargar- viðleitni, þurfa atvinnu og athafnafrelsi, en ekki gamaldags og hættulega forræðis- hyggju. Verkefni nýs árs verður að búa svo um hnútana að hér eflist atvinnulíf, því það verður að draga úr atvinnuleysi. Atvinnu- leysið er undirrót svo margra annarra vandamála, að á því verður að taka af meiri hörku en gert hefur verið. Lífsbaráttan öðl- ast nýjan tilgang með vinnu, fólk getur stað- ið betur í skilum og vonin um að til einhvers sé barist kviknar á ný. Ég hef engar áhyggj- ur af okkur ef við nýtum sóknarfærin. Það er gott að vera Íslendingur í þeirri baráttu sem fram undan er, og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum, eins og ég hef reynt að gera allt þetta ár. Höfum hugfast að það er í lagi að bogna um skeið, en brotna megum við aldrei. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Það er enn gott að vera Íslendingur SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON V ið viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðar- leika og réttlætis. Í gegnum tíðina hef ég unnið víða og starfað með alls konar fólki. Það hefur allt borið gæfu til þess að vinna saman að lausn mála með hag heildarinnar að leiðarljósi. Persónulegur ágreiningur eða eiginhagsmunapot hefur ekki átt upp á pallborðið og ef menn hafa verið ósammála um leiðir að settu marki er farið betur yfir málið og fundin ásættanleg lausn. Því voru viðbrigðin mikil þegar sest var í einn hinna bólstruðu en þó óþægilegu stóla á Alþingi Íslendinga í vor. Verkefnið stóra Í rúmt ár hefur ríkt neyðarástand á Íslandi. Efnahagskerfið hrundi og allt samfélagið er laskað. Okkar dýrmætasta auðlind, fólk- ið sjálft, streymir úr landi í leit að bjartari framtíð. Ríkisstjórn Íslands er ekki öfunds- verð því verkefnið er risavaxið og gengur hægt. Og það er auðvelt að gagnrýna hana, ekki síst vegna vinnubragða sem eru allt önnur en boðuð voru fyrir kosningar. Almenningur krefst gagnsæis, heiðarleika og hreinskilni frá stjórnvöldum. Engu að síður hefur ríkisstjórnin ítrekað orðið upp- vís að því að leyna bæði þjóð og þing upp- lýsingum og beita blekkingum og er nær- tækasta dæmið samningurinn um Icesave sem við vitum nú að var tilbúinn löngu fyrir kosningar. Þá bólar ekkert á margboðaðri skjaldborg um heimilin en aðgerðir „nor- rænu velferðarstjórnarinnar“ hafa reynst henta kúlulánaþegum og afleiðusamninga- mönnum betur en venjulegu fólki, fólki sem tók húsnæðislán í góðri trú en situr eftir með síhækkandi stökkbreyttan höfuð- stól. Leiðrétting á þeim ósköpum er sjálf- sögð og réttmæt krafa því allar forsendur hafa brostið og það er ólíðandi að þeir sem komu okkur í þetta klandur fái skuldir sínar afskrifaðar og haldi öllu sínu á meðan heim- ilum og smærri fyrirtækjum blæðir út. Er þetta „Nýja Ísland“? Raunveruleg endurreisn mun ekki takast nema með sátt og samstöðu okkar allra. Síð- ustu misserin hefur ríkt grimmileg valda- barátta, orrusta um það sem eftir er, á milli gamalgróinna stjórnmálaflokka, viðskipta- blokka og ættarvelda. Hrægammarnir slást um þrotabúin, bankana og fjölmiðlana og engin fórn virðist of stór. Stundum finnst mér sem verið sé að klambra „Nýja Íslandi“ saman úr fúnum spýtum. Gamlir flokks- gæðingar eru dubbaðir upp í ný hlutverk innan kerfisins og iðnaðarráðherra vill veita ísbjargarvíkingnum skattaívilnanir á þeim forsendum að ekki megi mismuna fólki. Vinir ráða hvor annan í æðstu stöður innan bankanna sem hafa verið einkavæddir á ný en enginn veit hver á. Á virkilega að halda áfram að útdeila bitlingum til útvaldra? Það mun aldrei skapast sátt um slíka endurreisn. Við þurfum þjóðstjórn Flest viljum við búa hérna áfram en til þess að það sé vænlegur kostur þarf stórhrein- gerningu. Það er ósanngjarnt að þeir sem tóku ekki þátt í hrunadansinum þurfi að taka til eftir partíið en tiltekt af þessari stærðargráðu gengur mun betur þegar fleiri taka sér sóp í hendi. Margar hendur eru viljugar til verksins – það þarf bara að þiggja hjálpina. Alþingi er máttlaust og minnihlutinn er hunsaður af meirihlutanum. Stjórnarand- staðan er svo iðin við að benda á afglöp ríkis- stjórnarinnar. Menn benda hver á annan og ásakanir ganga á víxl á meðan eldarnir loga. Og þannig hefur þetta alltaf verið. Orð eins og „stjórnarandstaða“ segir í raun allt sem segja þarf – samvinna við slíkt fólk er óhugsandi. En þetta gengur ekki lengur. Við verðum að koma okkur upp úr skotgröfunum og taka höndum saman. Það mun ekki gerast af sjálfu sér, fólk þarf að ákveða að grafa stríðsöxina. Í sumar skapaðist þverpólitísk samstaða á Alþingi um smíði fyrirvara sem gerðu Icesave-samninginn bærilegri og tryggðu sjálfræði okkar. Þingheimur þarf að finna þann takt aftur og taka upp þau góðu og eðlilegu vinnubrögð sem tíðkast á lang- flestum vinnustöðum landsins. Ef ekki mun sjóða aftur upp úr á nýju ári og ég óttast að sú bylting verði ekki kennd við búsáhöld. Samstöðu er þörf. Við viljum öll búa í sanngjörnu samfélagi. Við þráum þjóðfélag jafnréttis, heiðarleika og réttlætis. Látum annað liggja milli hluta um stundarsakir. Höfundur er þingmaður Hreyfingarinnar. Samstöðu er þörf MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.